Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 30
Hugsunin með þessu
er að styðja við tíma-
bundna myndlist í
opinberu rými.
Laglínurnar voru
smekklega mótaðar,
raddirnar himneskar,
píanóleikurinn tær og í
prýðilegu jafnvægi.
Nýtt sýningarrými var nýlega
opnað í höfuðborginni, Gall-
erí Undirgöng við Hverfis-
götu 76. Anna Hallin er fyrsti
myndlistarmaðurinn sem
sýnir þar.
kolbrunb@frettabladid.is
Listrýmið er staðsett í undirgöngum
við Hverfisgötuna, sem er ein fjöl-
farnasta gata miðborgarinnar. Sýn-
ingarveggir undirganganna sjást vel
frá götunni.
„Við Olga Bergmann stöndum
fyrir þessu sýningarrými sem er í
upplýstum undirgöngum við hús
okkar. Hugsunin með þessu er
að styðja við tímabundna mynd-
list í opinberu rými,“ segir Anna.
„Rýmið hér við Hverfisgötuna er
mjög skemmtilegt og lifandi.“
Verk Önnu, Loftmynd, er tólf
metrar á breidd og unnið beint á
veggi rýmisins. Það byggir á blek-
teikningum Önnu sem sækja inn-
blástur í loftmyndir af mannvirkj-
um og þar eru línur og form sem
skapa hreyfingu og dýpt. Verkið
er unnið með bleki, úða og húsa-
málningu.
„Listakona frá Ástralíu, sem
gerir blek úr granateplum, gaf mér
mismunandi liti. Mér fannst mjög
gaman að nota blekið því það flæðir
svo skemmtilega. Þegar maður
notar það verður maður að vera vak-
andi og í núinu. Svo keypti ég mér
úða eins og þann sem er notaður í
graffití og málaði aftur yfir sumt
með málningu.“
Hringir eru áberandi í þessu verki
Önnu. „Þegar ég gerði þá var ég líka
að einhverju leyti að hugsa út í
geim,“ segir hún.
Hún segir markmiðið með þessu
nýja galleríi vera að stofna til vett-
vangs fyrir tímabundin útilistaverk
í borginni, auka sýnileika samtíma-
listar í borgarrýminu og skapa vett-
vang þar sem myndlistarmönnum
gefst tækifæri til að takast á við
óhefðbundið rými og nýjar aðstæð-
ur til sýningarhalds í almannarými.
„Við Olga ætlum í framhaldinu
að halda málþing um listaverk í
opinberu rými. Okkur finnst vanta
samtal milli listamanna um slík
verkefni og hver birtingarmynd
þeirra getur verið, og viljum að bæði
ríkisstjórn og borg setji betri fókus
á list í opinberu rými,“ segir Anna.
Sýning Önnu stendur í tvo mán-
uði. Þá verður málað yfir verk henn-
ar og nýtt verk eftir Einar Garibaldi
Eiríksson fer í rýmið og síðan kemur
að Eygló Harðardóttur sem sýnir í
byrjun næsta árs.
Stjórn félags um Gallerí Undir-
göng skipa: Olga Bergmann, Anna
Hallin, Dore Bowen og Þórdís Aðal-
steinsdóttir. n
Loftmynd við
Hverfisgötu
„Rýmið er mjög skemmtilegt og lifandi,“ segir Anna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
TÓNLIST
Sönghátíð í Hafnarborg
Tónlist eftir: Beethoven, Mozart,
Verdi, Nicolai, Saint-Saens
og Donizetti. Fram komu
Sigrún Pálmadóttir, Hanna
Dóra Sturludóttir, Gissur Páll
Gissurarson, Oddur Arnþór
Jónsson, Kristinn Sigmundsson,
Alexander Jarl Þorsteinsson og
Guðrún Dalía Salómonsdóttir.
Hafnarborg:
sunnudaginn 4. júlí.
Jónas Sen
Beethoven dáði Mozart en sagði
samt í bréfi að hann væri stór-
hneykslaður á hve margt í óperun-
um hans væri dónalegt. Í þeim er
oft sungið um uppáferðir, framhjá-
hald, kvennabúr og sving. Í Cosi fan
tutti er til dæmis veðjað á að dyggar
eigin konur verði lauslátar þegar eig-
inmenn þeirra þykjast vera kallaðir
í herinn. Þetta svífur yfir vötnunum
í tríóinu Soave sia il vento. Það var
eitt af atriðunum á dagskránni á
lokatónleikum Sönghátíðar í Hafn-
arborg á sunnudaginn.
Beethoven var uppsigað við svona
atriði, honum fannst að verið væri
að draga tónana niður á lágt plan,
breyta tónum í dóna. Tónlistin hér
var svo sannarlega stórfengleg, hún
var svo háleit og fögur að það stakk
vissulega í stúf við umfjöllunarefn-
ið. Kannski var Mozart að meina að
finna má guðsneistann í öllum hlut-
um, líka þar sem losti og sviksemi
eru við völd. Guð býr í gaddavírnum
og galeiðunni, eins og Megas orti.
Í prýðilegu jafnvægi
Óumræðileg fegurð var að minnsta
kosti auðmerkjanleg í söng þeirra
Sigrúnar Pálmadóttur sópran,
Hönnu Dóru Sturludóttur mezzó-
sópran og Odds Arnþórs Jónssonar
baríton. Einnig í píanóleik Guð-
rúnar Dalíu Salómonsdóttur. Lag-
línurnar voru smekklega mótaðar,
raddirnar himneskar, píanóleikur-
inn tær og í prýðilegu jafnvægi, bæði
innbyrðis og í takt við söngradd-
irnar. Þetta var frábært.
Meira hneyksli var á dagskránni.
Óperuna Rigoletto eftir Verdi varð
að ritskoða áður en hún taldist
gjaldgeng, eins og Gissur Páll Giss-
urarson tenór rakti fyrir hlátur-
mildum áheyrendum. Ekki þótti
við hæfi að aðallinn, hvað þá kóng-
urinn, væri sýndur í vafasömu ljósi.
Óperan var byggð á leikriti eftir Vic-
tor Hugo sem fjallar um hinn fjöl-
þreifna konung Francis I. Leikritið
var bannað, en með strangri rit-
skoðun mátti semja við það óperu.
Gissur Páll sagði á undan kvartett-
inum Bella figlia dell‘amore að hægt
væri að greina þar kynferðislegan
takt. Fyrir bragðið tókst honum að
eyðileggja upplifunina, því maður
heyrði náttúrlega ekkert annað.
Desíbel við hættumörkin
Í alvöru talað þá voru þetta bráð-
skemmtilegir tónleikar. Eitt magn-
aðasta atriðið var sérlega langur
og efnismikill dúett úr Don Carlo
eftir Verdi. Hann var í höndunum á
Kristni Sigmundssyni bassa og Oddi
Arnþóri. Mikið drama var í frásögn-
inni og hápunktarnir brjálæðislegir.
Píanóleikurinn var líka pottþéttur,
en Guðrún Dalía klikkaði ekki hér
frekar en annars staðar. Leikur
hennar var líflegur og fjölbreyttur,
einkar litríkur og spennandi, en
aldrei á kostnað nákvæmninnar.
Ég sagði frá því í dómi nýlega að
ég væri með app í úrinu mínu sem
mældi hljóðstyrk. Lokaatriðið á tón-
leikunum var sextettinn úr Lucia di
Lammermoor eftir Donizetti. Þar
bættist Alexander Jarl Þorsteins-
son tenór í hópinn. Sungið var með
þrumuraust. Ég sat heldur aftarlega,
en þrátt fyrir það var appið alltaf að
vara mig við. Hættulegt heyrninni
væri að vera lengi í þessum hljóð-
styrk, sem var yfir 90 desíbel. Guðni
forseti sat á fremsta bekk; hann virt-
ist vera fölur á svipinn. n
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtilegir
tónleikar með flottri tónlist og
dásamlegum söng.
Sexið selur … líka í óperunum
Kristinn Sigmundsson söng á bráðskemmtilegum tónleikum í Hafnarborg.
kolbrunb@frettabladid.is
Hrafnhildur Schram listfræðingur
ræðir um Nínu Sæmundsson mynd-
höggvara (1892–1965) að Kvoslæk í
Fljótshlíð, laugardaginn 17. júlí kl.
15.00.
Nína fæddist í Nikulásarhúsum,
skammt austan við Hlíðarenda í
Fljótshlíð. Þar er nú Nínulundur til
minningar um hana, fyrstu íslensku
konuna sem helgaði sig högg-
myndalist.
Á liðnum vetri veitti ríkisstjórn
Íslands félaginu Af rek shug ur
fjórar milljónir króna í styrk til að
láta gera afsteypu af verki Nínu,
Afrekshug, Spirit of Achievement,
táknmynd Waldorf Astoria hótels-
ins í New York síðan 1931. Verður
afsteypan reist á Hvolsvelli.
Hrafnhildur Schram ritaði ævi-
sögu Nínu sem Crymogea gaf út
árið 2015. n
Hrafnhildur segir frá Nínu
Listakonan Nína
Sæmundsson
við vinnu sína.
Hrfnhildur
Schram, sem
skrifaði um
hana bók,
segir frá henni
á laugardag í
Fljótshlíð.
10-60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN ER Í
FULLUM GANGI
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
22 Menning 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR