Fréttablaðið - 17.06.2021, Qupperneq 20
Þar sem samkeppnis-
hæfnin hefur skýr og
afgerandi áhrif á lífs-
kjör allra landsmanna
er fullt tilefni til að hún
verði stórt kosninga-
mál.
Þings-
ályktunin
hefur það
markmið
að fjölga
störfum,
örva eftir-
spurn og
styðja
við lofts-
lagsvæna
verðmæta-
sköpun á
Íslandi.
Það töpuðu margir í þinglokum
Alþingis. Þau sem trúðu því að mið-
hálendisþjóðgarður myndi verða
stofnaður á þessu kjörtímabili, eða
þau sem héldu í von um breytingar
á stjórnarskrá. En það voru líka
sigrar á þinglokasprettinum. Einn
af þeim var þegar Alþingi sam-
þykkti að fela ríkisstjórn Íslands
að vinna að þingsályktun Sam-
fylkingarinnar um græna atvinnu-
byltingu. Þingsályktunin hefur
það markmið að fjölga störfum,
örva eftirspurn og styðja við lofts-
lagsvæna verðmæt asköpu n á
Íslandi. Tillagan er í samhengi við
alþjóðlegar loftslagsskuldbind-
ingar Íslands í ljósi efnahagssam-
dráttar, sögulegs fjöldaatvinnu-
leysis og framleiðsluslaka vegna
kórónuveiru faraldursins. Til að ná
þessu felur þingsályktunin í sér 10
eftirfarandi aðgerðir;
1) Grænn fjárfestingarsjóður
Komið verði á fót grænum fjár-
festingarsjóði af hálfu hins opin-
bera sem leggur sjóðnum til 5
milljarða hlutafé. Sjóðnum ber
að leita eftir samstarfi við einka-
fjárfesta og á að styðja við þróun
loftslagslausna, græns hátækni-
iðnaðar og aukið vægi loftslags-
vænnar atvinnuuppbyggingar á
Íslandi. Það hefur verið skortur á
fjárfestingu í fyrirtækjum og verk-
efnum sem skila nægilegum sam-
drætti í losun innan tímaramma
aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
Markmið og árangursmælikvarðar
verða að vera mjög skýrir. Landsam-
göngur, umsvif skipa og orkufram-
leiðsla eru þau svið sem vega þyngst
í meginmarkmiðum aðgerðaáætl-
unar í loftslagsmálum sem þarf að
taka mið af í fjármögnunaráætlun
sjóðsins, ásamt stefnu Vísinda- og
tækniráðs og góðum stjórnarhátt-
um í félögum sem hann fjárfestir
í. Grænar fjárfestingar þurfa líka
að vera arðbærar svo virkja megi
almenna fjárfesta. Fjárhagslegar
ívilnanir til grænna fjárfestinga
til viðbótar við umhverfisgjöld og
sanngjarnt gjald á losun gróður-
húsalofttegunda er skilvirk leið til
að örva grænar fjárfestingar til að ná
fram kolefnishlutleysi.
2) Metnaðarfyllri
loftslagsmarkmið
Í þingsályktunartillögunni er
kveðið á um að umhverfis- og auð-
lindaráðherra hafi forgöngu um
að mótuð verði ný aðgerðaáætlun
í loftslagsmálum sem geri ráð fyrir
allavega 60% samdrætti í losun
gróðurhúsalofttegunda fyrir árið
2030 miðað við árið 2005. Mark-
mið um kolefnishlutleysi árið 2040
verði fest í lög, skerpt verði á sjálf-
stæði og aðhaldshlutverki lofts-
lagsráðs og stjórnsýsla loftslags-
mála ef ld. Í umsögnum við málið
Græn atvinnubylting!
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
þingkona Sam-
fylkingarinnar.
Í dag birtir IMD viðskiptaháskólinn
árlega úttekt sína á samkeppnis-
hæfni ríkja, sem Viðskiptaráð kynnir
að vanda. Samkeppnishæfni er
stundum loðið og ofnotað hugtak, en
í þessari úttekt er meining þess skýr:
Hvernig ríki stuðla að umhverfi þar
sem fyrirtæki geta á sjálfbæran hátt
skapað verðmæti. Áhrif þess á lífs-
gæði allra landsmanna eru afgerandi
og augljós.
Ísland stendur að ýmsu leyti vel í
þessum samanburði og er annað árið
í röð í 21. sæti af 64 ríkjum. Óvenju
mikil áhrif heimsfaraldursins hér á
landi vegna vægis ferðaþjónustu vega
þungt en þó má víða greina jákvæða
þróun, til dæmis í tæknilegum inn-
viðum landsins og í fjármögnun-
arumhverfinu sem lengi hefur verið
dragbítur á samkeppnishæfnina.
Það sem er sérstakt áhyggjuefni
er að Ísland er langt á eftir Norður-
löndunum. Í 2. sæti úttektarinnar,
á eftir Sviss, er Svíþjóð. Danmörk
er í 3. sæti, Noregur í því sjötta og
loks er Finnland í 11. sæti. Norður-
löndin hafa verið að sækja fram í
samkeppnishæfni á meðan Ísland
hefur staðnað. Staðan er sú að
Ísland hefur ekki staðið Norður-
löndunum jafn langt að baki frá
árinu 2013. Sé rýnt nánar í niður-
stöðurnar er Ísland undir meðaltali
Norðurlandanna í 15 af 20 undir-
þáttum. Í fjórum þáttum stendur
Ísland 1-4 sætum betur og aðeins í
skattastefnu virðist Ísland bera af.
