Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 20
Heklureitur. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 30. júní 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 1. júlí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168- 174a. Í tillögunni eru settar fram skipulagslegar heimildir fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegs 168 til 174a verði fjarlægðar að undanskyldu borholuhúsi. Byggðin er mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Laugaveg og er lægst til suðurs við Brautarholt. Um er að ræða íbúðarhús, 2ja til 7 hæða, með möguleika á 8. hæð á norðvesturhorni Laugavegs 168 á reit A skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu. Byggingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inngarður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar. Gert er ráð fyrir sérafnotaflötum fyrir íbúðir á jarðhæðum og svölum á efri hæðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 463 íbúðum með verslun og þjónustu á 1. hæð. Heildar flatarmál ofanjarðar á lóðunum er 46.474 m2. Þar af eru að hámarki 44.351 m2 undir íbúðir og lágmark 2.123 m2 undir verslanir og þjónustu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 – Orkureitur. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 30. júní 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 1. júlí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265- Orkureitur. Í tillögunni felst uppbygging íbúða-, verslunar-, þjónustu- og atvinnustarfsemi á fimm reitum á lóðinni. Gert er ráð fyrir allt að 436 íbúðum á lóð ásamt atvinnuhúsnæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:30 – 16:00 frá 22. júlí 2021 til og með 6. september 2021. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 6. september 2021. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 22. júlí 2021 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Bo garverkfræðingur Borgarverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipula ssvið Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi og tillögu að breyttu deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Auðbrekku 6 200 Kópavogi Sími 565-8899 normx@normx.is 8 SMÁAUGLÝSINGAR 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.