Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 11
Full aðild að Evrópu- sambandinu myndi svo þýða meira athafnafrelsi og öflugri viðspyrnu í verðmæta- sköpun, menningu og listum. Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Í byrjun kjörtímabilsins kallaði Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra til samstarfs á Alþingi um áfangaskipta endurskoðun stjórnarskrár. Í fyrsta áfanga átti meðal annarra efnisatriða að fjalla um möguleika á framsali valds vegna þátttöku Íslands í fjölþjóðasamvinnu og rétt þjóðarinnar til að taka þær ákvarðanir. Skemmst er frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að forsætisráðherra fengi að efna þessi áform. Ísland eitt Norðurlanda Málið snerist ekki um inngöngu í Evrópusambandið. Spurningin er bara sú hvort heimilt verði sam- kvæmt stjórnarskrá að þjóðin sjálf megi taka slíka ákvörðun. Ríkis- stjórnin vill ekki að fólkið í landinu fái slíkt vald. Ísland eitt Norðurlanda treystir ekki kjósendum til þess. Á sama tíma og ríkisstjórn Íslands lýsir þessum þröngu og afturhaldssömu viðhorfum kepp- ast flestar ríkisstjórnir á Vestur- löndum við að lýsa því yfir að aukin alþjóðleg samvinna sé besta við- spyrnan fyrir atvinnulíf landanna til að vaxa út úr kreppunni. Stjórnlagafræðingar hafa litið svo á að óheimilt sé að deila valdi með öðrum þjóðum af því að það er ekki berum orðum leyft í stjórnarskrá. Þeir segja þó að í takmörkuðum mæli sé það í lagi. Þannig höfum við framselt vald til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að taka bindandi ákvarðanir fyrir Ísland. Enginn veit þó hvar mörkin liggja. Sniðganga Á sínum tíma stóðu harðar deilur um það hvort EES-samningurinn stæðist stjórnarskrá. Í raun taka aðildarþjóðir Evrópusambandsins ákvarðanir, sem Ísland þarf að innleiða. Formlega er þó gengið frá hverju einstöku máli í búningi tveggja stoða kerfis. Segja má að þetta sé eins konar stjórnarskrársniðganga eins og þegar menn fara kringum tilgang skattalaga með lögmætum hætti. Í upphafi benti starfshópur lögfræðinga á að samningurinn kynni að þróast á þann veg að í framtíðinni myndi hann ekki samrýmast hefðbundinni túlkun á stjórnarskrá. Nú telja ýmsir að þetta hafi gerst. Þeir eru helst í Miðflokknum og í hópi nýrra frambjóðenda Sjálf- stæðisflokks. Kannski er eitthvað til í því. Spurningin er bara þessi: Hvernig á að bregðast við? Hættulegt íslenskum hagsmunum Miðflokkurinn virðist líta svo á að Ísland eigi að draga sig út úr fjölþjóðasamstarfi, sem ekki sam- rýmist þrengstu túlkun á óbreyttri stjórnarskrá. Innan Sjálfstæðis- flokksins hefur þessum sjónarmið- um vaxið ásmegin og þau fengið aukið vægi á framboðslistum. Hér er verið að tefla um mestu hagsmuni þjóðarinnar bæði pólitískt og efnahagslega. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að eyða óvissunni um stjórnskipulegt gildi EES-samningsins og aðildina að Að færa út kvíar fullveldisins innri markaði Evrópusambands- ins með stjórnarskrárbreytingu, sem heimilaði slíka samvinnu ótvírætt. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Sjálfstæðisflokkurinn kom líka í veg fyrir að forsætisráðherra legði fram tillögu að stjórnar- skrárbreytingu sem tæki af öll tvímæli um EES-samninginn. Haldi ríkisstjórnin velli er ljóst að þetta mál verður ekki leyst á næsta kjörtímabili. Það er hættu- legt íslenskum hagsmunum. Aukið athafnafrelsi Enginn samningur hefur aukið athafnafrelsi fyrirtækja og ein- staklinga í jafn ríkum mæli eins og EES-samningurinn. Það á líka við um menntir, vísindi og skapandi greinar. Þetta víðtæka athafnafrelsi á svo mörgum sviðum er ein helsta undirstaða verðmætasköpunar og velferðar í samfélaginu. Með samningum af þessu tagi eru kjörnir fulltrúar að nýta fullveldið til þess að tryggja landsmönnum, einstaklingum, félögum þeirra og fyrirtækjum meira athafnafrelsi inn á stærra markaðs- og menningarsvæði en lögsaga okkar nær til. Það er verið að færa út kvíar fullveldisins í þágu fólksins. Viðbótarskref Full aðild að Evrópusambandinu myndi svo þýða meira athafna- frelsi og öflugri viðspyrnu í verðmætasköpun, menningu og listum. Til dæmis opnuðust tæki- færi til frekari vinnslu sjávaraf- urða. Slík skref til ríkara athafna- frelsis einstaklinga verða þó ekki að veruleika nema þjóðin vilji það sjálf og taki um það ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Afstaða ríkisstjórnarinnar er að hvorki megi eyða óvissu um ríkjandi samning um aðild að innri markaði Evrópusambands- ins né að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort hún vill ganga skrefi lengra í að auka athafnafrelsi borgaranna. Aðeins breyttur þingmeirihluti getur breytt þessu. n Netapótek Lyavers Frí heimsending um land allt!* Í Netapóteki Lyavers getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð lyaverðið þitt. Nýttu þér lágt lya- og vöruverð á lyaver.is lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Afhendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. Opna lyagáttina Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. FIMMTUDAGUR 22. júlí 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.