Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 28

Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 28
16 Lífið 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR Stórleikarinn Jeff Goldblum er með einstaklega skemmti- lega öðruvísi stíl og er algjör- lega óhræddur við að prófa nýja og öðruvísi hluti. Hann virðist vera sérstaklega hrif- inn af skræpóttum skyrtum og fallega sniðnum jökkum. steingerdur@frettabladid.is Leikarinn Jeff Goldblum ætti að vera flestum kunnur en færri hafa kannski tekið eftir því hve skemmti- lega öðruvísi fatastíl hann er með. Hann er greinilega til í að prófa sig áfram með alls konar ólíka stíla, en hann virðist sérstaklega hrifinn af litríkum skyrtum. Hann á þó oft til að vera í mun hefðbundnari fötum, sem flest eiga það sameiginlegt að vera vel sniðin. ■ Stórleikari með skemmtilegan stíl Í flottum og öðruvísi jakkafötum á GQ Men Of The Year verðlaununum ásamt eiginkonu sinni, Emelie Livingston. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Goldblum er óhræddur við að klæðast áberandi litum. Emelie Livingston er líka oft litrík í klæðaburði eins og eiginmaður hennar. Flottur í vínrauðu á frumsýningu Grand Budapest Hotel. Svartklæddur á frumsýningu Isle of Dogs eftir Wes Anderson, en þeir vinna reglulega saman.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.