Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 6
Samtökunum Náttúrugriðum er bent á að snúa sér til Umhverfisstofnunar vegna athugasemda sinna við gerð varnargarða á gosstöðvunum í Geldingadölum. Kæru þeirra vegna varnargarðanna er hins vegar vísað frá úrskurðar- nefnd umhverfis- og auð- lindamála, sem segir að ekki hafi verið tekin kæranleg ákvörðun í málinu. gar@frettabladid.is ELDGOS Kærum samtakanna Nátt- úrugriða og stjórnarformanns sam- takanna persónulega, vegna tveggja varnargarða ofan Nátthaga,  var vísað frá úrskurðarnefnd umhverf- is- og auðlindamála. Kærurnar, sem voru samhljóða, voru lagðar fram vegna varnargarða sem reistir voru um miðjan maí og áttu að hindra framrás hraun- rennslis frá eldgosinu í Geldingadöl- um niður úr Syðri-Meradölum ofan í Nátthaga. Upphaflega var kærum beint til dómsmálaráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins, sem vísaði málinu til úrskurðar- nefndarinnar. Í kærunum segir að málið varði annars vegar athafnir og hins vegar athafnaleysi. Athafnirnar felist í gerð á varnargörðum í trássi við lög, og athafnaleysið sé að ekki hafi verið sótt um framkvæmdaleyfi og Grinda víkur bær ekki fjallað um það. „Aðkoma ráðuneyta að þessum athöfnum og athafnaleysi sé enn óskýr af gögnum máls, en upplýst sé að hópur ráðuneytisstjóra hafi haft einhver afskipti af málum og hafi, að því er virðist, hafnað að leggja blessun sína yfir tillögur sem komið hafi frá almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra um varnargarðagerð við eldgosið í Geldingadölum,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um innihald kæranna. „Hvorki liggi fyrir hverjar efnis- legar forsendur þessarar ákvörð- unar hafi verið, né hvers vegna farið hafi verið gegn áliti hluta sama hóps ráðuneytisstjóra, Skipulagsstofnun- ar og Umhverfisstofnunar,“ er áfram vitnað til efnisraka kæranna. Grindavíkurbær segir sveitar- félaginu ekki hafa borist krafa um beitingu þvingunarúrræða vegna framkvæmdanna. Ekki hafi verið sótt um framkvæmdaleyfi og það því ekki verið gefið út. Framkvæmd- irnar hafi verið á vegum almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra. „Bæjarráð hafi hins vegar á fundi sínum 4. maí 2021 bókað, að mikil- vægt væri að nýta þær aðstæður sem uppi væru til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að fengnum tilskildum leyfum til þeirra framkvæmda,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um sjónarmið Grindavíkurbæjar. Að sögn úrskurðarnefndarinnar var engin stjórnvaldsákvörðun tekin um framkvæmdaleyfi. „Er því ekki til staðar kæranleg ákvörðun samkvæmt skipulags- lögum,“ segir nefndin og vísaði kærunum frá, en benti hins vegar á að Umhverfisstofnun eigi að hafa eftirlit með því að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfnum, fram- kvæmdum eða rekstri. Stofnunin hafi eftir atvikum heimild til beit- ingar þvingunarúrræða. „Kærandi hefur því þann möguleika að vekja athygli stofnunarinnar á hinum kærðu framkvæmdum.“ ■ Kæru vegna varnargarða í Geldingadölum vísað frá Varnargarðar voru reistir neðst í Syðri-Meradölum, til að freista þess að tefja hraunrennsli niður í Nátthaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Upplýst sé að hópur ráðuneytisstjóra hafi haft einhver afskipti af málum og hafi, að því er virðist, hafnað að leggja blessun sína yfir tillögur sem komið hafi frá almannavarna­ deild ríkislögreglu­ stjóra. Úr niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. arib@frettabladid.is BANDARÍKIN Litlar sem engar líkur eru á því að fjölbýlishús á Íslandi geti hrunið fyrirvaralaust, eins og gerðist í Miami á Flórída í Banda- ríkjunum á fimmtudag í síðustu viku. Alls eru 12 látnir og 149 er saknað, eftir að fjölbýlishús hrundi að hluta að nóttu til. Enginn hefur enn fundist á lífi. Húsið var byggt árið 1981. Ástgeir Rúnar Sigmarsson, sér- fræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að hús hér á Íslandi séu almennt mjög sterklega byggð. „Hús á Íslandi eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Flestar bygg- ingarnar eru hannaðar til að standa af sér mikla veðurofsa, snjó og nátt- úruvá á borð við jarðskjálfta. Vegna þessara skilyrða eru gerðar ríkar kröfur á hönnun bygginga. Almennt eru hús á Íslandi mjög sterklega byggð,“ segir Ástgeir. Ástgeir veit ekki til þess að hús í rekstri hafi beinlínis hrunið hér á landi. Hann segir að ef mann- virkjum er vel viðhaldið dragi það úr líkum á frekari skemmdum. „Það er gott að hafa það í huga, ef það eru vísbendingar um að komið sé að viðhaldi, að fá fagaðila til að meta það og veita ráðgjöf hvernig sé best staðið að viðhaldinu.