Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 22
Hér er verið að snúa hefð- bundnu gallerí- formi á hvolf. Olga Lilja Ólafsdóttir.kolbrunb@frettabladid.is Samræða um verk Katrínar Sigurð- ardóttur Til Staðar verður að Nýp á Skarðsströnd 25. júlí klukkan 15.00- 16.00. Ævar Kjartansson mun ræða við Katrínu um verkið, tilurð þess og framkvæmd, en einnig um marg- slungnar vísanir verksins í veruleika samtímans. Samræðan verður tekin upp og gerð aðgengileg á vef nyp.is og artzine. is. Samræðan fer fram á íslensku. Verk Katrínar Til Staðar er inn- setning í náttúru Íslands, sem hún hefur unnið í þremur lands- fjórðungum: Á Skarðsströnd, undir Vatnajökli og í Þistilfirði. Á sýning- unni að Nýp eru þrjú ljósmynda- verk Katrínar ásamt heimildum um gerð verkanna. Sýningin að Nýp var opnuð í maí síðastliðnum og mun standa út sumarið. n Ævar ræðir við Katrínu kolbrunb@frettabladid.is Laugardaginn 24. júlí klukkan 15 opnar Ragnar Hólm málverka- sýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. Þetta er 19. einkasýning Ragnars og að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk og vatnslitamyndir. Ragnar Hólm Ragnarsson er fæddur á Akureyri 1962. Síðasta rúma áratuginn hefur hann notið handleiðslu myndlistarmannsins Guðmundar Ármanns og einnig nokkrum sinnum sótt námskeið hjá hinum þekkta sænska vatns- litamálara Björn Bernström, auk þess að hafa tekið þátt í f jölda vinnustofa og sótt námskeið hjá ólíkum málurum á Spáni og Ítal- íu. Verk Ragnars hafa verið valin á f jölda samsýninga evrópskra vatnslitamálara, nú síðast í Fabri- ano á Ítalíu. Sýningin stendur til 18. ágúst. n Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs Nýverið var opnað nýtt sýn- ingarrými sem ber titilinn Y í húsnæði bensínstöðvarinnar Olís í Hamraborg. Galleríið er rekið af Olgu Lilju Ólafsdóttur og myndlistarmanninum Sigurði Atla Sigurðssyni. „Þetta er tilraun til að hugsa gall- erí á nýjan hátt á stað sem er bæði áhugaverður fyrir áhorfandann og áskorun fyrir listamanninn,“ segir Sigurður Atli. „Við settum okkur í samband við Olís og þar leist mönnum vel á hug- myndina um gallerí á þessum stað. Bensíndælurnar hér fyrir utan eru enn í notkun en sjoppunni hafði verið lokað og filma sett fyrir alla glugga. Við fáum rýmið að láni í hálft ár og eftir það kemur fram- haldið í ljós,“ segir Olga Lilja og bætir við: „Hér er verið að snúa hefð- bundnu galleríformi á hvolf. Í hefð- bundnu galleríformi er einn gluggi og þrír hvítir veggir en hér er einn veggur og þrír stórir gluggar.“ „Rýmið er heillandi og varðandi sýnileikann þá fannst okkur mikil- vægt að áhorfendur gætu nálgast verkin jafnt utan sem innan frá. Áhersla mun verða á rýmisverk og þrívíð verk,“ segir Sigurður Atli. Baka til í sýningarrýminu hefur gamalli starfsmannaaðstöðu verið breytt í rými þar sem eru til sýnis og sölu verk eftir listamenn sem hyggjast vinna með galleríinu. Þar má til dæmis sjá verk eftir Sigurð Árna Sigurðsson og Styrmi Örn. Olga útskýrir heiti sýningar- rýmisins. „Y er tákn fyrir gulan í CMYK-litakerfinu og hér áður fyrr var Y upphafsbókstafur bíla sem voru skráðir í Kópavogi.“ Sýningin sem nú stendur yfir í Y er Ferð, en þar sýnir Þór Sigurþórs- son. „Ég sýni hauspúða sem koma héðan og þaðan og hef sett þá á stál- rör. Ég er að sýna tíma og hreyfingu. Hauspúðarnir smellpassa hér inn í bílakjallarann,“ segir Þór. Það er mikil hreyfing í verkinu sem sköpuð var með því að beygja stálið. „Þessi hreyfing varð til á staðnum þegar efnin voru beygð og það var ekki hægt að sjá hana fyrir,“ segir Þór. Hann segir frábært að sýna á bensínstöð. „Verkið passar einstak- lega vel inni í þessu rými.“ Þór sýnir einnig myndir þar sem yfirborðið er það sama og á happa- þrennum. „Það passar mjög vel, því fólk fer á bensínstöðvar til að kaupa happaþrennur,“ segir hann. n Gallerí í bensínstöð Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður. Verkið Mótbára. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Verk Katrínar Til Staðar er innsetning í náttúru Íslands. Verk Ragnars hafa verið valin á fjölda samsýninga evrópskra vatnslitamálara. Sigurður Atli Sigurðsson, Þór Sigurþórsson og Olga Lilja Ólafsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR AÐEINS 3.990 KR./MÁN. Tryggðu þér áskrift á stod2.is 14 Menning 22. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.