Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 4
Kaupin marka ákveðna stefnubreyt- ingu þar sem Vísir hefur fyrst og fremst gert út línubáta. Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur leigt skuttogara síðast- liðið ár og gert út samhliða línubátum. Bergur verður endurnefndur Jóhanna Gísla- dóttir. Einn aflahæsti línu- bátur íslenska flotans fyrr og síðar er kominn á aldur og verður seldur í brotajárn. thg@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Vísir í Grindavík hefur fest kaup á togaranum Bergi VE-44 af vestmannaeysku útgerð- inni Bergi, en þetta staðfestir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Bergur er dótturfélag Bergs-Hug- ins, sem er aftur dótturfélag Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað. Síldarvinnslan greindi frá því í gær að salan á togaranum væri liður í hagræðingaraðgerðum vegna skerðingar á af lamarki þorsks á næsta fiskiveiðiári sem hefst í sept- ember. Eftir kaup Vísis verður Bergur endurskírður Jóhanna Gísladóttir. Á sama tíma verður línubát Vísis, sem nú ber nafnið Jóhanna Gísladóttir, lagt og hann líklegast seldur í brota- járn. Jóhanna Gísladóttir hefur um árabil verið meðal aflahæstu línu- báta landsins og hefur jafnan gengið undir viðurnefninu Drottningin. Jóhanna er komin til ára sinna, en báturinn var byggður árið 1969 og hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar síðan þá. Meðal annars lengingu, stækkun á brú og yfir- byggingu á lest. Vísir fær nýja skipið afhent í lok ágúst, en það liggur nú í Reykja- víkurhöfn og bíður þess að komast að í slipp svo hægt verði að mála það í grænum lit Vísisskipa. Bergur er 35 metra langur togari, smíðaður í Danmörku árið 1998. Vísir hefur lengst af fyrst og fremst gert út línubáta og því marka kaup- in á Bergi nokkra stefnubreytingu í rekstri fyrirtækisins, að sögn Péturs. Síðastliðið ár hefur Vísir haft skuttogarann Bylgju á leigu og gert út samhliða línubátum. „Við gerðum þessa tilraun síðastliðið ár með Bylgju og það heppnaðist vel. Viðskiptavinir okkar fá ennþá það sem þeir vilja og fiskurinn sem við komum með að landi er með sömu vottanir, sama hvort um ræðir línu- fisk eða trollfisk. Línufiskur hefur aðeins annan blæ yfir sér en troll- fiskurinn, er aðeins bjartari á lit. Við notum línufiskinn meira í saltfisk- vinnsluna. Trollfiskurinn fer frekar í ferskvinnsluna eða frost,“ segir Pétur. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki staðið frammi fyrir ýmsum áskor- unum. Til að mynda voru hótel og veitingastaðir á meginlandinu lokuð um langa hríð, en ríf legur hluti íslensks sjávarfangs ratar á slíka staði. Pétur segir að síðasta rekstrarár Vísis hafi verið þolanlegt. Hlut- fall rekstrarhagnaðar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði af veltu hafi verið um 20 prósent. „Fersk- fiskmarkaðurinn er ennþá alltaf að opna og loka, það eru ennþá miklar sveiflur þar. Markaðir með frystan og saltaðan fisk er stöðugri um þessar mundir. Þetta snýst mest um hvert fiskurinn er að fara, hvort þú ert að selja inn á hótel og veit- ingastaði eða hvort þú ert í mat- vöruverslunum sem hafa haldið sér betur. Greinin er þó, eins og venju- lega, f ljót að bregðast við breyttum aðstæðum. Það höfum við gert með því að laga vinnsluna að eftirspurn,“ segir Pétur Pálsson. n Vísir kaupir togarann Berg frá Eyjum Togarinn fær nafnið Jóhanna Gísladóttir eftir Drottningu Vísis, helsta aflaskipi útgerðarinnar.