Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 4
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 Ný bylgja kórónaveiru­ faraldursins hefur ekki haft veruleg áhrif á ferðamannastrauminn til Íslands en það gæti breyst eftir helgi þegar Ísland kemst á rauðan lista. Framkvæmdastjóri hótelkeðj­ unnar Íslandshótela sem rekur 17 hótel segir aðeins hafa hægst á bók­ unum fram í tímann en það sé enn sem komið er lítið um afbókanir. Þar sem smitum hefur fjölgað tals­ vert á undanförnum dögum verður Ísland rautt á korti Sóttvarnastofn­ unar Evrópu, ECDC, óháð því hversu mörg smit greinast á næstu dögum. „Í stóru myndinni höfum við ekki fundið fyrir miklum áhrifum. Það er ein bókun í tengslum við kvik­ myndaverkefni úti á landi sem er í skoðun. Fólk er að hringja, spyrja spurninga og velta þessu fyrir sér, sérstaklega með stærri pantanirnar,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, fram­ kvæmdastjóri Íslandshótela, spurður hvort afbókanir séu farnar að hrann­ ast inn á borð Íslandshótela. „Það hefur kannski aðeins hægst á bókunum fram í tímann en það er ekki mikið um afbókanir,“ segir Davíð sem á þó von á því að hlut­ irnir gætu breyst á næstu dögum þegar Ísland fer á rauðan lista ECDC. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur sömu sögu að segja, ekki sé mikið um af bók­ anir en að það geti breyst á næstu dögum. „Það er ekki að greina að nýjustu aðgerðirnar séu að hafa áhrif á ferðamannastrauminn. Í gær kom í ljós að Ísland fer á rauðan lista og það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur,“ segir Skarphéðinn Berg, aðspurður um áhrif faraldursins á ferðamannastrauminn hingað til lands. ■ Segja lítið um afbókanir ennþá þótt sprenging sé í smitum Ferðamönnum hefur fjölgað veru- lega í sumar. 61% 62% 60% 28% 77% 20% 20% 7% 11% 18% 3% 19% 47% 11% 14% 6% 6% 11% 8% 11% 0% 20% 40% 60% 80% 100% Launþegi í fullu starfi Launþegi í hlutastarfi Atvinnu- rekandi/ Sjálfstætt starfandi Í námi Á eftir- launum ✿ Með hvaða flugfélagi er líklegast að þú fljúgir í ár? 0% 20% 40% 60% 80% 100% 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 65 ára og eldri ■ Icelandair ■ Play ■ Wizz ■ Annað 48% 52% 58% 66% 67% 70% 45% 25% 8% 10% 25% 8% 10% 11% 10% 14% 11% 10% 6% 9% 16% 10% 7% Þeir Íslendingar sem hyggja á utanferðir á árinu telja lík­ legast að Icelandair verði fyrir valinu til að koma þeim á áfangastað. Val á flugfélögum breytist þó með aldrinum og Play er vinsælla meðal yngri kynslóðarinnar. adalheidur@frettabladid.is FERÐALÖG Rúm sextíu prósent þeirra sem hyggja á utanferðir á árinu segja líklegast að þau f ljúgi með Icelandair. Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Rúm tuttugu prósent telja flug með Play líklegra. Þá nefndu 7,6 prósent flugfélagið Wizz og 11,6 prósent nefndu önnur f lugfélög. Spurt var: Með hvaða flugfélagi er líklegast að þú fljúgir til útlanda á árinu? Athygli vekur að námsmenn hafa allt aðra sýn á flugfélögin en aðrir, en 57 prósent þeirra velja Play en aðeins 28 prósent Icelandair. Ellefu prósent þeirra velja Wizz og fjórtán prósent önnur flugfélög. Könnunin sýnir einnig nokkuð skýran mun á vali fólks eftir aldri. Yngsti aldurshópurinn skiptist jafnt í tvö lið, 48 prósent segjast lík­ lega munu f ljúga með Icelandair og 45 prósent með Play. Hjá elsta hópnum hefur Icelandair hins vegar yfirburði með 70 prósent. Aldurs­ hópurinn velur Play aðeins í tíu prósentum tilvika. „Það má álykta að námsmenn séu líklegri til að reyna að velja ódýrt þar sem oftast er um að ræða fólk sem hefur minna á milli handanna og hefur því minni forsendur til að velja út frá öðru en verði,“ segir Isa­ bel Al ej andra Díaz, forseti Stúdenta­ ráðs Háskóla Íslands. Hún segir hins vegar að stúdentar séu eðli málsins samkvæmt yfir­ leitt vel upplýst fólk og reyni líka að velja skynsamlega og taka prinsipp­ afstöðu sem neytendur. Námsmenn líklegastir til að velja Play ■ Icelandair ■ Play ■ Wizz ■ Annað flugfélag 60,1% 20,6% 7,6% 11,6% Það má álykta að námsmenn séu líklegri til að reyna að velja ódýrt þar sem oftast er um að ræða fólk sem hefur minna á milli handanna og hefur því minni forsendur til að velja út frá öðru en verði. Isa bel Al ej andra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Þótt það sé auðvitað gott að ungt fólk hafi valkost við að ferðast, tel ég einnig mikilvægt, án þess að tala fyrir alla stúdenta, að líta til þess á hvaða forsendum flugfélög og fyrir­ tæki eru rekin.“ S t j ó r n m á l a s k o ð a n i r h a f a almennt ekki afgerandi áhrif á val fólks á f lugfélögum og kjósendur flestra flokka velja Icelandair yfir­ leitt í 55 til 70 prósentum tilvika en Play í 20 til 30 prósentum til­ vika. Samfylkingin sker sig þó úr en aðeins þrettán prósent kjósenda flokksins telja líklegt að þau fljúgi með Play. ■ hjorvaro@frettabladid.is ELDGOS Líklegt er að einhverjir noti helgina til þess að skoða gosstöðv­ arnar í Geldingadölum. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla­ fræði, segir bestu gönguleiðina þangað hvað útsýni varðar vera að Langahrygg og Stóra­Hrút. „Virkni gossins hefur haldist svipuð síðustu daga en hún liggur niðri á um það bil sex til þrett­ án klukkutíma fresti og svo gýs í svona á bilinu níu til nítján klukku­ tíma. Það tekur svona þrjá til fjóra klukkutíma fyrir gígana að fyllast og eftir það er svo mesta sjónar­ spilið,“ segir Þorvaldur. „Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk en mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið,“ bætir Þor­ valdur við. Í hægviðri getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðv­ arnar. Þá þarf fólk að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan. ■ Besta útsýnið er frá Langahrygg Göngufólk á Langahrygg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Allir 4 Fréttir 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.