Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 18

Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 18
Ekki bara deyr pabbi minn, heldur sviptir hann sig lífi. Það er rosalegt áfall og ég lendi í því að ég finn hann. Ég fann pabba. 18 Helgin 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Róbert Gíslason kom að föður sínum, Gísla Rúnari Jónssyni, látnum fyrir ári. Hann var lengi í sprengju- losti en lokar nú erfiðasta ári lífs síns, eftir fall og upprisu, með tilfinningalegu uppgjöri í laginu Gat ekki meira, þar sem hann biður um skilning fyrir pabba sinn. Pabbi dó fyrir akkúrat ári síðan á fimmtudaginn, 28. júlí 2020, og ég átti versta dag lífs míns,“ segir Róbert Gíslason, tónlist- armaðurinn Royal, sem lagði erf- iðasta ár sem hann hefur upplifað að baki á fimmtudaginn með útgáfu lagsins Gat ekki meira. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er klárlega búið að vera erfiðasta árið sem ég hef upp- lifað hingað til,“ segir Róbert sem hafði þó marga fjöruna sopið áður en hann fann föður sinn látinn og meðal annars glímt við álíka mein og drógu föður hans að lokum til dauða. Í sprengjulosti „Þennan dag hrundi ekki bara heimurinn minn gersamlega. Heldur hrundi bara allur heimur- inn á svo óhuggulegan hátt að það eigin lega bara … ég get ekki alveg lýst því,“ heldur Róbert áfram eftir stutt hik. „Allt gjörsamlega bara hrundi og ég fann fyrir mikilli breytingu, einhvern veginn, bara á því hvernig ég upplifði allt. Ég var í sjokki bara. Ég var eins og í sprengjulosti að því leyti að skelin mín var svoleiðis hrist og allt inni í henni í henglum. Ég held að kannski svona fyrstu fjóra mánuðina hafi ég bara verið í „shell shock“ eins og hermenn lýsa. Þótt maður beri þetta ekkert saman. Ég hef aldrei verið í neinu stríði,“ segir Róbert. „Óhuggulegast finnst mér að ég gerði mér í rauninni ekkert grein fyrir hvað ég var virkilega hristur. Ég var eiginlega bara sannfærður um að ég væri að höndla þetta mjög vel og fékk svona einhverja ábyrgðar- tilfinningu,“ segir Róbert sem ein- hvern veginn beit það í sig að hann yrði að höndla áfallið vel. „Ég veit ekki af hverju en mér fannst að ég ætti sko að taka vel á þessu og vera til staðar fyrir fjöl- skylduna mína og hitt og þetta. Ég hélt að þetta sjokkástand væri varanleg breyting á mér. Þetta væri bara nýi ég. Ég fann fyrir sam- kenndarleysi og óhuggulega miklu skilningsleysi gagnvart öllum. Þar kemur líka sjálfsvorkunnin inn og alls konar. Mikil reiði, gremja og alls konar þungar, miklar og drama- tískar tilfinningar.“ Gat ekki meira Róbert var enn í áfalli þegar lagið Gat ekki meira, sem hann gaf út á dánardegi pabba síns, kom ein- hvern veginn til hans tveimur mán- uðum eftir að Gísli Rúnar lést. Hann segir síðan vinnuna við það hafa hjálpað honum mikið að vinna úr áfallinu og sorginni. „Ég hef náttúrlega alltaf notað listina til að takast á við lífið og lagið hjálpaði mér mikið. Algjörlega og mér fannst einhvern veginn alveg skýrt að þetta kom bara til mín eins og upp úr þurru. Ég veit ekki hvað ég á að kalla það, skilaboð, orku eða hvað sem það var,“ segir Róbert og leggur áherslu á að þetta sé eitthvað sem hann sé vanur. „Ég er búinn að vera að búa til og semja tónlist og texta síðan ég var allavegana 14 eða 15 ára gamall og þetta hefur ekki gerst svona áður. Sérstaklega vegna þess að ég var svo sannarlega ekki fær um að vinna neitt skapandi á þessum tíma. En þetta kom bara einn góðan veður- dag.“ Biður um skilning Róbert segist dálítið vera að tala við pabba sinn í fyrra versi lagsins en í því seinna hafi hann viljað Heimurinn hrundi á svo óhuggulegan hátt Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is reyna að gefa látnum föður sínum rödd. „Seinna versið er í rauninni bara ákall um að honum sé sýndur skilningur. Skilningur sem mér finnst skorta óhuggulega í öllum samfélögum. Bæði hérna og úti í heimi er mikið um fordóma og fáfræði og þessir fordómar eru meiðandi. Skilningurinn er bara einhvern veginn rosalega lítill og ég skil það svo sem alveg en það breytir því ekki að ég upplifi þetta mikið.“ Róbert segist aðspurður eiga við fordóma gagnvart bæði sjálfsvígum og í garð þeirra sem kljást við and- leg veikindi. „Og yfirhöfuð gagn- vart raunveruleika þeirra sem eru að berjast við til dæmis geðhvörf, kvíða eða alkóhólisma, eins og pabbi var að berjast við alla sína ævi.“ Lamandi kvíði Róberti finnst hann hafa öðlast mikinn skilning á aðstæðum fólks sem líður slíkar þjáningar innra með sér að það sjái enga aðra leið færa en að gefast endanlega upp. Hann hafi hins vegar ekki byrjað að skilja fyrr en hann fékk að kynnast þessu á eigin skinni. Hann hafi þjáðst af miklum kvíða frá því hann var barn. „En hann varð mjög alvarlegur miklu síðar. Til dæmis þegar ég fór að fikta við fíkniefni og tók mínar dýfur sem hafa svo sannarlega ekki hjálpað með kvíðann. Margt líkt með skyldum Þá fékk ég líka einhvern veginn töluvert meiri skilning fyrir pabba. Bara hvernig karakter hann var og hvernig honum leið. Ég fór líka að Róbert er slá- andi líkur föður sínum. Ekki aðeins í fasi þar sem hann hefur glímt við mildari útgáfur þeirra innri djöfla sem að lokum lögðu Gísla Rúnar að velli. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR skilja hann betur vegna þess að við vorum svo ótrúlega líkir um margt fleira en bara andlitið sem ég geng með,“ segir Róbert sem er í raun svo sláandi líkur pabba sínum að stund- um er eins og maður sitji beinlínis á móti ungum kaffibrúsakallinum. „Ég finn það alveg og það fer ekk- ert milli mála að ég hef fengið smjör- þefinn af f lestu sem var að hrjá hann. Áráttu- og þráhyggjuröskun og hitt og þetta en það fer heldur ekkert milli mála að ég er samt ekki að díla við helminginn af því sem hann var að berjast við.“ Róbert segist þannig hafa fengið ýmislegt í föðurarf, slæmt og gott, en það góða vegi miklu þyngra. „Algjörlega. Ég hef fengið mikið af guðsgjöfum frá honum og hef getað notfært mér í listum sem er æðis- legt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.