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.399.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU thg@frettabladid.is FISKVEIÐAR Alls fóru um 16.500 tonn af afurðum í gegnum fisk- vinnslu Samherja á Dalvík síðast- liðna 12 mánuði, en aldrei hefur meira magn farið á einu ári í gegn- um vinnsluna þar í bæ. Áður höfðu mest 15 þúsund tonn verið unnin. Er gamla metið því slegið um 10 prósent eða svo, en greint er frá þessu á vefsíðu Samherja. Uppi- staðan í aflanum sem unninn var á Dalvík á síðasta ári var þorskur. Í ágúst í fyrra hófst vinnsla í nýrri hátæknifiskvinnslu Samherja á Dalvík. Þorsteinn Már Baldvins- son forstjóri greindi frá því í viðtali við Markaðinn fyrir skemmstu að vinnslan hefði kostað yfir átta millj- arða króna. „Allt starfsfólk þurfti að læra ný vinnubrögð og tileinka sér fjölmarg- ar tækninýjungar. Vegna Covid-far- aldursins var ekki hægt að fá sömu aðstoð og í „venjulegu árferði“ og til marks um það má nefna að engir utanaðkomandi sérfræðingar komu í húsið svo mánuðum skipti,“ segir á vefsíðu Samherja. Starfsfólk Samherja á Dalvík mun nú fara í fjögurra vikna sumarfrí. Á meðan það er í fríi mun starfsfólk úr vinnslu Útgerðarfélags Akureyringa taka við keflinu af því, en þar á bæ hefur verið framleiðslustopp síðast- liðnar fjórar vikur. „Með þessu fyrirkomulagi, það er að hafa alltaf að minnsta kosti eina vinnslu í gangi, þjónustar Sam- herji viðskiptavini sína allt árið um kring. Það er mjög mikilvægt í við- skiptum með matvæli nú til dags,“ segir í umfjöllun Samherja um stöðu mála hjá fyrirtækinu. n Metár í fiskvinnslu Samherja á Dalvík Um 16.500 tonn fóru í gegnum fisk- vinnsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN thg@frettabladid.is IÐNAÐUR Fyrirtækið GreenBlocks hefur sótt um tímabundin afnot af lóð á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Skjálfandaf lóa. Fjallað var um erindi fyrirtækisins í skipu- lags- og framkvæmdaráði Norður- þings í vikunni. Hyggst fyrirtækið byggja upp gagnaver á lóðinni sem yrði fyrst um sinn rekið í lausum gámum. Varanleg uppbygging fasteigna er svo fyrirhuguð, samkvæmt stjórn- endum fyrirtækisins. Til að byrja með vilja forsvarsmenn Green Block nýta lóðina til tveggja ára. Ekki náðist í stjórnendur GreenBlock við vinnslu fréttarinnar. „Félagið hefur undirritað vilja- yfirlýsingu við félag sem er skráð á NASDAQ-markað í Bandaríkjun- um. Viljayfirlýsingin snýr að því að samstarfsaðilar okkar eru tilbúnir að taka þátt í kostnaði við uppbygg- ingu ýmist með beinum fjárfram- lögum eða með því að veita nauð- synlega innviði til uppbyggingar.“ n Gagnaver sett upp í gámum á Bakka kristinnpall@frettabladid.is MOSFELLSBÆR Tilkynningum til barnaverndar Mosfellsbæjar fækk- aði um rúmlega þriðjung á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við á síðasta ári. Á sama tíma átti sér stað aukning í tilkynningum til barna- verndar sveitarfélagsins vegna heimilisof beldis. Þetta kom fram á fundi f jöl- skyldu nefndar bæjarins í vikunni. Alls bárust 203 tilkynningar til barnaverndar á fyrstu sex mán- uðum ársins, talsvert færri en í fyrra þegar 277 tilkynningar bár- ust fyrstu sex mánuði ársins. Fyrir vikið var rekstrarkostnaður fyrstu sex mánaðanna aðeins 55,5 pró- sent af því sem var á sama tímabil í fyrra. n Fækkun verkefna hjá barnavernd Varmárskóli í Mosfellsbæ. 4 Fréttir 22. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.