Fréttablaðið - 01.07.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 01.07.2021, Síða 16
Geirþrúður ferðaðist fyrr í sumar kringum landið og flutti selló- svíturnar, sem eru sex talsins á tónleikum á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Dalvík og Breiðdalsvík. „Það var ótrúlega gaman að fá að ferðast um landið, en ég hef aldrei áður farið allan hringinn þó svo ég hafi áður komið á suma þessara staða. Það var líka flott veður allan tíman. sem er alls ekki sjálfgefið á Íslandi.“ Vel var mætt á alla tónleikana og segist Geirþrúður hlakka til að fá að spila í Norðurljósum 10. og 11. júlí. Til þess hlaut hún styrk frá Ýli, Tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk. „Ég er núna að koma mér í gírinn eftir ferðalagið til að spila á næstu tónleikum og mér finnst alltaf mjög mikilvægt að gera eitt- hvað öðruvísi í hvert sinn sem ég spila og upplifa tónlistina á nýjan hátt.“ Fullkomið verkefni í faraldri Geirþrúður útskrifaðist vorið 2020 úr tónlistarnámi við Juilliard skólann í New York eftir tveggja ára nám, 26 ára gömul. „Ég var að útskrifast í miðju Covid, sem var náttúrulega frekar sérstakt og setti stórt spurningarmerki við hvað ég vildi gera eftir það. Upphaflega hafði ég hugsað mér að vera áfram í borginni og taka að mér gigg en það var ekki lengur möguleiki.“ Síðastliðnu ári varði Geirþrúður því í Cambridge í Bretlandi, þar sem kærasti hennar er í doktors- námi. „Þar var lítið hægt að spila með öðru fólki en ég vildi halda mér í formi eftir nám. Því ákvað ég setja mér markmið að læra allar sex Bach svíturnar. Á námstím- anum hafði ég kynnst svítunum aðeins og spilað, en aldrei allar í einu. Mig hafði þó dreymt um að tileinka mér þær allar einhvern tíma á lífsleiðinni. Í kjölfarið skipulagði ég tónleikaferð um Ísland, sótti um styrki, nýtti mér sambönd og fleira. Ég er búin að lifa og hrærast í svítunum í heilt ár en samhliða hef ég tekið að mér lítil verkefni hér og þar í kammertónlist og upptökum. Svíturnar voru fullkomið verkefni til að taka að sér í Covid og það er eiginlega Covid að þakka að mér tókst að lifa þennan draum. Ég var eðlilega svolítið hrædd um að ekkert yrði úr þessum tónleikum, en lukkulega gekk allt upp.“ Botnlausar svítur Það hefur komið Geirþrúði á óvart á þessu ári að því meira sem hún spilar svíturnar, því meira gefa þær henni til baka. „Ég hef oft fundið fyrir því að þegar ég spila eitthvað lengi, byrjar mér að leiðast það, en það er ekki raunin með svíturnar. Þetta eru sex verk, öll mjög ólík og saman eru þau alhliða krefjandi. Þá hefur mikið verið skrifað um þau og það er mjög fróðlegt að kynna sér það sem aðrir, sem hafa spilað verkin, hafa sagt um þau. Þetta eru í raun botnlausar svítur og mér finnst gott að finna að ég gæti haldið áfram að spila þessi verk. Þau gætu allt eins orðið lífstíðar- verkefni fyrir mig. Uppáhaldssvítan má segja að sé sú sjötta, en sú sker sig úr hópnum þar sem hún er skrifuð fyrir fimm strengja selló. Í dag er hún yfir- leitt spiluð á hefðbundið selló með fjórum strengjum, sem gerir hana sérstaklega krefjandi. En mér finnst það bara gera hana enn skemmti- legri. Fimm strengja selló voru vinsæl á barokköldinni en duttu svo úr tísku. Síðustu tuttugu ár hefur fólk verið að kynna sér aftur þessi gömlu hljóðfæri og það er stór draumur hjá mér að fá að spila sjöttu svítu Bachs einhvern tíma á fimm strengja selló, eins og hún var skrifuð fyrir.“ Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir mun leika allar sex sellósvítur Bachs, helgina 10. og 11. júlí í Norðurljósasal Hörpu klukkan 16.00. Hún spilar á franskt hljóðfæri með einstaka sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Áhugalaus nemandi Geirþrúður byrjaði fimm ára að læra á fiðlu í Suzuki-námi, en entist stutt. „Ég man að ég sá krakka spila á selló og sagði við foreldra mína að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Þau höfðu sam- band við frænda minn, Gunnar Kvaran, sem samþykkti að taka mig að sér sem nemanda þegar ég var sex ára,“ segir Geirþrúður. Hún segir þó að Gunnar hafi haft orð á því þegar hún var mjög lítil, að hún væri ekki mjög áhuga- samur nemandi. „Foreldrar mínir spiluðu mikið klassíska tónlist, en það var svo ekki fyrr en ég varð 14 ára og fékk ipod að ég fékk alvöru áhuga á slíkri tónlist. Ég fór að hlusta á sellóleikara og konserta og komst að því að mér þótti þetta æðisleg tónlist. Þá fóru hjólin að snúast hjá mér og ég fékk mun meira út úr sellótímunum en áður.“ Átján ára gömul fór Geirþrúður í fimm ára nám í Chicago. „Ég var í námi hjá mjög tæknilega krefjandi kennara, sem byggði markvisst upp mína getu. Þetta var mjög gefandi tími og bjó mig vel undir næstu skref, sem var Juilliard.