Fréttablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 18
Mikil
gróska er
í íslenskri
hönnun
sem
gaman
verður að
taka þátt í.
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Jóhanna Vigdís Ragnhildar-
dóttir útskrifaðist sem fata-
hönnuður frá hinum virta
Scandinavian Academy
of Fashion Design í Kaup-
mannahöfn fyrir nokkrum
dögum. Hún á sér framtíðar-
drauma í hönnun á Íslandi og
stefnir á eigið tískumerki.
Jóhanna Vigdís segist alla tíð hafa
haft áhuga á hönnun enda alin upp
við listræna sköpun. Afi hennar,
Hjalti Geir Kristjánsson, er einn af
okkar þekktustu húsgagnahönn-
uðum. „Þetta er í blóðinu,“ segir
hún, en Jóhanna Vigdís teiknaði
og saumaði árshátíðarkjóla fyrir
vinkonur sínar í menntaskóla. „Það
er mikill áhugi á listsköpun í minni
fjölskyldu og tískan er þar ekki
undanskilin. Mér fannst til dæmis
alltaf mjög skemmtilegt að horfa
á mömmu klæða sig upp þegar ég
var yngri og það kveikti sannarlega
áhuga á fatahönnun,“ segir hún, en
móðir hennar er Ragnhildur Hjalta-
dóttir ráðuneytisstjóri.
Skemmtilegt og krefjandi nám
„Ég hef lengi dundað mér við að
hanna og sauma. Var aðeins við-
loðandi fatabransann á Íslandi en
langaði að vita meira um efni og
vandaðar flíkur. Það má segja að
áhuginn sé víðtækur og nái á öll
svið fatahönnunar,“ segir Jóhanna
Vigdís, þegar hún er spurð hvers
vegna leiðin hafi legið í þessa átt.
„Ég er mjög ánægð með að hafa
komist í skólann í Kaupmannahöfn,
því maður fær að vinna náið með
kennurunum. Ég fékk mjög góða
leiðsögn og svör við öllum þeim
spurningum sem brunnu á mér.
Það er strangt ferli að komast inn,
meðal annars þurfti ég að skila inn
nákvæmum teikningum. Þetta er
þriggja ára nám og bæði skemmti-
legt og krefjandi. Námið byggir
á saum, hönnun og nákvæmri
rannsóknarvinnu sem mér finnst
afar áhugaverð, meðal annars að
finna innblástur til verka og teikna
skissur,“ segir Jóhanna Vigdís, en
hún fékk jafnframt nokkur verkefni
sem unnin voru með starfandi
hönnuðum í Danmörku. Meðal
þeirra var Maja Brix og The Organic
Company. „Þá fengum við innsýn
inn í veröld hönnuða, hugsunarhátt
og markaðssetningu.“
Umhverfisvernd í hávegum höfð
Jóhanna Vigdís segir að mikil
áhersla hafi verið lögð á
umhverfis vernd í náminu. „Á
hverju ári skiluðum við lokaverk-
efni og þurftum að útskýra hvernig
verkefnið félli að umhverfisstefnu
og -vernd. Í lokaverkefninu mínu
lagði ég áherslu á árin 1950-70.
Innblásturinn kom frá fjölda
mynda sem ég fann í sumarbústað
fjölskyldunnar. Amma mín Sig-
Fann innblástur í gömlum myndum
Jóhanna Vigdís er nýútskrifuð úr fatahönnun frá Kaupmannahöfn og hlakkar
til að koma heim og starfa við íslenskan hönnunarmarkað. MYNDIR/AÐSENDAR
Þegar Jóhanna Vigdís er beðin að
útskýra þessa mynd, svarar hún:
„Dragtin er frá Gala, verkefni sem
gekk út á mannslíkamann, þar sem
ég skoðaði rifbeinin og hvernig ég
gæti hannað dragt sem væri eins og
annað lag á konuna í henni.“
Dragt úr útskriftarverkefni sem
var innblásið af gömlum „slæds”
myndum af fjölskyldu hennar.
Þessi klæðnaður er einnig inn-
blásinn af gömlum tíma í útskrifar-
verkefninu. Hönnun fyrir útskriftarverkefnið.
Hönnun Jóhönnu Vigdísar; loka-
verkefni á öðru ári í náminu, en hún
var innblásin af íslenskri náttúru og
útlínum landsins.
Náttúra Íslands var sömuleiðis inn-
blástur í þessu verkefni.
ríður Theodóra Erlendsdóttir var
líka stór innblástur að lokaverkefni
mínu. Í framhaldinu horfði ég til
þessara ára varðandi tísku, hvernig
fólki leið á myndunum og ekki
síst hvernig gamlar myndir varð-
veita augnablikið og frysta það. Ég
hannaði nokkrar flíkur, ein þeirra
leit út fyrir að vera innrömmuð á
meðan önnur virtist frosin. Þannig
tengdi ég saman tísku og mynd
á filmu. Það var mjög gaman að
vinna þetta verkefni og eiginlega
skrítið að því sé lokið. Þar sem ég
var ekki fædd á þessu tímabili tók
það mig langan tíma að setja mig
inn í tíðarandann en það var áhuga-
vert,“ útskýrir hún.
Íslensk hönnun á mikilli uppleið
Leiðin liggur nú aftur til Íslands
en Jóhanna Vigdís hefur hug á að
vinna við hönnun sína hér á landi.
„Tískuheimurinn er fjölbreyttur
og mörg svið sem hægt er að starfa
við. Í fyrstu ætla ég því að grípa
það sem gefst og læra meira. Í fram-
tíðinni langar mig að vinna sjálf-
stætt og skapa mitt eigið merki.
Það verður áhugavert að kynnast
íslenska hönnunarheiminum, sem
er farinn að vekja mikla athygli
og eftir er tekið. Ég hef orðið vör
við það í Kaupmannahöfn. Ég fór
í starfsnám á Íslandi í september
hjá hönnuðunum Magneu Einars-
dóttur og Anítu Hirlekar, sem
gaf mér innsýn inn í þeirra heim.
Mikil gróska er í íslenskri hönnun
sem gaman verður að taka þátt í og
ég hlakka mikið til að fylgjast með
Hönnunarmars á næsta ári.“
Mikil gleði í Köben
Síðasta ár hefur verið heldur
óvenjulegt í alþjóða tískuheim-
inum vegna COVID og lítið um
sýningar nema á netinu. Jóhanna
Vigdís segist hafa fylgst með tísku-
vikunni í Kaupmannahöfn í tölv-
unni. „Mér fannst það allt í góðu,
því hægt var að fylgjast sérstak-
lega vel með öllu og jafnvel horfa
aftur,“ segir hún. „Annars hefur
COVID-tíminn verið skrítinn hér
í Danmörku. Kaupmannahöfn er
lifandi borg og fólk er vant því að
njóta lífsins með vinum. Ég tel að
samkomutakmarkanirnar hafi
tekið meira á Dani en Íslendinga.
Núna er allt að springa út, mikil
gleði í loftinu og fólk þakklátt fyrir
að fá frelsið aftur.“
Þegar Jóhanna Vigdís er spurð
hvort hún eigi sér einhverja uppá-
haldshönnuði sem hún líti upp
til, svarar hún: „Já, Donna Karan,
Stella McCartney og Max Mara
eru allt merki sem höfða sterkt til
mín. Þessi merki leggja öll áherslu
á sterka kvenímynd og falleg snið
sem ég heillast af.“ n
EYMSLI,
STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í
LIÐUM?
Mest selda
liðbætiefni á Íslandi
2-3ja
mánaða skammtur íhverju glasi
4 kynningarblað A L LT 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR