Fréttablaðið - 17.06.2021, Síða 6
Fleiri leita fyrr til Heim-
ilisfriðar eftir seinni bylgju
#metoo, jafnvel einstaklingar
með vangaveltur um það
hvort hegðun þeirra sé
ofbeldi. Sálfræðingur segir
meðferð fyrir gerendur
áhrifaríka, hægt sé að læra að
hætta að beita ofbeldi.
birnadrofn@frettabladid.is
FÉLAGSMÁL „Aðsókn til okkar hefur
ekki aukist en hún hefur staðið í
stað sem er óvanalegt á þessum
árstíma, yfirleitt dregur heldur úr á
sumrin.“ Þetta segir Andrés Proppé
Ragnarsson sálfræðingur, sem rekur
verkefnið Heimilisfrið, þar sem
fólki sem beitir heimilisof beldi er
veitt meðferð, aðspurður um hvort
aðsókn hafi aukist í kjölfar seinni
bylgju #metoo.
Andrés segist að mestu hafa orðið
var við áhrif #metoo á þann hátt að
fólk leiti til Heimilisfriðar fyrr en
áður. „Það hefur komið til okkar
töluvert að fólki, bæði pör og ein-
staklingar, karlar og konur, sem hafa
vangaveltur um það hvort þau séu
að beita ofbeldi,“ segir hann.
Andrés segir umræðu um ofbeldi
geta orðið til þess að fólk átti sig á
því að hegðun þess sé í raun ofbeldi.
„Þetta er athyglisverður vinkill í
þessari umræðu sem hefur orðið
til þess að fólk kemur til okkar og
viðrar þessar hugsanir.“
Andrés segir að því fyrr sem ger-
endur ofbeldis leiti sér aðstoðar, því
auðveldara sé að uppræta ofbeldið,
jafnvel kæfa það í fæðingu. Hann
segir meðferð fyrir gerendur ofbeld-
is felast í samtalsmeðferð, áfalla-
vinnu og partavinnu. „Það þarf að
breyta viðhorfum gerandans, upp-
lýsa og fræða, en meðferðin er jafn
breytileg og málin eru mörg,“ segir
Andrés.
Meðferðin sem veitt er í Heimilis-
friði er mislöng eftir málum, sumum
nægja tvö til þrjú viðtöl en dæmi eru
um að sami einstaklingurinn hafi
komið yfir fjörutíu sinnum í viðtal.
„Það þarf mikla þrautseigju, þolin-
mæði og einbeittan vilja í svona
meðferð og margir eru með það, því
þau vilja ekki vera á þessum stað,“
segir Andrés.
Kostnaði meðferðar fyrir ger-
endur er haldið í lágmarki og kostar
hvert viðtal hjá Heimilisfriði 3.000
krónur. „Núverandi félagsmálaráð-
herra hefur verið ótrúlega skiln-
ingsríkur varðandi þessi mál og
hefur veitt meðferð fyrir gerendur
brautargengi,“ segir Andrés, en til
dæmis voru þann 3. júní síðast-
liðinn kynntar tillögur frá aðgerða-
teymi gegn ofbeldi sem sett var á fót
í maí í fyrra af félags- og barnamála-
ráðherra og dómsmálaráðherra.
Tillögurnar fela í sér hvatningar-
samtöl forvarnateyma með ger-
anda, þróun fræðsluefnis, auk þess
sem verkferlar lögreglu við að draga
úr áhættu á frekari brotum sak-
borninga verða þróaðir áfram.
Spurður segir Andrés meðferðina
sem veitt sé gerendum áhrifaríka og
að í f lestum tilfellum geti fólk lært
að hætta að beita ofbeldi. „Það liggja
fyrir rannsóknir sem sýna það og
langflestir sem til okkar leita fá ansi
mikinn bata,“ segir hann. „Besta fyr-
irbyggjandi aðgerðin gegn of beldi
er að hjálpa gerendum.“ ■
Segir bestu fyrirbyggjandi aðgerðina
gegn ofbeldi að hjálpa gerendum
Greinargóðar
upplýsingar
fyrir bæði
þolendur og
gerendur of-
beldis má finna
á vefnum 112. is.
Þar eru til að
mynda upplýs-
ingar um ólíkar
tegundir of-
beldis og úrræði
fyrir gerendur
og þolendur
ofbeldis.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Langflestir sem til
okkar leita fá ansi
mikinn bata.
Andrés Proppé
Ragnarsson,
sálfræðingur.
