Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 16
Mér finnst ég enn þá eiga eftir að sýna mig og sanna fyrir liðinu, því ég fékk aldrei að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Svava Rós Guðmundsdóttir. 16 Íþróttir 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Þriðju Ólympíu- leikana í röð verða konur fjölmenn- ari í Ólympíusveit Bandaríkjanna en karlar. Ólympíuhópur Banda- ríkjanna var kynntur í vikunni og voru 329 konur og 284 karlar á listanum yfir þá 613 fulltrúa sem Bandaríkin senda til Tókýó. Þetta er næstfjölmennasta sveit sem Bandaríkin hefur tef lt fram á Ólympíuleikunum á eftir Ólympíu- leikunum í Atlanta. Þetta eru um leið þriðju leikarnir í röð sem fjölgun á sér stað í þátt- takendahópi bandarískra kvenna, eftir að 268 konur tóku þátt í Lond- on og 294 í Ríó, og nýtt met í fjölda kvenþátttakenda á einum leikum eftir að fyrra metið var sett í Ríó. Tæp tvö hundruð af Ólympíuför- um Bandaríkjanna hafa áður keppt á Ólympíuleikum og eru 56 fyrrum gullverðlaunahafar í hópnum. Einn þeirra, Phillip Dutton, sem er elsti þátttakandi Bandaríkjanna og keppir í skotfimi, er að keppa á sínum sjöundu Ólympíuleikum eftir að hafa keppt fyrst á Ólympíu- leikunum árið 1996, þá fyrir hönd Ástralíu. Sex fulltrúar Bandaríkjanna eru að fara á sína fimmtu Ólympíu- leika, fimmtán á sína fjórðu, 39 í þriðja sinn og 130 að keppa í annað sinn. Af 613 fulltrúum Bandaríkj- anna koma f lestir frá Kaliforníu (126) og Flórída (51) og er sund- konan Katie Grimes, sem er nýorð- in fimmtán ára, yngst í bandaríska hópnum. n Konur í meirihluta í Ólympíuhópi Bandaríkjanna Simone Biles er í hópi Ólympíufara Bandaríkjanna til Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Tæplega helmingi f leiri Bandaríkjamenn fylgdust með úrslitaleik Englands og Ítalíu um síðustu helgi en fylgdust með leik Frakklands og Ítalíu í úrslitum sömu keppni árið 2016. Þá var heildaraukning upp á 31 prósent á Evrópumóti þessa árs, miðað við mótið sem fór fram í Frakklandi árið 2016. Þetta kemur fram í nýj- ustu áhorfendatölum ESPN. Alls fylgdust tæplega 6,5 millj- ónir með leik Englands og Ítalíu að meðaltali, sem er 43 prósenta aukn- ing frá því fyrir fimm árum síðan. Þegar mest var voru 8,2 milljónir að fylgjast með leiknum á Wembley. Er þetta mesta áhorf sem mælst hefur á leik á Evrópumóti í Bandaríkjunum og vinsælasta knattspyrnuútsend- ing Bandaríkjanna í tvö ár. Vinsældirnar voru heldur meiri í Bretlandi þar sem 31 milljón fylgdist með úrslitaleiknum, örlítið færri en fylgdust með úrslitaleiknum á HM 1966 þar sem Englendingar léku síðast til úrslita, og jarðarför Díönu prinsessu árið 1997. n Metáhorf á úrslit Evrópumótsins Fótboltinn er í sókn í Bandaríkjunum. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Lionel Messi og forráða- menn komust í gær að samkomulagi um nýjan fimm ára samning, þar sem Messi tekur á sig verulega launalækkun.  Argentínumaður- inn er því ekki á förum frá Barce- lona  eftir tuttugu ár í herbúðum spænska stórveldisins, eftir að hafa reynt að komast frá félaginu síðasta sumar án árangurs.  Samkvæmt heimildum ESPN verður samning- urinn kynntur á næstu dögum. Messi var án félags eftir að samn- ingur hans við Barcelona rann sitt skeið undir lok júní. Honum var því heimilt að ræða við önnur félög, en eftir að Joan Laporta sneri aftur í forsetastól félagsins og félagið samdi við góðvin Messi, Sergio Agü- ero, hugnaðist Messi frekar að semja við Börsunga. Börsungar eru þessa dagana að reyna að létta á skuldum og losna við leikmenn af launaskrá en forseti spænsku deildarkeppninnar, Javier Tebas, hefur hótað Börsungum því að félagið fái hvorki að skrá Messi né aðra nýja leikmenn fyrr en búið er að leysa úr fjárhagsvandræðum félagsins. n Messi tekur tilboði Barcelona Messi verður 39 ára þegar samn- ingurinn rennur sitt skeið. Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gat lítið beitt sér hjá nýju félagi í byrjun þessa árs vegna þrá- látra meiðsla í kálfa, en það horfir til betri vegar. Hún segist að einhverju leyti vera komin aftur á byrjunarreit og þurfa að sanna sig á ný í vetur. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, sem leikur með Bordeaux í Frakklandi og íslenska kvennalandsliðinu, segist vera búin að ná sér af þrálátum kálfameiðslum og tekur því fullan þátt í undirbúningstímabili franska félagsins þessa dagana. Svava, sem er uppalin í herbúðum Vals, skipti yfir til Frakklands í byrjun þessa árs en erfið meiðsli tóku sig upp strax í fyrsta leik sem voru að plaga hana út síðasta tímabil. Fyrir vikið náði hún aðeins 63 mínútum í treyju Bordeaux í vor, en vonast til að sýna sig og sanna í einni af sterkustu deildum Evrópu í vetur. Svava er með samning út þetta tímabil hjá franska félaginu, sem er þriðja félag hennar á erlendri grundu. Þar áður lék Svava í tvö ár með Íslendingaliði Kristianstad í Svíþjóð og eitt tímabil með Röa í Noregi, þar sem hún var valin ein af bestu leikmönnum tímabilsins. „Eins og staðan er núna er heilsan bara mjög góð eftir erfiða byrjun í Frakklandi. Ég kom inn á í fyrsta leiknum mínum og lék í hálftíma en reif f ljótlega vöðva í kálfanum, sem voru ofboðslega erfið meiðsli,“ segir Svava, aðspurð hvort að hún sé búin að ná fullri heilsu eftir bak- slagið sem kom upp á fyrstu vikum hennar í Frakklandi. „Það voru einhver erf iðustu meiðsli sem ég hef glímt við á ferl- inum, bæði líkamlega og andlega. Til þessa hef ég yfirleitt náð að hrista af mér meiðsli frekar f ljót- lega á ferlinum  en þessi meiðsli voru mun erfiðari. Ég þurfti að fara mjög varlega því þau voru alltaf að taka sig upp að nýju. Fyrir vikið var ég daglega í sjúkraþjálfun og náði í raun lítið að æfa með liðinu.“ Svava fær því annað tækifæri á þessu tímabili til að stimpla sig inn í lið Bordeaux, sem endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðasta ári. „Mér finnst ég enn þá eiga eftir að sýna mig og sanna fyrir liðinu, því ég fékk aldrei að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er að einhverju leyti aftur á byrjunarreit að sýna hvernig ég get hjálpað liðinu,“ segir Svava, sem segir liðsfélagana og þjálfarann hafa sýnt stöðu hennar mikinn skilning. „Þau hafa verið afar skilningsrík og stutt við bakið á mér. Þegar ein- staklingur kemur inn á miðju tíma- bili fyrir lokasprettinn er ekki æski- legt að vera alltaf meidd en um leið finn ég fyrir miklum drifkrafti að geta tekið þátt frá byrjun undirbún- ingstímabilsins til að sýna mig og sanna. Það er heilmikil samkeppni um allar stöður í liðinu og það þarf að vinna fyrir því á æfingasvæðinu þar sem það er ekkert gefið eftir,“ segir Svava sem vonast til að spila æfingaleiki á næstunni. Tímabilið hefst svo í næsta mán- uði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þar sem Svava gæti mætt Fær annað tækifæri til að sanna sig Svava Rós kom þrisvar inn af bekknum á fyrsta tímabili sínu með Bordeaux en meiðsli settu strik í reikninginn. Svava er þessa dagana á fyrsta undirbúnings- tímabili sínu með Bordeaux. MYND/AÐSEND kunnuglegum andlitum í sænska félaginu Kristianstad. „Það yrði mjög gaman ef hlutirnir myndu atvikast þannig, en bæði lið eiga eftir að spila annað einvígi fyrst.“ Svava fékk tíu mínútur í síðasta landsleiksverkefni og er nú komin með 25 leiki fyrir Íslands hönd. „Það var mjög gott að fá þessar mínútur með landsliðinu um dag- inn. Það var komið langt frá síðasta landsliðsverkefni og ég þurfti að fara varlega, en það var gott að fá einhverjar mínútur. Það verður svo gaman að hefja undankeppnina fyrir HM í haust.“ n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.