Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 27
LÍFEINDAFRÆÐINGUR / LÍFFRÆÐINGUR óskast til starfa LYRA er öflugt þekkingarfyrirtæki. Starfsemi LYRU felur í sér sérhæfða þjónustu við rannsóknastofur á heilbrigðissviði. Helstu verkefni og ábyrgð: • Applications – uppsetning, kennsla og þjónusta á greiningartækjum og efnagreiningarþáttum. • Námskeiðahald og kennsla. • Samskipti við viðskiptavini. • Öryggismál - Safety officer. • Svara verðfyrirspurnum. • Samskipti við erlenda birgja. • Útboðsvinna. Menntunar- og hæfniskröfur: • Lífeindafræðingur, líffræðingur eða önnur sambærileg menntun. • Reynsla af rannsóknastörfum er skilyrði. • Góð tölvukunnátta. • Góð enskukunnátta • Góð skipulagshæfni • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsumgjörð: • Starfshlutfall er 100% og þarf umsækjandi að geta hafið störf fyrir 1.12.2021 • Laun eru samkvæmt samkomulagi. • Sveigjanlegur vinnutími. • Frábært vinnuumhverfi. • Góð vinnuaðstaða. Umsóknarfrestur er til og með 16.8.2021 Umsókn, ásamt ferilskrá sendist framkvæmdastjóra, netfang: lyra@lyra.is. Öllum umsóknum verður svarað. LYRA ehf. Hádegismóum 4 110 Reykjavík www.lyra.is FORSTÖÐUMAÐUR SÖLUDEILDAR Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum aðila til að leiða sölustarf Póstsins. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu í því að leiða söluteymi, geti sýnt fram á árangur í fyrri störfum og hafi sterka sýn á sóknardrifið sölustarf og uppbyggingu viðskiptasambanda. Það eru spennandi verkefni framundan og viðkomandi mun starfa þétt með sterku teymi þvert á fyrirtækið. Viðkomandi kemur að mörgum fjölbreyttum verkefnum innan Póstsins, allt frá þátttöku í markaðssókn að stefnumótun og sóknarstarfi. Helstu verkefni og ábyrgð – Ábyrgð og gerð sölu- og tekjuáætlana – Greining markaðstækifæra og sóknarverkefna – Tilboðs- og samningagerð, sókn og viðhald viðskiptasambanda innanlands og utan – Þátttaka í stefnumótun Póstsins á sviði þjónustu og markaða – Framsetning og kynning á árangri og markmiðum – Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af sölustjórn – Greiningarhæfni og góð íslensku- og enskukunnátta Umóknarfrestur er til og með 15. ágúst. Sótt er um starfið á umsóknarvef Póstsins, www.posturinn.is/atvinna. Öllum umsækjendum er svarað og farið með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða osks@postur.is Hjá Póstinum starfar lausnamiðað keppnisfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum hvað varðar öflugar dreifingarlausnir sem standast kröfur viðskiptavina. Hjá okkur er áhersla á að móta sjálfbæra leiðtogamenningu þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi eru í forgrunni. Við erum með Jafnlaunavottun og leggjum áherslu á samfélagslega ábyrgð. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.