“ Selló með sögu Sellóið sem Geirþrúður spilar á á sér skemmtilega sögu, en um er að ræða franskt hljóðfæri. „Þegar ég fór út í nám fékk ég sellóið hans Gunnars frænda lánað, en það er sellóið sem hann spilaði á þegar hann kenndi mér. Síðar varð ég svo heppin að fá að eignast það. Sellóið er því fjölskyldugripur og er mér afar kært. Það vekur athygli bæði fyrir fallegan hljóm og útlit, enda er það virkilega vel smíðað. Svo er líka einstakt merki á bakhliðinni á því sem gefur því sérstakan svip.“ Hvað heillar þig við sellóið sem hljóðfæri? „Það sem heillar mig mest við sellóið er tónninn. Það er eitthvað við tóninn, hvernig maður togar hann fram, hvað hann er djúpur og ríkur. Ég hef alltaf heillast af róm- antískri músík, þar sem safaríkir og lýrískir eiginleikar hljóðfæris- ins fá að skína í gegn, en það er eitt af því sem dró mig að hljóðfærinu þegar ég var ung og það finnst mér alltaf mest heillandi að æfa.“ Alltaf best í buxum Geirþrúður segir vandmeðfarið að velja fatnað þegar kemur að því að spila á selló á sviði. „Pils eða kjólar geta verið vandmeðfarin, enda mörg hver of þröng, eða of stutt. Mér líður persónulega alltaf best í buxum eða samfestingi og hef því leitað í þannig fatnað fyrir tónleika. Þægindin þurfa að vera í fyrirrúmi og sellóleikari verður að geta hreyft sig á sviðinu, en á sama tíma finnst mér gaman að koma fram í einhverju sem vekur eftirtekt. Ég dregst mikið að fötum sem eru litrík og þá sérstaklega lit- ríkum buxum sem sjást vel þegar ég er að spila. Þá finnst mér dekkri litir fara betur með hljóðfærinu en ljósir, sérstaklega rauðir og bláir litir. Svo finnst mér flott að vera með opið bak sem sést vel þegar ég er að ganga inn á og út af sviðinu. Ég leita að einhverju eftirtektar- verðu, þá hvort tveggja í lit og formi.“ „Tískufyrirmynd mín er Emma Watson. Mér hefur alltaf fundist hún mjög smekkleg og það er alltaf eitthvað skemmtilegt og nýtt við það sem hún kemur fram í. Hún vinnur líka með skemmtilegum hönnuðum og mér finnst flott hvernig hún hugsar um áhrif tísk- unnar á umhverfið og samfélagið. Ein helsta fyrirmynd mín í selló- heiminum er breski sellóleikarinn Jacqueline du Pré. Hún var minn fyrsti innblástur sem sellóleikari. Hún var mjög vinsæl og talin ein af merkustu sellóleikurum allra tíma. Hún var mjög ung þegar hún lést árið 1987, aðeins 42 ára gömul.“ Slysasögur af sviðinu Geirþrúður segist ekki eiga margar safaríkar tískuslysasögur af sviðinu, þótt oft hafi verið mjótt á mununum. „Við skulum segja að fyrir kvenkyns selló- leikara getur verið varasamt að klæðast einhverju tiltölulega mikið opnu að framan. Þá getur maður átt á hættu að sýna aðeins meira en ætlunin var. Ég hef líka gert þau mistök að koma fram í einhverju sem var of sítt, en ég var eitt sinn mjög nálægt því að detta ofan á hljóðfærið mitt þegar ég var að ganga inn á svið.“ Háa hæla segir Geirþrúður ekki vera vandamál á sviðinu. „Ég er ekki mjög góð í að ganga á hælum dagsdaglega, en þeir hafa mjög oft bjargað mér á sviðinu. Þeir koma sér sérstaklega vel, þar sem ég er frekar lágvaxin. Það er nefni- lega þannig að margir stólar sem notaðir eru á sviði eru of háir fyrir mig, og í hælunum þá næ ég betur niður af stólnum. Á tónleikunum 10. júlí, þegar ég leik fyrri þrjár svítur Bachs, hafði ég hugsað mér að vera í svörtum samfestingi með opið bak og litlu opi að framan í miðjunni. Svo á ég dökkrauðan samfesting sem mun sóma sér vel með hinum þremur svítunum sem eru ögn drama- tískari.“ Kynntist sjálfri sér upp á nýtt „Mér hefur alltaf fundist mjög gefandi að spila kammermúsík, og það er eiginlega hálffyndin áskorun að hafa spilað svona mikið ein síðasta ár og komið fram á sólótónleikum. Ég hafði alltaf hugsað um sjálfa mig sem kammerspilara frekar en ein- leikara, en þetta ár hefur gefið mér tækifæri til að kynnast sjálfri mér sem einleikara. Í framtíðinni langar mig því að byggja mér upp feril sem sóló- og kammerspilari og það væri alger draumur ef sú ósk rættist.“ Næst á dagskrá hjá Geirþrúði er Artist diplómunám í London, þar sem hún fær einkatíma og tækifæri til að að koma reglulega fram. „Svo verð ég á flakki á milli London og New York, þar sem ég kem fram með strengjakvartetti sem við stofnuðum nokkur saman úr náminu í Juilliard. Svo mun ég koma reglulega heim til Íslands og spila og hitta fjölskylduna.“ n Það er eitt- hvað við tóninn, hvernig maður togar hann fram, hvað hann er djúpur og ríkur... 2 kynningarblað A L LT 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.