“■ Húshrun útilokað ef viðhaldi er sinnt Varað hafði verið við göllum í hönnun byggingarinnar. adalheidur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar Norðurlandanna lýsa áhyggjum af aukinni mótstöðu við grund- vallarhugmyndir Evrópuráðsins á sviði mannréttinda. Í sameiginlegri grein þeirra í vefritinu Euroobser- ver fyrr í vikunni, ítreka ráðherr- arnir trú sína á þann grundvöll sem Evrópuráðið var stofnað um í kjöl- far seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 70 árum; þjóðarétt og mann- réttindi, lýðræði og réttarríki. Þau fagna því að yfir 830 millj- ónir manna njóti nú réttarverndar Mannréttindasáttmála Evrópu með eftirliti Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Þau lýsa hins vegar áhyggjum, þrátt fyrir jákvæða þróun. Annars vegar sérstaklega af því að grafið sé undan framkvæmd Evrópusamnings um forvarnir og baráttu gegn of beldi gagnvart konum og heimilisof beldi. Kyn- bundið of beldi sé alvarlegt mann- réttindabrot og nauðsynlegt sé að virða þurfi, framfylgja og styrkja alþjóðask uldbindingar, t il að stöðva það. Einnig lýsa ráðherrarnir sérstök- um áhyggjum af ógnum við fjöl- miðlafrelsi og öryggi blaðamanna í Evrópu og víðar. Blaðamenn þurfi að njóta frelsis til að vinna vinnuna sína án ótta við of beldi, ógnanir eða áreitni, því án aðgangs að upp- lýsingum og tjáningarfrelsis, glat- ist fjölbreytileikinn sem lýðræðið nærist á. „Það er mikið áhyggjuefni að hótanir í garð blaðamanna hafi aukist í heimsfaraldrinum.“ ■ Ráðherrar Norðurlanda lýsa áhyggjum af réttarvernd kvenna og blaðamanna Allir utanríkisráðherrar Norðurlandanna skrifa undir grein í Euroobserver. Ráðherrarnir lýsa áhyggjum af fjölgun hótana í garð blaða­ manna í heims­ faraldrinum thorgrimur@frettabladid.is BELARÚS „Hún hefur verið að heim- sækja hvert landið á fætur öðru,“ segir Jón Ólafsson heimspekipró- fessor, um stjórnarandstöðuleið- togann Svetlönu Tsíkhanovskaju frá Belarús, sem er væntanleg til Íslands á opinn fund á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á morgun. „Það er partur af hennar strategíu að kynna mál- stað andstöðuaflanna í Belarús og stöðu mála þar fyrir stjórnvöldum á Vesturlöndum, enda hefur hún stuðning mjög víða.“ Svetlana Tsíkhanovskaja bauð sig fram til forseta Belarús á móti ein- ræðisherranum Alexander Lúkasj- enkó árið 2020. Samkvæmt opin- berum tölum vann Lúkasjenkó af burðasigur, en sú niðurstaða hefur reynst umdeild og hefur leitt til fjöldamótmæla í landinu. Tsíkha- novskaja flúði til Litháen og hlaut þar hæli ásamt börnum sínum í ágúst. Jón, sem verður þátttakandi í pallborðsumræðum á málfund- inum, telur ásetning Tsíkhanov- skaju meðal annars vera að hrekja þá mynd sem stjórnvöld í Belarús vilja gefa af ástandinu þar í landi. „Hún vill sannfæra stjórnvöld sem víðast um að það sem er að gerast í Belarús sé ekki einhver fámennur hópur að æsa almenning upp, held- ur birtingar mynd mjög djúpstæðrar óánægju með stöðu mála. Ég held líka að það sé mikilvægt fyrir þau að koma fram sem ábyrgur aðili sem sé hæfur til að taka við stjórn landsins þótt Lúkasjenkó-stjórnin hrynji. Ef það eru hópar innan stjórnmála- elítunnar sem eru tilbúnir til að veðja frekar á stjórnarandstöðuna, þá er það eitthvað sem skiptir mjög miklu máli.“ „Ísland hefur líka ákveðið orð- spor á þessu svæði með viðurkenn- inguna á Litháen á sínum tíma,“ bætir Jón við. „Þótt það hafi ekki haft nein úrslitaáhrif var það mjög táknrænt þegar Ísland varð fyrst til að taka upp stjórnmálasamband við landið. Það er mjög skynsamlegt fyrir Tsíkhanovskaju að halda uppi áberandi prófíl á alþjóðlegum vett- vangi, frekar en að hverfa inn í ein- hvern hóp sem vekur aðeins athygli þröngs hóps.“ ■ Breiðir boðskap stjórnarandstöðuafla Belarús út um heim Svetlana Tsíkhanovskaja hlaut hæli í Litháen ásamt börnum sínum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 6 Fréttir 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.