Fréttablaðið - 01.07.2021, Page 40

Fréttablaðið - 01.07.2021, Page 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Eldhúsið mitt veitir mér engan innblástur, heldur veldur það mér kvíða. Við Hófí, kærastan mín, keyptum íbúð fyrir hálfu ári, en í eldhúsinu ríkir enn óreiða. Þetta er ekkert dramatískt. Það stendur aldrei hrúga af óhreinu leirtaui upp úr vaskinum, það lekur ekkert og það er ekkert að mygla í ruslinu. Ekkert dramatískt. Stundum eru diskarnir í efri hillunni, stundum í neðri, kaffikvörnin er óaðgengileg og kaffið er heimilislaust. Þetta stendur til bóta, þetta átti aldrei að vera svona. Við vorum aldrei ánægð með eldhúsið þar sem við bjuggum áður og vorum ákveð- in í að standa okkur betur. Síðan fluttum við og það var áfall, en ég las að 60% fólks finnist flutningar vera það erfiðasta sem það upplifir. Við fluttum og jöfnuðum okkur — og eldhúsið sat á hakanum. Síðan fórum við að vinna. Við vinnum bæði sjálfstætt og vitum yfirleitt ekki hvernig næsta vika verður, og allar vikur sem við höfum eyrnamerkt eldhúsinu hafa farið í sandinn. Alla morgna geri ég graut í eldhúsinu sem veitir mér engan innblástur. Suma morgna er kaffið í glugganum og aðra hjá elda- vélinni og enn aðra hjá ísskápnum. En við gerum þetta í næstu viku, sem fer í sandinn, en við gerum þetta í næstu viku, en tíminn fer í sandinn, en við gerum þetta í næstu viku og ég fatta að lífið er á hrað- siglingu og ekkert sem ég geri getur hægt á henni. Önnur vika gengur í garð og ég geri andlausan hafragraut og svip- ast um eftir kaffinu og ég finn það í líkamanum að einn daginn mun ég deyja, en í næstu viku komum við eldhúsinu í stand. ■ Eldhúsið mitt Stefáns Ingvars Vigfússonar ■ Bakþankar MatarKlipp Nova Skoraðu hungrið á hólm! Nældu þér í MatarKlipp í Nova Appinu. Þú færð fjórar máltíðir á 5.990 kr. og getur hámað í þig alls konar hamborgara, pizzur, pítur, bökur og vefjur af matseðli á ótal veitingastöðum! Verði þér að bragðgóðu! Fjórar máltíðir á 5.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.