Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Hún amma mín hefur einstakan fatasmekk og elskar góð efni. Silki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Rakel Mjöll hefur verið búsett í London síðustu ár, en flúði ástandið í borginni til Íslands. Hún er söngkona sveitarinnar Dream Wife, sem nýtur mikilla vinsælda. Rakel opnar í kvöld sýningu á silki- flíkum sem hún hefur unnið í COVID-ástandinu, í Gallerí Flæði. steingerdur@frettabladid.is Tónlistar- og myndlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir varð að yfirgefa London, heimaborg sína síðustu 8 árin, þegar heimsfaraldur- inn fór að taka sinn toll og setja sinn svip á lífið í borginni. Hún hefur því eytt síðastliðnu ári á landinu. „Ég kom heim frá London í fyrstu bylgju faraldursins, því borgin fór í „lockdown“ og nú er liðið meira en ár frá því. Ég pakkaði í litla tösku og hélt að ég myndi vera bara í nokkrar vikur en það breyttist náttúrulega. Vissulega voru þetta mikil viðbrigði því ég hef búið í Englandi í átta ár og starfað innan tónlistargeirans, þar sem ég eyddi meirihluta af árinu í að ferðast milli landa og spila á ýmsum hátíðum og stöðum,“ segir Rakel, en hún hefur náð gífurlegum vinsældum með hljómsveit sinni Dream Wife, sem hefur spilað á stærstu tónleikahátíðum heims. „Það tók tíma að venjast því að lifa mun rólegra lífi. En ég er svo gríðarlega þakklát fyrir að geta hafa eytt síðastliðnu ári hér heima í Reykjavík og notið þess að vera í fjölskyldufaðmi, upplifa öryggið hér heima í engri keppni við tímann eins og í London,“ segir hún. Íslendingar heppnir Hún hefur þó farið nokkrum sinn- um til London síðastliðið ár. „Þá til þess að fara í mánaðar- legar skrif búðir eða hljóðverstíma með hljómsveitinni og þá skynja ég hvað ég og íslenska þjóðin höfum nú haft það gott að hafa aldrei þurft að upplifa þessar miklu lokanir og eymdina, líkt og í Bretlandi. En nú er þetta allt á réttri leið.“ Alice og Bella, sem eru með Rakel í Dream Wife, eru í London. „Svo mín vinna fer mikið fram í gegnum tölvuskjá þessa dagana. Mér fannst ég vera orðin hálf súr að vinna svona mikið með tölvu, svo ég vildi vinna með höndunum líka, til að jafna þetta út. Ég fann að með því að prjóna eða sauma hélt ég betur einbeitingu og auðveldaði hugmyndavinnuna. Eitt leiddi af öðru og ég hóf að sauma silkikjóla og -flíkur.“ Líður best í silki Rakel hefur alls ekki setið auðum höndum. Hún hefur nýtt tímann til að sinna ástríðu sinni og fór að sauma f líkur úr lífrænu silki, en hún hefur alltaf haldið mikið upp á silkiklæðnað. Í kvöld mun hún sýna afraksturinn í Gallerí Flæði. „Amma og mamma hafa deilt ást sinni á silki með mér frá því ég var lítil. Þær hafa alltaf kunnað að klæða sig, en það er af því að þær skoða frekar úr hvaða efni flíkin er unnin heldur en sniðið, eða hvort að hún sé merkjavara. Að efnið hjálpi frekar sniðinu. Efni eins og lífrænn bómull, silki og lín endast betur. Ég hef líka alltaf verið með frekar við- kvæma húð og á erfitt með að klæð- ast ýmsum gerviefnum. Mér líður einfaldlega best þegar ég er í silki.“ A mma Rakelar er Guðr ú n Ásmundsdóttir, ein af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. „Hennar silkisafn er einstakt og ég hef verið svo heppin að hún hefur laumað að mér flíkum úr því safni í gegnum tíðina. Hver f lík er með sína sögu. Hún amma mín hefur einstakan fatasmekk og elskar góð efni. Silki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Hún kenndi mér ýmsar aðferðir við að þvo silki og rétta úr því þegar ég var unglingur. Við erum alltaf að kenna hvor annarri eitthvað nýtt,“ segir Rakel og brosir. Treystir flæðinu Rakel vinnur einvörðungu með lífrænt silki, þar sem henni finnst mikilvægt að þekkja uppruna efnis- ins og hvernig það var framleitt. „Silkið sem ég vinn með er efni sem er OEKO og ODM umhverfis- vottað, lífrænt mórberjasilki. Það þýðir að engin eiturefni koma nálægt framleiðslunni frá því að silkiormarnir borða mórberjalaufin sín, þar til efnið er litað. Fólkið sem vinnur efnin gerir það við góðar aðstæður og fær mannsæmandi laun.“ Finnst þér myndlistarmenntun þín hjálpa þér við fatahönnunina? „Hún hefur hjálpað mér mikið í gegnum tíðina í ýmsum verk- efnum sem ég hef tekið að mér. Að hafa ekki þennan ótta við að byrja á nýjum verkefnum. Það er svipað með tónlistina. Það er mikilvægt að treysta flæðinu og ferlinu,“ útskýrir Rakel. Saknar þess að spila Rakel segist sakna þess mikið að koma fram með Dream Wife og var vön að ferðast heimshorna á milli með sveitinni. „Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég sakna þess mikið að koma fram á tónleikum og upplifa þessa einstöku orku sem myndast í salnum. Nú í síðustu viku fram- lengdi breska ríkisstjórnin sam- komutakmarkanir til loka sumars, svo slatta af tónlistarhátíðum sem ég átti að spila á hefur aftur verið frestað, eða þeim algjörlega aflýst. En þannig er það nú, öryggið skiptir mestu máli. Það verður ljúft að spila þegar tíminn kemur. Krossum fingur og tær að við fáum nú loks að mega spila. Annars mun bara önnur fatalína sjá dagsins ljós,“ segir Rakel og hlær. n Ástríðan á silki fékk loks að blómstra í faraldrinumSTÆRRI PIZZUR LÆGRA VERÐ Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b Rakel er að hanna þessa silkikjóla sem hún dressaði sig og ömmu sí na upp í . FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 24 Lífið 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.