Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 2
WWW.PLUSFERDIR.IS | INFO@PLUSFERDIR.IS Birt með fyrirvara um prentvillur, stafabrengl og önnnur „úps“ BÓKAÐU Á PLUSFER DIR.IS FLUG TIL MALAGA 06. -17. ÁGÚS T 39.900 KR. 06. - 17. ÁGÚST 12 DAGAR FLUG & GISTING VERÐ FRÁ 89.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN Costa de l Sol Einn ég sit og prjóna Guðbjörg Hrönn Sigur- steinsdóttir, eða Guðbjörg í bankanum eins og Eyjamenn þekkja hana, hefur aldrei misst af Þjóðhátíð. svavamarin@frettabladid.is VERSLUNARMANNAHELGIN „Ég er 65 ára og hef aldrei misst úr Þjóð- hátíð, ég missti ekki einu sinni af henni árið 1973, þá var hún haldin einn dag og er ég búin að fara síðan í vagninum með mömmu og pabba,“ segir Guðbjörg Hrönn Sigursteins- dóttir. Annað árið í röð er Þjóðhátíð blásin af vegna heimsfaraldurs. „Maður tekur því sem að hönd- um ber, við höfum upplifað eldgos og ýmislegt,“ segir Guðbjörg sem ætlar að njóta hátíðarinnar með fjölskyldu sinni. „Á föstudeginum er haldið hátíð- arkaffi klukkan þrjú eftir setning- una sem er yfirleitt í dalnum en verður í garðinum,“ segir Guðbjörg. „Börn og barnabörn koma og er ég að skreyta brauðtertu í þessum töluðu orðum.“ Þau hjónin grilluðu með syni sínum í gærkvöldi. „Svo látum við bara ráðast hvernig þetta verður, við gerum eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort einhverjar aðrar hefðir ríki í kringum hátíðina segir Guðbjörg það ekki vera sérstaklega. Hún fari í íslenska þjóðbúninginn ef veðrið er gott. Áður fyrr var fjölskyldan alltaf með lunda í hvíta tjaldinu í Herjólfs- dal en Guðbjörg segir að nú þegar lundastofninn eigi erfitt uppdráttar vilji þau ekki veiða hann lengur. „Þetta er mikil fjölskylduhátíð og pabbi minn elskaði hana jafn mikið og við öll,“ segir Guðbjörg. „Þegar pabbi var níræður heim- sótti ég hann á dvalarheimili aldr- aðra. Það var spáð kulda um kvöldið og ég spurði hann hvort hann vildi ekki bara vera heima því það væri svo kalt í dalnum. Hann horfði stórum augum á mig,“ rifjar Guð- björg upp. Faðir hennar hafi ekki tekið í mál að missa af brennunni. „Hann mætti í dalinn um kvöldið og var þetta hans síðasta Þjóðhátíð.“ Að sögn Guðbjargar læddist hún með manninum sínum í dalinn í fyrra þegar það var kveikt á brenn- unni. „Ég missti ekki af brennunni heldur þá,“ segir hún kímin. „Við erum búin að kaupa streymi á Brekkusönginn og allt er „reddí“ fyrir það,“ segir Guðbjörg og biður fyrir góða kveðju og óskar öllum gleðilegrar helgar. ■ Aldrei misst úr hátíð og fer í þjóðbúninginn um helgina Guðbjörg fer í þjóðbúninginn á Þjóð- hátíð ef veður leyfir. MYND/AÐSEND Guðbjörg og eiginmaðurinn Halldór Sveinsson voru alltaf með lunda í hvíta tjaldinu en veiða hann ekki lengur því stofninn er svo veikur. MYND/AÐSEND Við gerum eins gott úr þessu og hægt er. Guðbjörg Hrönn Sigursteins- dóttir. Borgarbúar hafa nýtt sólardagana undanfarið af kappi og flykkst út undir bert loft. Þó að maður njóti blíðviðris og útiveru þarf ekki að láta sér falla verk úr hendi eins og þessi ungi maður sýnir með prjónaskap á Klambratúni. Því miður virðist hins vegar sem geislaflóðið verði stöðvað strax á morgun því að Veðurstofan gerir ráð fyrir skýjuðu veðri eins langt og augað eygir sem er fram á miðvikudag í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR hjorvaro@frettabladid.is COVID -19 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður Farsóttarhúsa, segir í höfn að útvega þeim úrræði sem þurfa núna um helgina. Hins vegar hafi orðið fullt í þeim híbýlum sem Farsóttarhúsin hafi yfir að ráða undanfarna daga og erfitt sé að skipuleggja fram í tímann hversu mörg rými þarf að hafa til reiðu. „Eins og staðan er núna [í gær- kvöldi] er ég með 20 pláss laus en það er fljótt að fara. Af þeim sökum höfum við tryggt okkur aðgang að Hótel Stormi þar sem við höfum pláss fyrir áttatíu," segir Gylfi Þór. „Álagið á Landspítalanum er mikið og af þeim sökum höfum við verið að taka við framlínustarfsmönnum sem þurfa að fara í einangrun. Þá er stöð- ugur fjöldi af ferðamönnum að koma hingað," segir Gylfi Þór enn fremur. „Það sem er kannski verst núna er að það er erfitt að hafa yfirsýn yfir það hversu mörgum ferðamönnum við þurfum að taka við á hverjum tímapunkti. Að mínu mati þarf að fara að taka einhverja ákvörðun um hvernig eigi að hafa þetta til lengri tíma litið,“ bætir Gylfi Þór við. ■ Verður að finna lausn til framtíðar Gylfi Þór Þorsteins- son, forstöðumað- ur farsóttarhúss Rauða krossins Foss hóteli. hjorvaro@frettabladid.is UMFERÐ Þung umferð var út úr höfuðborginni í gær. Á Norðurlandi vestra stigu lög- reglumenn úr þyrlu Landhelgis- gæslunnar við umferðareftirlit nærri Blönduósi. Þar voru ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur. Lögreglan á Akureyri sagði umferðina þunga í kringum bæinn. Klukkan 14.00 í gær höfðu 25 verið stöðvaðir þar fyrir of hraðan akstur síðasta sólarhringinn. Um klukkan 20.30 höfðu svo fjórir verið stöðvaðir frá því klukkan 14.00. Umferðin hafi þó heilt yfir gengið vel og engin umferðarslys orðið. ■ Óvænt hraðaeftirlit af himnum ofan Hraðinn mældur skammt frá Blönduósi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.