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ FRÁ
6.399.000 KR.*
N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S
• STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
N Ý H Ö N N U N
N Ý I N N R É T T I N G
N Ý TÆ K N I
N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R
* S V A R T U R L I M I T E D.
urduryrr@frettabladid.is
FASTEIGNIR Mikil eftirspurn er á
húsnæðismarkaði, samkvæmt mán-
aðarskýrslu Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar fyrir júní 2021. Nú
eru rúmar 1.900 íbúðir auglýstar til
sölu.
Aldrei síðan mælingar hófust
hefur hærra hlutfall íbúða verið
selt yfir ásettu verði. Í apríl seldist
um helmingur allra sérbýla á hærra
verði. Á sama tíma hefur meðalsölu-
tími aldrei verið styttri, en í apríl á
þessu ári var meðalsölutími í höfuð-
borginni aðeins 39 dagar. Til saman-
burðar voru íbúðir að meðaltali 78
daga í sölu í apríl 2020.
Þá hækkar heildarmat fasteigna
fyrir árið 2022 um 7,4 prósent frá
árinu áður og verður 10.340 millj-
arðar, samkvæmt Þjóðskrá. Mesta
hækkun er á Vestfjörðum, en þar
hækkar fasteignamat um 16,3 pró-
sent. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar
það um 8 prósent. ■
Aldrei hærra
hlutfall íbúða selt
yfir ásettu verði
Helmingur allra sérbýla seldist yfir
ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Nokkuð fleiri sjálfs-
víg urðu meðal kvenna á síðasta ári
miðað við árið 2019, samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Embætti land-
læknis. Alls urðu 47 sjálfsvíg árið
2020, 15 meðal kvenna og 32 meðal
karla.
Síðastliðinn áratug hafa að meðal-
tali verið 39 sjálfsvíg hér á landi
árlega, en þegar litið er til einstakra
ára hefur fjöldinn verið á bilinu
27-49.
Frá því kórónaveirufaraldurinn
hófst hefur verið uppi umræða um
hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í
faraldrinum og ýmislegt hefur bent
til þess að andlegri heilsu fólks hafi
hrakað frá því að faraldurinn hófst.
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Píeta samtakanna, segir símtöl-
um til samtakanna hafa fjölgað gríð-
arlega árið 2020, en samtökin sinna
forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og
sjálfsskaða og styðja við aðstand-
endur. Í janúar í fyrra voru símtöl til
Píeta 194 talsins en í desember sama
ár voru þau 503. Fyrstu fimm mánuði
þessa árs var meðalfjöldi símtala til
samtakanna 500 og segir Kristín að
það sem af sé júnímánuði hafi verið
mikið að gera hjá samtökunum.
Kristín bendir á að til samtakanna
geti fólk með sjálfsvígshugsanir leit-
að allan sólarhringinn. „Sjálfsvígs-
hugsanir eru ekki að koma upp hjá
einhverjum einum samfélagshópi
frekar en öðrum. Þetta er vandamál
þvert á samfélagið en hjálpin er til
staðar og við hvetjum alla til að hafa
samband,“ segir Kristín.
Hjálparsími Píeta samtakanna,
552-2218, er opinn allan sólarhring-
inn. ■
Fleiri sjálfsvíg meðal kvenna á síðasta ári
Fimmtán konur féllu
fyrir eigi hendi á síð-
asta ári. Frá því að töl-
fræði hefur verið tekin
um sjálfsvíg hafa aldrei
fleiri konur tekið eigið
líf á einu ári.
kristinnpall@frettabladid.is
SA M K E PPN I S LÖ G Samkeppnis-
eftirlitið skrifaði í gær undir sátt
við Eimskip vegna rannsóknar á
brotum fyrirtækisins og Samskipa
á samkeppnislögum og EES-samn-
ingnum.
Með því viðurkennir Eimskip
að hafa brotið samkeppnislög og
samþykkir að greiða 1,5 milljarða í
stjórnvaldssekt, sem rennur í ríkis-
sjóð. Um leið mun fyrirtækið grípa
til aðgerða sem eiga að koma í veg
fyrir að þetta geti gerst aftur, en
brotin má rekja langt aftur í tímann.
Þá var staðfest að fyrirtækið hefði
brotið reglur samkeppnislaga með
því að hafa hvorki veitt réttar upp-
lýsingar né afhent gögn í þágu rann-
sóknarinnar. ■
Hálfur annar
milljarður í sekt
4 Fréttir 17. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