Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 44

Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 44
Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Merkisatburðir Börn frá sjö til þrettán ára eiga kost á ókeypis námskeiðum í ritlist í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi í sumar. Kennari er Markús Már Efraím rithöfundur. gun@frettabladid.is „Þátttaka barna í dýrum frístundum er minni í Breiðholti en í öðrum hverfum og þar er hátt hlutfall barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli,“ segir Markús Már Efraím, sem kennir börn- um skapandi skrif í Gerðubergi í sumar á vegum Fjölskyldumiðstöðvarinnar og f leiri. Hann segir börnin skrifa allt á íslensku á námskeiðinu, þó ekki af því að hann neyði þau til þess. „Ég ætti samt erfitt með að hjálpa þeim með annað tungumál, nema ensku. Þau hafa hingað til unnið á íslensku, ég tala við þau íslensku og reyni að auka orðaforða þeirra. Því þó börn tali skýrt og skilji margt vantar stundum ákveðna dýpt í málið. Ritlist er góð leið til að bæta úr því.“ Markús Már kveðst hafa námskeiðið frjálslegt. „Ég hef lengi hjálpað börnum og veit að maður verður að spila eftir eyranu. Er með góða aðstöðu í Fjöl- skyldumiðstöðinni í Gerðubergi og við förum á bókasafnið og í Okið sem er skapandi rými fyrir börn. Líka á úti- leiksvæðin í kring og niður að Elliðaám. Ég vil leyfa börnunum að hreyfa sig og taka inn umhverfishljóð og lykt. Það dýpkar það sem þau skrifa ef þau nota öll skilningarvitin. Á þessu námskeiði blanda ég líka ljósmyndun inn í. Er með þrjár Polaroid-vélar sem framkalla jafn- óðum og börnin skiptast á að nota þær. Þeim finnst spennandi að para saman mynd og sögu. Ýmist smella þau af ein- hverju sem þau sjá úti við og skrifa um það á eftir eða þau mæta með mótaða hugmynd og leita svo að myndefni sem passar við.“ Hann er spurður hvort börnin megi vera með síma í tímum. „Ég er afslapp- aður kennari og sit við sama borð og börnin, ef þau eiga að skrifa er mikilvægt að þau nái að opna fyrir tjáninguna. Allt eru þetta flottir krakkar og ég hef aldrei þurft að biðja neinn að setja niður sím- ann. Þeir hafa bara svo gaman af því sem er í gangi.“ Markús segir hvert námskeið standa í viku. „Það er eiginlega hámarkstala svo allir fái þá aðstoð sem þeir þurfa,“ segir hann og upplýsir að enn séu laus pláss fyrstu vikurnar í ágúst. „Ég tel að öll börn þurfi aðgengi að frístundastarfi, óháð uppruna og félagslegri stöðu for- eldra.“ ■ Mikilvægt að börn nái að opna fyrir tjáninguna Markús Már vekur áhuga barna á lestri og ritlist á námskeiðunum og styður við íslenskunám þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er gaman að skreppa niður að Elliðaánum á góðum degi. MYND/AÐSEND Ég vil leyfa börnunum að hreyfa sig og taka inn umhverfishljóð og lykt. Það dýpkar það sem þau skrifa ef þau nota öll skilningarvitin. 1224 Eiríkur hinn smámælti og halti er krýndur konungur Svíþjóðar. 1927 Erlingur Pálsson sundkappi syndir úr Drangey til lands, svokallað Grettis- sund. Ekki er vitað til að nokkur maður hafi leikið þetta eftir Gretti fyrr. Sund hans tekur fjórar klukkustundir og tuttugu og fimm mínútur. 1948 Fossvogskirkja í Reykjavík er vígð. 1971 Áhöfn Appollo 15 prófar í fyrsta sinn tunglbifreið á mánanum. 1991 Börn náttúrunnar, kvik- mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar er frumsýnd í Stjörnubíói. 2009 Seint um kvöld er allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna á Vatnsstíg 4. 28 Tímamót 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.