Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 56
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Óttars
Guðmundssonar
n Bakþankar
Frægasta fjölskyldudrama í
Íslendingasögum er hjónaband
þotufólksins Gunnars á Hlíðar
enda og Hallgerðar langbrókar
Höskulds dóttur. Þau hittust á
Þingvöllum og ákváðu strax að gifta
sig. Hún var tvöföld ekkja en hann
reynslulítill í ástamálum. Samband
þeirra einkenndist af ósamlyndi
og óhamingju. Hallgerður hélt
framhjá Gunnari með náfrænda
hans. Hún lét húskarl sinn stela
mat á næsta bæ þegar engin inni
stæða var á kortinu. Gunnar svaraði
með hefðbundnu ofbeldi og gekk
í skrokk á konu sinni. Hann sýndi
henni margvíslega lítilsvirðingu og
lét hana finna að vinskapur hans
við Njál nágranna skipti meiru en
hjónabandið. Smám saman súrnaði
heimilishaldið á Hlíðarenda og tor
tryggni, beiskja og afbrýðisemi réðu
ríkjum. Þetta hjónaband endaði
með sorglegu uppgjöri og skilnaði.
Hjónabandsráðgjafi hefði fljót
lega séð í hvað stefndi á Hlíðarenda.
Skilnaður er alltaf ferli en sjaldnast
skyndiákvörðun. Alls kyns smá
atvik og breytingar á samskiptum
segja fyrir um gang ferlisins. Hjá
Gunnari og Hallgerði blikka fljót
lega aðvörunarljós. Sambandið ein
kennist af lygum og óheiðarleika.
Þau rífast og svívirða hvort annað
og fjarlægjast.
Heimilisóhamingja hefur
ekkert breyst í aldanna rás. Ég hef
margsinnis séð sögu Gunnars og
Hallgerðar endurtaka sig í nútíma
samfélagi. Einkennin eru alltaf
þau sömu. Fólk fjarlægist þegar
sambandið einkennist af leyndar
málum og óheiðarleika. Eftir því
sem lygavefurinn verður flóknari
eru framtíðarhorfur sambandsins
verri. Heiðarleiki og gagnsæi skipta
því jafn miklu í hjónaböndum sam
tímans og hjá Gunnari og Hallgerði.
Leyndarmál og lygaþvæla tortíma
allri sálarró og eitra öll samskipti.
„Sannleikurinn mun gera yður
frjálsa,“ stendur í Jóhannesarguð
spjalli. Það skiptir jafn miklu máli
nú og fyrir 2000 árum. n
Hjónabandsvandi
SUMARFRÍ
26 kr.
4 VIKUR
AFSLÁTTUR
Skráðu þig á orkan.is
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut