Fréttablaðið - 01.07.2021, Side 10

Fréttablaðið - 01.07.2021, Side 10
Nú er ekki rétti tím- inn til að þrasa við yfirvöld og velta þeim upp úr mistökum sínum. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb Af létting allra takmarkana á samkomum hér á landi vegna COVID varð fyrr en f lestir höfðu leyft sér að vona. Reyndar voru ýmsir orðnir tortryggnir á að yfir-völd hefðu raunverulegan áhuga á að afnema öll höft og myndu ríghalda í einhver þeirra eins lengi og mögulegt væri. Það hefði svo sem ekki komið á óvart ef sagt hefði verið við þjóðina: „Það er ennþá hætta á að veiran láti á sér kræla. Við ætlum því að viðhalda ákveðnum höftum, enda er það ykkur sjálfum fyrir bestu.“ Þetta var ekki sagt. Einmitt vegna þess er ástæða til að hella dágóðum skammt af hrósi yfir ríkisstjórn og sóttvarnayfirvöld sem gengu fumlaust til verks og sýndu að þau virða mannréttindi fólks. Þarna gegndu bólusetningar höfuðmáli. Þjóðinni var sagt að bólusetning væri lykillinn að örygginu og frelsinu og þau orð voru ekki bara sögð til að friða fólk, það var meining á bak við þau. Á sama tíma og fólk var hvatt til að mæta í bólu- setningu héldu einhverjir uppi svæsnum áróðri gegn bólusetningum við COVID og eru reyndar enn að. Sumir í þessum hópi eru á móti öllum bólu- setningum. Aðrir í hópnum móðgast ógurlega þegar sagt er að þeir séu á móti bólusetningum. Þeir segja það alrangt, þeir séu bara á móti bólusetningum við COVID. Þeir harðneita að viðurkenna þá staðreynd að þessar bólusetningar hafa bjargað ótal manns- lífum um allan heim. Segja þær þvert á móti hafa drepið og eiga eftir að drepa. Það er nokkuð óhuggu- legt að hlusta á þetta fólk sem harðneitar að taka sönsum. Hinu má samt ekki gleyma að þessi hópur hefur rétt á að halda fram skoðunum sínum. Það er hluti af mannréttindum að fá að hafa heimskulegar skoðanir og tjá þær. COVID-höft urðu til þess að fólk var svipt athafna- frelsi sínu. Stór hópur hneigði höfuð sitt í samþykki og sýndi auðsveipni. Aðrir voru ekki eins þægir og gagnrýndu aðgerðir, eins og nauðsynlegt er að gera þegar einstaklingsfrelsi er skert. Það má vel halda því fram að of hart hafi verið gengið í höftum á COVID- tímanum, en um leið er rétt að hafa í huga að á erfiðum tímum voru ríkisstjórn og sóttvarnayfirvöld að reyna að gera sitt besta. Nú er ekki rétti tíminn til að þrasa við yfirvöld og velta þeim upp úr mistökum sínum. Nú er tími til að hrósa þeim. Mótmæli hóps, sem kallar sig Coviðspyrnuna, á Austurvelli eru því tímaskekkja. Enginn er að leggja við hlustir. Þjóðin er farin út í sumarið til að njóta frelsisins – eins og hún á að gera. Eðlilegt er að í fyllingu tímans fari fram rannsókn á aðgerðum yfirvalda í COVID, enda á það ekki að vera sjálfsagt mál að hefta frelsi þegnanna. Alltaf er ástæða til að standa frelsisvaktina og nauðsynlegt að vera á verði gagnvart tilhneigingu til að setja á ný höft. Þar verða þingmenn þjóðarinnar að standa vaktina. Sumir þeirra gera það með ágætum, en af einhverjum ástæðum eru þeir nær allir Sjálfstæðismenn. Í hinum stóra hópi vinstri manna hlýtur að finnast einn réttlátur sem er tilbúinn að gerast kröftugur talsmaður einstaklingsfrelsis. Sá hinn sami er vin- samlegast beðinn um að láta í sér heyra. n Höft og frelsi 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra. Ógnir sem steðja að