Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 34
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Viktor Örn Andrésson og
Hinrik Örn Lárusson eru
meðal fremstu matreiðslu-
manna þjóðarinnar og báðir
margverðlaunaðir. Það má
segja að samstarf þeirra hafi
hafist í Bocuse d’Or árið 2017
þar sem Viktor hreppti 3.
sætið í þessari virtustu mat-
reiðslukeppni heims og Hin-
rik var honum til aðstoðar,
halds og trausts.
Viktor Örn og Hinrik eiga og reka
Sælkerabúðina og Lux veitingar
þar sem þeir framreiða girnilega
rétti bæði fyrir heimili, veislur og
veiðimenn í veiðihúsum landsins.
Á dögunum gáfu þeir út grillbók
sem ber heitið Grill og hafa viðtök-
ur verið góðar. „Nú er liðið rúmt ár
síðan við opnuðum Sælkerabúðina
og við höfum á þeim tíma veitt
fjölmörgum góð grillráð en nær
allir sem kaupa hjá okkur á grillið
vilja vita hvernig við myndum
matreiða viðkomandi hráefni. Það
var því nær samstundis sem við
sögðum hvor við annan að auð-
vitað ættum við að skrifa grillbók
og hafa í henni öll okkar góðu ráð
og fjölbreyttar uppskriftir að bæði
kjöti, grænmeti og fiski,“ segja þeir
Hinrik og Viktor sem hafa notið
þess að vinna að bókinni saman.
Fjölbreytnin höfð að leiðarljósi
Þegar bók er sett saman er ávallt
ákveðin grunnhugmynd að upp-
setningunni og hvaða áherslur eru
hafðar að leiðarljósi.
Hvernig myndu þið lýsa inni-
haldi bókarinnar, eru þetta upp-
skriftir og ráð?
„Við myndum segja að fjöl-
breytnin sé höfð að leiðarljósi
í bókinni. Við leggjum mikla
áherslu á gott hráefni, fjölbreytta
grænmetisrétti sem hægt er að
bera fram bæði sem aðalrétt og
sem meðlæti og svo að sjálfsögðu
geggjaðar steikur. Við erum einn-
ig með villibráð, fisk og skelfisk,
kafla um útileguna og öll okkar
ráð í bókinni. Við segjum frá helstu
grill- og eldunaraðferðum sem gott
er að hafa á hreinu þegar vel á að
takast til á grillinu.“
Allar uppskriftirnar í bókinni
eru frá þeim félögum. „Viðskipta-
vinir Sælkerabúðarinnar munu
kannast við margt sem slegið hefur
í gegn hjá okkur en svo er fjölmargt
sem er bæði nýtt sem og sígilt og
gott sem alltaf á við.“
Fullkomlega elduð steik
og rauðvín í uppáhaldi
Þegar kemur að því að fá þá Hinrik
og Viktor til að ljóstra upp hvaða
réttir séu í uppáhaldi hjá þeim
þegar góða matarveislu gjöra skal
stendur ekki á svörum.
„Við eigum báðir mjög erfitt að
segja nei við fullkomlega eldaðri
steik og góðu rauðvíni með.“
Eigið þið góð ráð fyrir sælkera
landsins fyrir grillsumarið mikla?
„Við hvetjum alla til að prófa sig
áfram í eldamennskunni og hafa
í huga að veður er bara hugar-
ástand. Það er alltaf hægt að grilla
og Íslendingar hafa fyrir löngu
sýnt að þeir eru tilbúnir að láta
sig hafa ýmislegt til að framreiða
góðan grillmat enda grilla þeir
bæði í frosti og sumaryl.“
Hvað með grillin, hvort mælið
þið með kolagrilli eða gasgrilli?
„Ætli við segjum ekki bæði?
Kolagrillin hafa mikinn sjarma og
ljá matnum einstakt grillbragð en
gasgrillin eru hentug þegar tími til
undirbúnings er minni.“
Í Sælkerabúðinni eru mat-
reiðslumeistararnir ávallt reiðu-
búnir til þjónustu og að veita
viðskiptavinum sínum aðstoð við
eldamennskuna og leiðbeina eftir
bestu getu. Þar starfar hópur mat-
reiðslumanna sem leggja metnað
Ómótstæðilegir grillréttir fyrir helgina
Matreiðslu-
mennirnir
Viktor Örn Andr-
ésson og Hinrik
Örn Lárusson
gefa lesendum
hér spennandi
uppskriftir
fyrir verslunar-
mannahelgina.
