Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 2

Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 2
Þeyttu bílflautur til stuðnings mótmælum á Kúbu Einn af stuðningsmönnum Ítala á Wembley á úrslita­ leik EM klæddist íslensku landsliðstreyjunni innan um blátt haf stuðningsmanna Ítalíu. Michele Cavicchi er frá bænum Pieve di Cento, sem heldur upp á Ara Frey Skúla­ son og er treyjan lukkugripur. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég vildi klæðast þessari treyju á úrslitaleiknum þar sem í mínum heimabæ er orðið Skúla­ son tengt við tilfinninguna að gera eitthvað fallegt eða ótrúlegt,“ segir Michele Cavicchi, Ítali sem klædd­ ist íslenskri landsliðstreyju af Ara Frey Skúlasyni á úrslitaleik Evrópu­ mótsins um helgina. Kannski má segja að treyjan af Ara Frey hafi fært Ítölum lukku, þar sem lið þeirra varð Evrópumeistari í annað sinn í sögunni eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni, 53 árum á eftir síðasta Evrópu­ meistaratitli, eftir að Ítalir höfðu tapað tveimur úrslitaleikjum í röð. Blái liturinn á íslensku treyjunni féll vel inn í hóp ítalskra stuðnings­ manna á leiknum í blárri treyju Ítalanna. Í tengslum við Evrópumótið árið 2016 tók ítalski bærinn Pieve di Cento í úthverfi Bologna ástfóstri við íslenska landsliðsbakvörðinn Ara Frey. Sérstök hátíð honum til heiðurs var haldin á haustdögum árið 2016 og var skorað á bæjaryfir­ völd að gera Ara að heiðursborgara í bænum. Þá eru 3.500 manns í hóp á Facebook sem samtvinnar Ara Frey og bæjarfélagið. Þar geta bæjarbúar nálgast reglulegar upplýsingar um afrek Ara innan knattspyrnuvallar­ ins. „Ég vildi mæta í þessari treyju á úrslitaleikinn á Wembley og klæddist henni stoltur. Ég átti ekki von á því að þetta myndi rata í fjöl­ miðla en það gleður mig að heyra að Íslendingar tóku eftir þessu,“ segir Michele léttur. „Við skulum segja það, að þessi treyja sé lukkugripur,“ svarar Mic­ hele, spurður að því hvort treyjan væri orðin hálfgerð happatreyja að hætti hjátrúarfullra, enda átti Ari Freyr frábæran dag síðast þegar Englendingar féllu úr leik á Evr­ ópumóti, þá eftir tap gegn Íslend­ ingum. Sjálfur komst Ari Freyr ekki á hátíðahöldin þegar hann var heiðr­ aður eftir Evrópumótið 2016 með bæjarhátíð í ítalska bænum. „Það eru fjölmargir í bænum mínum, Pieve di Cento sem eiga treyju af Ara og við studdum öll við bakið á Íslandi árið 2016 þegar Ísland keppti á Evrópumótinu í fyrsta sinn,“ segir Michele. n Klæddist treyju af Ara Frey Ítölum til lukku á Wembley Michele tók undir að kannski boðaði treyjan lukku þegar kæmi að andstæð- ingum enska landsliðsins á Evrópumóti karla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ég vildi mæta í þessari treyju á úrslitaleikinn á Wembley og klæddist henni stoltur. Michele Cavicchi. Best Benalmádena 4* Hálft fæði COSTA DEL SOL° 16. - 27. júlí Flug og gisting og hálft fæði innifalið www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 verð frá 138.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn Innifalið flug, gisting, fullt fæði, innritaður farangur og handfarangur gar@frettabladid.is ELDGOS „Lífshættulegt er að stíga út á hraunið. Farið því aldrei út á hraunið,“ ítrekar Lögreglan á Suður­ nesjum í tilkynningu í gær. „Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðv­ unum,“ undirstrikar lögreglan og varar fólk við að fara með börn yngri en sjö ára að gosstöðvunum ef hætta er á gasmengun. „Ekki er ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.“ Þá er meðal annars bent á svo­ kallaða gönguleið C inn Nátthaga að hraunf læðinu. Það sé auðveld gönguleið sem taki eina klukku­ stund. „Frá Nátthaga má ganga áfram upp á Langahrygg og fá yfir­ sýn yfir gíg og gosvirkni síðustu mánaða,“ segir áfram. Það taki eina til tvær klukkustundir í viðbót. n Lögreglan varar gosfara við hættu Mikil hætta getur stafað af gosinu í Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON thorgrimur@frettabladid.is FASTEIGNIR „Þessar sögur eru allar ljótar sem fólkið hefur verið að segja, því miður,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Mið­ flokksins, um fund sem hann hélt á þriðjudaginn um eignir Íbúðalána­ sjóðs eftir hrun. „Þarna komu fram nokkrir af viðskiptavinum Íbúða­ lánasjóðs og sögðu hreinskilnislega frá því hvernig farið var með þau.“ Þorsteini telst svo til að tíu þús­ und manns hafi misst heimili sín til Íbúða lánasjóðs eftir hrun. Hann telur að ákvæði stjórnsýslulaga um leiðbeiningu og meðalhóf hafi ekki verið virt við íbúðakaup sjóðsins. „Margt bendir til þess að upp­ boðslög hafi verið brotin í mörgum tilfellum og ef svo er verður að finna einhvern sem ber ábyrgð,“ segir Þor­ steinn. Sér finnist öfugsnúið að fólk sem tapar nánast aleigunni horfi upp á að þeir sem hafi verið áberandi fyrir hrunið komi til baka og kaupi þessar eignir á hrakvirði. „Mér finnst vanta upp á að við skoðum eftirköst hrunsins á sama hátt og við skoðuðum aðdragandann og hrunið sjálft,“ segir Þorsteinn. „ Við Miðflokksmenn höfum kallað eftir því að gerð verði skýrsla um áhrif hrunsins á íslensk heimili en henni hefur ekki verið skilað enn þá.“ n Nánar á frettabladid.is Íbúðakaup ÍLS hafi verið brot á lögum Þorsteinn Sæmundsson á fundi um íbúðamissi á þriðjudaginn. Kúbverjar óku um götur miðborgarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og flautuðu til að vekja athygli á mótmælum sem verið hafa á eyjunni undanfarið. Þar hefur fólk krafist þess að Kommúnistaflokkurinn, sem farið hefur með völd þar í áratugi, láti af völdum og lýðræði verði komið á. Bandaríkjamenn settu viðskipta- bann á Kúbu árið 1962 sem hefur leikið efnahag landsins grátt og vilja margir að því verði aflétt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 Fréttir 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.