Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 12
Ætlar
Katrín
Jakobs-
dóttir að
virða vilja
stórs hluta
kjósenda
flokksins
að vettugi?
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Þetta er
óásættan-
leg staða í
velferðar-
þjóðfélagi
og við
verðum að
gera betur.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Húsbúnaður úr sér genginn, mygluvandi og þrengsli,
snjóar inn. Fólk þarf að deila herbergi með ókunn-
ugum, allt að sex saman með sturtu og salerni. Aðstaða
til útiveru slæm og ekki hægt að hleypa fólki út úr húsi
svo dögum skiptir.
Svona lýsa tveir geðlæknar, Halldóra Jónsdóttir og Lára
Björgvinsdóttir, ástandinu á geðdeildum Landspítala í
grein sem birtist í Fréttablaðinu á dögunum. Þær gagn-
rýna að stjórnvöld hafi ekki sett fram neinar áætlanir um
endurnýjun á húsakosti geðheilbrigðisþjónustunnar og
kalla eftir markvissum aðgerðum strax.
Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði fram þings-
ályktunartillögu í fyrra um að hafist yrði handa við
uppbyggingu sómasamlegs húsnæðis fyrir geðheil-
brigðisþjónustu Landspítala. Markmiðið er að skapa
heilnæmt og gott umhverfi fyrir fólk sem glímir við
geðrænan vanda, í takti við nútímakröfur um mannúð-
lega þjónustu. Tillagan fékk jákvæðar undirtektir frá
Læknafélagi Íslands, Landspítalanum og Geðhjálp en
einu viðbrögðin úr ranni stjórnarmeirihlutans voru
þau að kannski mætti bara skera geðheilbrigðisþjón-
ustuna alveg frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og fela
einkaaðilum reksturinn. Þingmálið var svæft í nefnd.
Geðheilbrigðisþjónusta hefur mætt afgangi hjá
síðustu ríkisstjórnum. Geðlæknum hefur fækkað á
þeim vettvangi sem veikustu sjúklingunum er sinnt og
biðtími eftir þjónustu hefur lengst. Samkvæmt nýlegri
skýrslu frá heilbrigðisráðuneytinu er meðalbiðtíminn
hjá átröskunarteymi Landspítalans 45 vikur. Vel á
annað hundrað börn eru á biðlista hjá göngudeild
Barna- og unglingageðdeildar og meira en 700 manns
bíða viðtals hjá ADHD-teymi spítalans.
Þetta er óásættanleg staða í velferðarþjóðfélagi og við
verðum að gera betur. Það kallar á breytta forgangsröð-
un við landstjórnina. Í haust þarf að taka til starfa sterk,
umbótasinnuð ríkisstjórn með pólitískan vilja til að
stórefla aðbúnað og umgjörð geðheilbrigðisþjónustu
á Íslandi og vinna gegn mönnunarvandanum í heil-
brigðiskerfinu. Það verður aðeins gert með samhentu
átaki þvert á ráðuneyti og þar mega deilur um rekstrar-
form ekki þvælast fyrir nauðsynlegri uppbyggingu.
Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk eiga betra skilið. n
Þau eiga betra skilið
Jóhann Páll
Jóhannsson
þingframbjóðandi
Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík.
Stjórnmálamenn eiga ekki að láta skoðanakann-anir koma sér úr jafnvægi. Í skoðanakönnunum felast hins vegar oft skilaboð sem eiga að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar.
Nýleg skoðanakönnun sem sýnir að rúm sjötíu pró-
sent kjósenda Vinstri grænna séu mótfallin áframhald-
andi ríkisstjórnarsamstarfi, er skoðanakönnun sem
forysta Vinstri grænna getur ekki leitt hjá sér.
Innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er
sterkur vilji til að halda núverandi ríkisstjórnarsam-
starfi áfram og vilji forsætisráðherra og formanns
Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, virðist einnig
hneigjast í þá átt. Nú hefur þessi nýja könnun sett strik
í reikninginn.
Ætlar Katrín Jakobsdóttir að virða vilja stórs hluta
kjósenda flokksins að vettugi? Það er ekkert ólíklegt að
hún geri einmitt það. Í aðalatriðum hefur þetta ríkis-
stjórnarsamstarf verið farsælt. Ríkisstjórnin hefur ekki
verið að skaða þjóðina, eins og fyrri ríkisstjórnir hafa
sumar gert. Það væri alls ekki órökrétt að halda ríkis-
stjórnarsamstarfinu áfram. En til þess þarf vitanlega
umboð kjósenda.