MYNDIR/HEIÐDÍS
GUÐBJÖRG GUNN-
ARSDÓTTIR
Blaðkálssalat með mandarínu-
vínegrettu og hunangsristuðum
kasjúhnetum.
Nauta-tomahawk með chimichurri.
sinn í að gera allt það besta svo
matarupplifunin verði hin besta.
Þar er einnig hægt að fá bókina
þeirra Grill og njóta visku þeirra
og ráða.
Hér kemur sælkerauppskrift um
verslunarmannahelgina fyrir grill
frá þeim félögum sem á pottþétt
eftir að slá í gegn.
Nauta-tomahawk með
chimichurri
1 tomahawksteik, um 800–1.000 g
Salt
Pipar
Olía
Smjör
200 g chimichurri (sjá eftirfarandi
uppskrift)
Hér notum við lághitaaðferðina
því hún hentar vel fyrir stórar
steikur. Stillið ofninn á 50–55°C
blástur. Setjið steikina í eldfast
mót og veltið upp úr olíu. Athugið
að salta alls ekki áður en steikin er
elduð. Setjið nokkrar smjörklípur
ofan á steikina og setjið hana síðan
inn í ofninn. Miðið við 90 mínútna
eldunartíma fyrir hvert kíló af
kjöti. Þegar tíminn er hálfnaður er
gott að snúa steikinni við og velta
henni upp úr olíunni og smjörinu
sem hefur bráðnað í eldfasta
mótinu og elda áfram.
Hitið svo grillið vel og saltið
steikina.
Grillið steikina í um 3-4 mínútur
á hvorri hlið. Takið steikina af
grillinu og leyfið henni að hvíla í
5-6 mínútur.
Setjið svo steikina aftur í ofninn
á 180°C í 6 mínútur og leyfið henni
að hvíla í 5 mínútur áður en hún
er skorin og borin fram. Berið
steikina fram með chimichurri og
grófu salti.
Chimichurri
Eitt búnt fersk steinselja, hreinsið
stilkana frá
Eitt búnt ferskt kóríander, hreinsið
stilkana frá
50 ml ólífuolía eða meira ef þarf
2 stk. rauður chili-pipar
½ tsk. gróft sjávarsalt
Safi úr ½ sítrónu
2-3 stk. hvítlauksgeirar
Saxið fínt steinselju, kóríander,
chili og hvítlauk. Setjið síðan
hráefnin, eitt í einu, í mortél og
blandið vel saman áður en þið
bætið næsta hráefni við til að ná
að brjóta það vel niður. Bætið
ólífuolíu, sítrónusafa og salti
saman við og hrærið vel. Uppruna-
lega aðferðin við að gera chimi-
churri er að vinna það vel saman
með mortéli. En einnig er hægt að
auðvelda sér lífið og nota blandara
eða matvinnsluvél.
Blaðkálssalat með
mandarínu-vínegrettu
og hunangsristuðum
kasjúhnetum
Blaðkál
3 blaðkál (bok choy)
2 mandarínur
Olía
Salt eftir smekk
Skerið blaðkál til helminga og
dreifið olíu og salti yfir. Grillið á
heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri
hlið. Takið börkinn af mandar-
ínunum og skerið þær í báta. Berið
fram á fallegu fati. Setjið blaðkál
fyrst, stráið kasjúhnetum yfir
og dreifið að lokum mandarínu-
vínegrettunni yfir (sjá uppskriftir
fyrir neðan).
Mandarínu-vínegretta
½ bolli mandarínusafi
2 msk. eplaedik
2 tsk. hunang
1 búnt saxað kóríander
Salt eftir smekk
Setjið eplaedik og hunang í pott
og hitið til að leysa upp hun-
angið. Blandið mandarínusafa
og kóríander saman við og kælið.
Smakkið til með salti.
Sykraðar kasjúhnetur
100 g kasjúhnetur
3 msk. púðursykur
1 tsk. vatn
Þurrristið kasjúhnetur á pönnu
eða í ofni við 180°C í 8 mínútur eða
þar til þær eru gullinbrúnar. Setjið
púðursykur í pott með teskeið af
vatni, hitið og bætið kasjúhnet-
unum út í. Veltið hnetunum
með skeið í pottinum, setjið á
smjörpappír og látið kólna. ■
Það er alltaf hægt
að grilla og Íslend-
ingar hafa fyrir löngu
sýnt að þeir eru tilbúnir
að láta sig hafa ýmislegt
til að framreiða góðan
grillmat enda grilla þeir
bæði í frosti og sumar yl.
Viktor Örn.
6 kynningarblað A L LT 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR