Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 8
Í LOFTINU
Sækja frá
SÆKTU NÝJA APPIÐ!
LAUGARDAGA 16:00-18:30
VEISTU HVER ÉG VAR?
urduryrr@frettabladid.is
Borgarbúar voru í óðaönn að
undirbúa sig fyrir óhefðbundna
verslunarmannahelgi í gær, annað
árið í röð. Þótt útihátíðir hafi verið
blásnar af ruku tjöld og annar úti-
legubúnaður úr hillum verslana eins
og heitar lummur og harðfiskurinn
sömuleiðis.
Fréttablaðið hitti fólk sem var
að sækja sér vistir í verslunarleið-
öngrum víðs vegar um borgina í
gær og spurði hvernig þessi óvenju-
lega verslunarmannahelgi legðist í
það. n
Flestir ætla að elta stemninguna
Birgitta Inga, kölluð Bitta
„Bara vel! Systir mín á afmæli. Við ætluðum að fara
norður en svo hættum við bara við. Aðallega af því við
fundum ekki bíl. Nennti ekki að húkka.“
Rakel Gróa og Arnór Rafn
„Bara mjög vel! Við höfðum planað að fara á Þjóðhátíð en ákváðum að skipta
um stefnu og fara á Laugarvatn í sumarbústað og við erum bara ánægð með
þetta. Við erum að elta vinina og stemninguna og vera skynsöm líka.“
Kristófer Daði
„Ég veit það ekki alveg, ég átti að vera í Eyjum. Ætli hún
leggist ekki vel í mig bara. Við erum að fara í útilegu í Hval-
firðinum, veit ekki meir. Það á bara eftir að koma í ljós.“
Bríet Mörk
„Það er bara mjög
óljóst, þannig að ég
er bara róleg fyrir
helginni. Enda var ég
ekki að stefna á að
fara á Þjóðhátíð eða
neitt þannig. Þetta eru
ekkert vonbrigði. En
ég held að ég reyni að
gera eitthvað svona
áður en ég fer að vinna
aftur, spurning hvað
það er, það er ekkert
planað.“
Það var nóg að
gera í Bónus í
Skeifunni um
hálffimmleytið
í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ÓTTAR
8 Fréttir 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