Fréttablaðið - 17.06.2021, Page 4

Fréttablaðið - 17.06.2021, Page 4
Forsetinn lætur kuldann ekki bíta Ungum áhugamönnum um siglingar brá í brún að sjá sjálfan forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, stinga sér til sunds í Nauthólsvík í gær. Guðni hefur áður mært ávinninginn sem fæst af þvi að stunda sjósund og var ekki að sjá á Guðna að honum fyndist sjórinn kaldur miðað við árstíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hveragerði mun bætast við hóp sveitarfélaga sem ætla að hafa tíðavörur ókeypis í grunnskólum og félagsmið- stöðvum. Frumkvæðið kom frá Femínistafélagi grunn- skólans sem safnaði sjálft styrkjum fyrir dömubindi. kristinnhaukur@frettabladid.is SUÐURLAND Eftir að Femínistafélag grunnskólans í Hveragerði hóf að safna tíðavörum fyrir nemendur ákvað bæjarstjórnin að gera þær ókeypis í skólanum og félagsmið- stöðinni næsta haust. Femínista- félagið mun sjá um að velja vörurnar og dreifa þeim í skólanum. „Þetta á að vera svo sjálfsagt. Fyrir stelpur er þetta jafn mikilvægt og klósettpappír. Með því að hafa þetta í boði gerum við blæðingar minna tabú. Stelpur eiga ekki að þurfa að fela dömubindin í vasanum á leið- inni inn á klósett,“ segir Rannveig Arna Sigurjónsdóttir sem var að klára 10. bekk. „Síðan eru til stelpur sem hafa einfaldlega ekki efni á góðum dömubindum.“ Mikil umræða hefur verið um kostnað við tíðavörur, það er dömu- bindi og túrtappa, fyrir ungar stúlk- ur undanfarið ár. Sérstaklega eftir að breytingartillaga þingmannsins Andrésar Inga Jónssonar við fjár- lög, til að gera tíðavörur ókeypis í skólum og fyrir tekjulága, var felld í desember. Femínistafélagið var stofnað árið 2017 af þremur stúlkum í 10. bekk. Hlutverk þess er að styðja við jafn- rétti í skólanum og er það opið fyrir alla. Ákveðið var að safna tíðavör- um til að hafa ókeypis í skólanum og fékk félagið styrk til þess. Sigrún Árnadóttir, kennari í skól- anum og fulltrúi Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn, fannst framtakið gott og ákvað að taka málið upp hjá bænum. Var á fimmtudag sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi að bær- inn greiði fyrir tíðavörurnar og að Femínistafélagið muni koma að vali og dreifingu. Bætist Hveragerði því við hóp sveitarfélaga eins og Reykja- víkur, Ísafjarðar og Skagafjarðar, þar sem tíðavörur verða ókeypis í skólum og félagsmiðstöðvum. „Það er mikilvægt að allar stúlkur hafi aðgang að góðum tíðavörum,“ segir Sigrún. „Félagið hafði safnað og fengið gefins stór bindi, sem henta ekki endilega fyrir ungar stelpur. Strax í haust mun skólinn panta inn vörur sem henta, í sam- ráði við Femínistafélagið.“ Rannveig segist rosalega ánægð með að bæjarstjórn hafi ákveðið að hafa ókeypis tíðavörur í skólanum. „Mér finnst þetta geggjað. Ég vona að þetta verði svona í öllum skólum í framtíðinni,“ segir Rannveig sem sjálf fer í framhaldsskóla í haust. „Ef dömubindi verða ekki boði þar læt ég í mér heyra,“ segir hún. ■ Gera tíðavörur ókeypis að frumkvæði nemenda Sigrún Árnadóttir kennari og meðlimir Femínistafélags grunnskóla Hvera- gerðis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrir stelpur er þetta jafn mikilvægt og klósettpappír. Rannveig Arna Sigurjóns- dóttir, nemi og femínisti. Parque Santiago Apartments Flug og gisting TENERIFE 30. júní - 7. júlí www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 verð frá 89.790 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn Innifalið flug, gisting, innritaður farangur og handfarangur kristinnpall@frettabladid.is VEÐUR Þegar búið er að létta sam- komutakmörkunum og von er á hressilegum hátíðahöldum á Þjóð- hátíðardegi Íslendinga, er ekki víst að veðrið komi til með að leika við Íslendinga í dag. Von er á heldur gráum degi, en sólin gæti brotist fram þegar líða tekur á daginn. Viss- ara er þó að hafa regnhlífina innan handar enda gæti farið að rigna, sér- staklega á suðurhluta landsins. „Ég held að það gæti orðið heilla- skref að hafa regnhlífina að minnsta kosti í skottinu. Við eigum síður von á skúrum í Reykjavík en það er ekki alveg útilokað. Það er helst á Suðurlandinu sem það gætu komið einhverjir dropar,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veður- stofu Íslands, aðspurður hvort það væri heillaskref að taka regnhlíf með í hátíðahöldin. „Svo er bara mikilvægt að vera sæmilega klæddur miðað við veður- aðstæður. Það verður áfram svalt,“ segir Haraldur, sem á ekki von á því að þörf sé á sólarvörn. „Sólin gæti brotið sér leið í gegn á einhverjum stöðum en heilt yfir verður mikið skýjað, svo að það ætti ekki að vera þörf á neinni sólarvörn.“ ■ Hafa regnhlíf innan handar í dag Það gæti rignt í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lónið í Kópavogi færir út kvíarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI benediktboas@frettabladid.is SKIPULAG Bæjarráð Kópavogs sam- þykkti í gær að lóðunum Vesturvör 38a og 38b verði úthlutað til sömu aðila og eiga og reka Sky Lagoon. Lóðirnar áttu fyrst að fara til WOW Air en eðli málsins samkvæmt munu engar höfuðstöðvar þess flug- félags rísa á lóðunum. Í bréfi Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs um málið kemur fram að hugmyndir félags- ins séu að búa til hverfi í gömlum íslenskum stíl þar sem boðið verði upp á margs konar afþreyingu, söfn og gistimöguleika, matarupplifun, listir og menningu. ■ Sky Lagoon fær Wow lóðina Baðlón Sky Lagoon kostaði um fimm milljarða króna. 2 Fréttir 17. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.