Þegar Vinstri græn gengu til samstarfs við
Sjálfstæðis flokk dundu yfir flokkinn hrakspár. Hann
átti að stórtapa á samstarfinu. Hörmungaspárnar
hafa ekki gengið eftir. Þegar fylgi flokksins í skoðana-
könnunum er skoðað þá má segja að Vinstri græn hafi
sloppið þokkalega frá samstarfinu.
Vitanlega er ekki hægt að fullyrða hvernig flokkur-
inn muni koma út úr komandi kosningum. Ekkert
bendir þó enn til þess að hann muni bíða afhroð. Sem
er dálítið skrýtið, því kjósendur hefðu átt að leggja á
flótta frá flokknum um leið og samstarfsflokkarnir,
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, drápu eins
og ekkert væri hið göfuga og góða áherslumál Vinstri
grænna: Stofnun hálendisþjóðgarðs.
Hin áleitna spurning er hvort kjósendur Vinstri
grænna séu svo andsnúnir áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarfi að þeir geti hreinlega ekki hugsað sér
að kjósa flokk Katrínar Jakobsdóttur af ótta við að sam-
starfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram.
Eða munu þeir, þrátt fyrir óbeit sína á ríkisstjórnarsam-
starfinu, kjósa sinn flokk, þótt með hangandi haus sé?
Stjórnmálamenn eiga ekki að taka of mikið mark á
skoðanakönnunum, en þessi nýlega skoðanakönnun
er óvenju óþægileg fyrir forystu Vinstri grænna. Hún
er æpandi áminning um óróa innan flokksins og við-
vörunarbjöllur ættu nú að hljóma í eyrum Katrínar
Jakobsdóttur.
Þetta er einnig skoðanakönnun sem flokkar innan
stjórnarandstöðu munu grípa í eins og björgunarbát.
Samfylkingin og Viðreisn þrá að komast í ríkisstjórn
og munu í kosningabaráttunni veifa niðurstöðunni
framan í Vinstri græn og þráspyrja Katrínu Jakobs-
dóttur hvort hún ætli ekki að taka mark á vilja flokks-
manna. Þegar kemur að Samfylkingunni mun þetta
reyndar vera eins og að kasta steinum úr glerhúsi.
Alkunna er að Samfylkingin hefur markvisst, og nánast
af ofsa, verið að hrekja frá sér fólk sem líklegt væri til að
kjósa flokkinn. Formaður Vinstri grænna er því ekki
eini formaðurinn sem virðist tregur til að taka mark á
kjósendum sínum. n
Könnunin
ljosid.is
ÞINN STUÐNINGUR ER
OKKAR ENDURHÆFING
toti@frettabladid.is
Kappið og forsjáin
Stysta og skarpasta ræða sem
skrifuð hefur verið á enska
tungu er svohljóðandi: „I told
you so“ og er víða f lutt á sam-
félagsmiðlum eftir að innan-
landssmitum tók að fjölga á ný.
Enda ekki útilokað að rífandi
gangurinn sem verið hefur í
bólusetningum hafi þær vara-
sömu aukaverkanir að fólk æði
um, án þess að vera með fulla
virkni, í algeru óttaleysi við
síbreytilega veiruna og því ekki
hægt að útiloka að landamærin
hafi verið opnuð korteri áður
en hjarðónæmi hefði mögulega
náðst með fullri bólusetningu
80–90% fullorðinna.
Delta-tilbrigðið
Björn Ingi Hrafnsson, veiru-
greinir á Viljanum, gerði fréttir
af fimm smitum utan sóttkvíar
á einum sólarhring að umtals-
efni á Facebook í gær. „Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir
staðfestir við Viljann, að nýju
smitin sem greinst hafi innan-
lands undanfarna daga séu að
mestu af hinu indverska Delta-
af brigði sem talið er mun meira
smitandi en önnur og hefur
valdið snarfjölgun tilfella víða
um heim að undanförnu,“ skrif-
aði Björn Ingi, sem væntanlega
mun hafa góðar gætur á Delta
og því hvort það hafi hingað
komið og fundið óplægðan
stökkbreytingaakur. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR