Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 56

Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 56
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Frægasta fjölskyldudrama í Íslendingasögum er hjónaband þotufólksins Gunnars á Hlíðar­ enda og Hallgerðar langbrókar Höskulds dóttur. Þau hittust á Þingvöllum og ákváðu strax að gifta sig. Hún var tvöföld ekkja en hann reynslulítill í ástamálum. Samband þeirra einkenndist af ósamlyndi og óhamingju. Hallgerður hélt framhjá Gunnari með náfrænda hans. Hún lét húskarl sinn stela mat á næsta bæ þegar engin inni­ stæða var á kortinu. Gunnar svaraði með hefðbundnu ofbeldi og gekk í skrokk á konu sinni. Hann sýndi henni margvíslega lítilsvirðingu og lét hana finna að vinskapur hans við Njál nágranna skipti meiru en hjónabandið. Smám saman súrnaði heimilishaldið á Hlíðarenda og tor­ tryggni, beiskja og afbrýðisemi réðu ríkjum. Þetta hjónaband endaði með sorglegu uppgjöri og skilnaði. Hjónabandsráðgjafi hefði fljót­ lega séð í hvað stefndi á Hlíðarenda. Skilnaður er alltaf ferli en sjaldnast skyndiákvörðun. Alls kyns smá­ atvik og breytingar á samskiptum segja fyrir um gang ferlisins. Hjá Gunnari og Hallgerði blikka fljót­ lega aðvörunarljós. Sambandið ein­ kennist af lygum og óheiðarleika. Þau rífast og svívirða hvort annað og fjarlægjast. Heimilisóhamingja hefur ekkert breyst í aldanna rás. Ég hef margsinnis séð sögu Gunnars og Hallgerðar endurtaka sig í nútíma­ samfélagi. Einkennin eru alltaf þau sömu. Fólk fjarlægist þegar sambandið einkennist af leyndar­ málum og óheiðarleika. Eftir því sem lygavefurinn verður flóknari eru framtíðarhorfur sambandsins verri. Heiðarleiki og gagnsæi skipta því jafn miklu í hjónaböndum sam­ tímans og hjá Gunnari og Hallgerði. Leyndarmál og lygaþvæla tortíma allri sálarró og eitra öll samskipti. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,“ stendur í Jóhannesarguð­ spjalli. Það skiptir jafn miklu máli nú og fyrir 2000 árum. n Hjónabandsvandi SUMARFRÍ 26 kr. 4 VIKUR AFSLÁTTUR Skráðu þig á orkan.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.