Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Sigurðsson frá Möðruvöllum í Hörgárdal, fv. lögregluvarðstjóri í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 5. júlí. Útförin verður frá Bústaðakirkju í Reykjavík mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Ágústa Björnsdóttir Sigurður Björnsson Hanne Margit Hansen Kristján Björnsson Guðrún Helga Bjarnadóttir Björn Ágúst Björnsson Elísa Nielsen Eiríksdóttir María Kristín Björnsdóttir Robert Lacy Shivers barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórey Mjallhvít H. Kolbeins kennari, sem lést 17. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 13. Ragnar Baldursson Dagný Ming Chen Lára S. Baldursdóttir Atli Geir Jóhannesson Halldór Baldursson Hlíf Una Bárudóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Finnbogi Jóhannsson fyrrverandi skólastjóri, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 15. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík mánudaginn 26. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður á Djúpavogi miðvikudaginn 28. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Finnbogason Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför Önnu Magneu Jónsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákar- hlíðar fyrir góða umönnun og hlýju. Gunnar Örn Hauksson Haukur Ársæll Birgitta Ýr Jóhann Örn Kristbjörn Sigrún Jóna Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanhvít Ásmundsdóttir Þangbakka 8, 109 Reykjavík, lést laugardaginn 10. júlí á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. júlí kl. 15.00. Ingibergur G. Þorvaldsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Ásmundur Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1227 Valdimar sigursæli bíður ósigur gegn þýsku greif- unum í orrustunni við Bornhöved. 1245 Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi af ætt Ásbirninga, andast 37 ára að aldri. 1513 Kristján 2. verður konungur Danmerkur og Noregs. 1581 Áttatíu ára stríðið hefst: Norðurhéruð Niðurlanda sverja afneitunareiðinn og segja sig úr lögum við Filippus II Spánarkonung. 1684 Gísli Þorláksson biskup á Hólum andast 53 ára. Hann er þríkvæntur. 1910 Zeppelin-loftfarið flýgur í fyrsta skipti. 1929 Landakotskirkja í Reykjavík er vígð. 1939 Tveir þýskir kafbátar koma til Reykjavíkur. Þetta eru fyrstu kafbátarnir sem koma til Íslands. 2003 Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, eru felldir eftir umsátur í Írak. 2011 Eden í Hveragerði brennur til kaldra kola í stór- bruna. 2013 Georg prins af Cambridge fæðist á þessum degi.  Tvíburasysturnar Alda og Hrönn Harðardætur fagna sjötugsaldr- inum golfandi en þær féllu fyrir íþróttinni fyrir rúmum áratug. arnartomas@frettabladid.is „Það er kannski erfitt að segja hvort afmælisdagurinn sé betri eða verri sem tvíburi – maður þekkir auðvitað ekkert annað,“ segir Alda Harðardóttir sem fagnar sextugsafmæli í dag ásamt tví- burasystur sinni Hrönn. Afmælisdag- arnir hafa á síðari árum verið haldnir sinn í hvoru lagi þar sem Alda býr í Reykjavík en Hrönn í Vestmannaeyjum. Spurðar hvernig áfanganum verði fagnað segjast systurnar ekki ætla að sitja auðum höndum. „Við eigum svo sem ekkert val, við erum að fara á Íslandsmót í golfi í fyrstu deild í Sveita- keppninni,“ segir Alda en systurnar keppa fyrir hönd Golf klúbbs Vest- mannaeyja. Hrönn bætir við að þótt þær séu orðnar sextugar séu þær að fara að keppa við þær bestu á landinu. „Þær eru sumar á aldrinum 15 til 20 ára. Við gætum verið langömmur þeirra,“ segir hún og hlær. Tvíburarnir segjast hafa byrjað seint í golfi en hafa nú spilað í rúman áratug. Móðir þeirra var mikill golfari, reyndi að koma þeim á bragðið á unga aldri en þá var áhuginn lítill. „Við vorum orðnar fullorðnar þegar við byrjuðum á þessu,“ segir Alda. „Við héldum alltaf að golf væri bara fyrir fólk sem nennti ekki að hreyfa sig og gamalmenni. „Við höfum heldur betur komist að öðru og hefðum betur byrjað fyrr.“ Sökum golfmótsins verður lítið um fjölskyldufagnað um kvöldið þar sem tvíburarnir segjast ætla að fagna með golfsveitinni. „Við förum eflaust bara út að borða með golfvinunum,“ segir Alda. „Við erum með kallana okkar í vinnu og fögnum bara síðar með fjöl- skyldunni. Síðasti áratugur hefur snú- ist að miklu leyti um golf hjá okkur og miðað við margt sem gengið hefur á í lífi okkar erum við bara glaðar að ná sjö- tugsaldri og vera enn á vellinum.“ n Fagna stórafmæli á golfvellinum Alda og Hrönn hituðu sig upp fyrir daginn á Korpúlfsstaðavelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síðasti áratugur hefur snúist að miklu leyti um golf hjá okkur og við erum glaðar að ná sjö- tugsaldri og vera enn á vellinum. Bandaríski raðmorðinginn Jeffrey Dahmer var handtekinn þann 22. júlí 1991 í Milwaukee. Dahmer er einhver alræmdasti raðmorðingi sögunnar og myrti að minnsta kosti sautján manns á árabilinu 1978 til 1991, flesta á síðasta árinu sem hann gekk laus. Fórnarlömb Dahmers voru nær öll úr minni- hlutahópum en hann hafði það að venju að fá karlmenn heim til sín þar sem hann byrlaði fyrir þeim og myrti með hrottafengnum hætti. Einu af fórnarlömbum Dahmers tókst að flýja úr íbúð morðingjans og stöðva lögreglubíl. Fórnar- lambið fylgdi lögreglumönn- unum til heimilis Dahmers þar sem líkamsleifar ellefu manna fundust. Dahmer var dæmdur til fimm- tán lífstíðardóma, um 957 ára alls, sem honum var gert að afplána hvern á fætur öðrum. Í fangelsinu réðst annar fangi á Dahmer sem lést síðar af áverk- Þetta gerðist: 22. júlí 1991 Jeffrey Dahmer handtekinn TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.