lýðræðinu hafa í auknum mæli orðið umfjöllunarefni í samstarfi þeirra ríkja sem við eigum mest sameiginlegt með. „Engum dettur í hug að lýðræði sé fullkomið, raunar er það versta stjórnarfar, sem hugsast getur, fyrir utan allt annað,“ sagði Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands árið 1947, en sú greining gæti allt eins átt við í dag. Frá lokum nýlendutímans og fram undir síðustu aldamót varð samfelld en hægfara lýðræðisþróun í Afríku og víðar um heim. Stóra stökkið kom svo við hrun járntjaldsins. Þetta var mikið framfara- skeið, sem best sést á því að frá 1960 til aldamóta lengdist meðalævi fólks í heiminum úr rúmum 50 árum í meira en 70 ár. Aðrir mælikvarðar á lífskjör og almennar framfarir vitna jafnframt um að f lest hafi þokast í rétta átt. Þess vegna er það mikið áhyggjuefni að lýðræði sé víða á fallanda fæti. Af hverjum fimm krónum sem varið var til þróunarsamvinnu fyrir tveimur árum, runnu fjórar til ríkja sem ekki rísa undir því að kallast lýðræðisríki. Ári fyrr var hlutfallið 63 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart freista sum framlagaríki þess að seilast til áhrifa í veikburða ríkjum með inni- haldslitlum loforðum um skjótfengnar framfarir án stjórnarfarsumbóta. Við megum hins vegar ekki láta hugfallast heldur verðum við þvert á móti að afla gildum okkar fylgis. Víða um heim berst fólk fyrir lýðræði og mannrétt- indum sem við teljum sjálfsögð. Ein þeirra, Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, heimsækir Ísland í vikunni, en Ísland hefur eins og önnur líkt þenkjandi ríki, gagnrýnt harð- lega meingallaðar forsetakosningar þar í fyrra og framgöngu stjórnvalda gegn þeim sem knýja á um sjálfsagðar umbætur. Alþjóðasamvinna og alþjóðaviðskipti á grunni sjálf bærni verða áfram undirstaða efnahagslegra og félagslegra framfara, en raunveruleg framþróun mannréttinda getur aldrei orðið undir kaldri hönd einræðis. Lýðræðið er þrátt fyrir allt það skásta sem við höfum. n Blikur á lofti lýðræðis Víða um heim berst fólk fyrir lýðræði og mannrétt- indum sem við teljum sjálfsögð.  toti@frettabladid.is Ríkisútvarpið podcast Opinberu starfsfólki virðist liggja svo mikið á hjarta að það ryðst nú fram í hlaðvarpsþátt- um undir merkjum ólíklegustu ríkisstofnana. Stjórnendur hjá Póstinum eru byrjaðir að úttala sig um hversu gaman er hjá þeim í vinnunni í Póstkastinu og Fjölmiðlanefnd er byrjuð að fjölmiðla á fullu með hlaðvarp- inu Fjórða valdið. Sukkvarp starfsfólks ÁTVR gæti síðan komið sterkt inn, ef þar yrði fjallað um hóflega ofdrykkju og fylgi f leiri stofnanir í kjölfarið kunna opinberir hlaðvarps- frumkvöðlar að hafa fundið fjallabaksleið til þess að halda ríkinu á fjölmiðlamarkaði óháð stöðu RÚV. Pattstaða Fjölmiðlanefnd gengur út frá því að sum hlaðvörp séu fjöl- miðlar en önnur ekki og er með Fjórða valdinu líklega komin í bullandi samkeppni við þá sem henni er ætlað að hafa eftirlit með. Nefndin þarf sennilega að krefja sjálfa sig skýringa, þar sem starfsreglur hennar kveða á um að það sé skýr vísbending um að miðlun efnis falli undir hugtakið fjölmiðill þegar fjöl- miðlaveita hafi af því atvinnu að miðla fjölmiðlaefni og starfs- fólk nefndarinnar tekur tæp- lega viðtöl við fjölmiðlafólk og sérfræðinga á sviði fjölmiðlunar í frítíma sínum. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.