Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 45

Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 45
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Vigdís Þorsteinsdóttir Lækjargötu 10, Hvammstanga, andaðist laugardaginn 24. júlí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga. Guðrún Þ. Guðmundsdóttir Árni Björn Ingvarsson Kristín H. Guðmundsdóttir Birgir Ævar Einarsson Garðar Þ. Guðmundsson Róberta Gunnþórsdóttir Edda Heiða Guðmundsdóttir Inga M. Guðmundsdóttir Elvar Hallgrímsson Anna M. Guðmundsdóttir Þór Oddsson Davíð E. Guðmundsson Auður S. Jónsdóttir Elinbjörg Kristjánsdóttir Kristín Einarsdóttir og ömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Stefán Már Ingólfsson kennari, lést aðfaranótt fimmtudagsins 29. júlí á Hjúkrunarheimilinu Eir. Maríanna Elísa Franzdóttir Helga María Stefánsdóttir Edda Stefanía Levy Stefán Már Levy Helguson Ástvaldur Þór Levy Helguson Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Elín Hjálmsdóttir lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 20. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 4. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Guðbjörg Hjálmsdóttir Guðrún María Hjálmsdóttir Ólafína Hjálmsdóttir Guðmundur H. Sigmundsson systkinabörn og fjölskyldur. Gunnar Jónas Jónsson lést 30. maí síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vandamenn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Flosa Gunnars Valdimarssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- deildar Landspítalans fyrir alúð og umhyggju. Anna Gísladóttir Mjöll Flosadóttir Þórir Haraldsson Kjartan Flosason Kristín Eggertsdóttir Eybjörg Drífa Flosadóttir Svanur Þór Karlsson Nanna Sjöfn Pétursdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Björgvin Sigurður Sveinsson Brekkubæ, Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 13. Vigfús Jón Björgvinsson Kristín Ósk Kristinsdóttir Eðvarð Björgvinsson Ásta Lunddal Friðriksdóttir Guðný Björgvinsdóttir Ingibjörg E. Björgvinsdóttir Björgvin Hólm Björgvinsson Ágústa Hauksdóttir Ásbjörg Björgvinsdóttir Jón Þórðarson barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Óskar Guðmundsson fyrrum deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur, áður til heimilis að Vallartröð 6 í Kópavogi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun. Guðrún H. Bjarnadóttir Edward Kiernan Sigríður Jónsdóttir Halldór Sigurþórsson Jón Óskar Jónsson Jóhanna Margrét Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Þorvarðardóttir Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 18. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Elíasson Steinunn Jónsdóttir Þorvarður Sigurður Jónsson Tinna Rut Njálsdóttir og ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Philippe Ricart lést á Landspítalanum 26. júlí. Jóhanna Hálfdánsdóttir Martha Ricart Andri Júlíusson Finnur, Alda og Elmar Elsku sonur minn, faðir, bróðir og mágur, Rúnar Ragnarsson Sléttahrauni 17, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Ása Hjálmarsdóttir Ragnar C. Rúnarsson Aðalbjörg Ragnarsdóttir Konráð Ragnarsson Sonja Garðarsdóttir Lúðvík S. Georgsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Theodór Magnússon – Teddi myndhöggvari og fyrrv. brunavörður, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. júlí. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 5. ágúst klukkan 13. Gestir velkomnir innan gildandi samkomutakmarkana. Ársæll Magnússon Analisa Montecello Dóra Magnúsdóttir Guðmundur Jón Guðjónsson Andri, Atli, Kári, Daði, Lilja, Lára Guðbjörg, Theodór og Hjalti Þó að fjölmenn mannamót falli niður um helgina í ár er smáhá- tíðin Nábrókin haldin í Trékyllis- vík eins og strandir.is greinir frá og Melasystirin Ellen staðfestir. gun@frettabladid.is „Við komum hátíðinni á koppinn að svo miklu leyti sem við gátum innan leyfilegra marka. En ballið í kvöld er út úr myndinni,“ segir Ellen Björg Björns- dóttir, ein þriggja Melasystra sem árlega hafa haldið samkomur í Trékyllisvík um verslunarmannahelgar síðan 2013. Hinar systurnar heita Þorgerður og Árný en hátíðin nefnist Nábrókin og vísar í galdrasögu svæðisins. „Við systur vorum með tónleika í gær- kveldi og nokkrir fleiri stigu á svið,“ lýsir Ellen. „Við gerðum það líka í fyrra, þá komu alls konar lokanir til skjalanna á fimmtudeginum en við færðum tónleik- ana inn í fjárhús á Melum, náðum að stía fólkið og töldum inn og sami háttur var hafður á nú. Þá máttu vera 100 manns með tveggja metra millibili en nú 200 með einn metra á milli. Reyndar voru fimmtán ára og yngri undanþegin regl- unum í fyrra en nú sex ára og yngri.“ Þær systur búa að reynslu af því að stía lambfé í fjárhúsunum og léku sér að því að merkja stíurnar bæjum í hreppnum. „Við ýttum við fólki og báðum það að giska á mannfjöldatölur frá hverjum bæ svo við gætum miðað stíurnar við þær. Það bókuðu sig yfir sjötíu manns og við skildum líka hólf eftir fyrir þá sem ekki létu vita af sér. Það kemur sér vel að fjár- húsin á Melum eru frekar stór.“ Ellen er ánægð með að í ár er hægt að halda drulluboltann en hann féll niður í fyrra. „Það verða bara fimm, sex lið núna og hafa aldrei verið jafn fá. En það er gott. Boltinn verður klukkan 13 í dag í Arnarbæli, gömlu túni sem við erum hætt að nota. Þar er alvöru mýri frá náttúrunnar hendi og við tættum hana upp fyrir nokkrum dögum því hún grær aðeins milli ára.“ Þó ballið í kvöld falli niður segir Ellen brekkusöng koma í staðinn þar sem Ragnar Torfason, frændi þeirra systra, verði með gítarinn. Titill Ellenar í símaskránni er smali en aðspurð kveðst hún að aðalstarfi vera forstöðukona í íbúðakjarna fyrir fatlaða í borginni. Nú er hún í sumar- fríi og taugin römm sem dregur hana í sveitina. ■ Með drullubolta og brekkusöng Melasystur, þær Árný, Þorgerður og Ellen Björnsdætur, eru driffjaðrirnar bak við smá- hátíðina í Trékyllisvík. MYND/AÐSEND Við skildum líka hólf eftir fyrir þá sem ekki létu vita af sér. Það kemur sér vel að fjárhúsin á Melum eru frekar stór. FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 31. júlí 2021 Tímamót 29

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.