Við nánari skoðun helgast það þó
af því að lífeyriskerfið hér bygg-
ist á sjóðsöfnun en ekki gegnum-
streymiskerfi.
Yfirskrift nýliðins Viðskiptaþings
var að hugsa stærra og í samkeppnis-
hæfninni eigum við sannarlega að
hugsa stærra. Ísland hefur alla burði
til að vera með allra samkeppnis-
hæfustu ríkjum og standa jafnfætis
Norðurlöndunum. Til að svo verði
þurfa íslensk fyrirtæki að geta staðið
sig í erlendri samkeppni. Rekstr-
arumhverfið þarf að gera þeim það
kleift og þar eru ótal tækifæri til
úrbóta, eins og birtist í 22 tillögum
alþjóðahóps Viðskiptaráðs sem
fjallað var um í skýrslu Viðskipta-
þings.
Senn líður að kosningum. Þar
sem samkeppnishæfnin hefur
skýr og afgerandi áhrif á lífskjör
allra landsmanna er fullt tilefni til
að hún verði stórt kosningamál.
Við skorum á f lokkana að sýna á
spilin í þeim efnum og leggja fram
metnaðarfull en raunhæf mark-
mið um hvernig megi bæta sam-
keppnishæfnina. Þannig getum við
horft björtum augum á spennandi
framtíð. n
Við getum gert betur
Ari Fenger
formaður Við-
skiptaráðs Íslands.
aldurinn verður líka að eiga sér stað
í nærsamfélaginu. Því er lagt til að
ríkissjóður hafi milligöngu um hag-
stæðar lánveitingar til sveitarfélaga
vegna loftslagsvænna fjárfestinga
og aukaframlag til sóknaráætlana
landshluta árið 2021.
6) Kolefnisbinding
og bætt landnýting
Ráðist verði í kraftmikið átak í skóg-
rækt, landgræðslu og endurheimt
votlendis, birkiskóga og kjarrlendis.
Stuðningur við landbótaverkefni
frjálsra félagasamtaka verði stór-
aukinn og markviss vinna sett af
stað við endurskoðun styrkjakerfis
og skattumhverfis til að ýta undir
ábyrga landnýtingu og gera bænd-
um kleift að einbeita sér í auknum
mæli að kolefnisbindingu, endur-
heimt votlendis og uppgræðslu.
7) Menntasókn
Stutt verði enn frekar við náms-
tengd vinnumarkaðsúrræði fyrir
atvinnuleitendur og námsframboð
aukið með auknum framlögum
til starfsmenntunar, framhalds-
fræðslu, símenntunarstöðva, starfs-
endurhæfingar og vinnustaðanáms.
Nám í umhverfis- og garðyrkju-
fræðum verði tryggt með starfs-
námi á framhaldsskólastigi, aðgengi
að tæknifræðinámi utan höfuð-
borgarsvæðisins aukið og stutt verði
við uppbyggingu háskólaútibús á
Austurlandi.
8) Uppbygging iðngarða
Nauðsynlegur hluti af grænni
at vinnubylting u er að skapa
umhverfi sem nýtist til fjölbreyttrar
atvinnu- og verðmætasköpunar og
fjölga tækifærum fyrir góð tækni-
störf. Það þarf til dæmis að stórauka
rannsóknir og þróun hérlendis
á sviði framleiðslu og nýtingar á
endurnýjanlegu eldsneyti. Áætlana-
gerð á þessu sviði hefur verið fremur
almenn. Nýting vistvæns eldsneytis
á skipum er dæmi um nýsköpunar-
verkefni sem brýnt er að fjármagna
og skattaívilnanir geta líka liðkað
fyrir fjárfestingu í breytingum á
vélbúnaði skipa eða nýsmíði hrein-
orkuskipa. Skipa þarf starfshóp um
skipulega uppbyggingu iðngarða á
Íslandi þar sem virði hreinnar orku
er hámarkað, svo sem til uppbygg-
ingar í matvælaiðnaði, lífrænni
eldsneytisframleiðslu, líftækni og
garðyrkju. Liðka þarf fyrir regluum-
hverfi fyrir slíkri starfsemi.
9) Stuðningur við
listir og menningu
Styðja þarf enn frekar við skapandi
greinar og listir, enda í samræmi við
aukinn fjölbreytileika atvinnu- og
verðmætasköpunar. Framlög til
launasjóða listamanna verði stór-
aukin og komið verði enn frekar til
móts við menningarstofnanir sem
orðið hafa fyrir tekjutapi vegna
samkomubanns. Endurgreiðslur á
virðisaukaskatti til framleiðenda
k vikmynda og sjónvarpsefnis
verði hækkaðar og Ísland gert að
ákjósanlegum stað til fullvinnslu
kvikmynda.
10) Stórsókn í
nýsköpun og þróun
Ráðist verði í heildstæða greiningu á
því hvernig bæta megi regluverk og
nýta skattalega hvata til að treysta
samkeppnishæfni Íslands á sviði
nýsköpunar, rannsókna og þróunar
og tryggja hugverka- og hátækni-
iðnaði hagfelldari rekstrarskilyrði.
Framlög til opinberra hluta nýsköp-
unar og rannsókna og þróunar, en
þau framlög hafa lækkað mjög
undanfarin ár. Framlög til Tækni-
þróunarsjóðs, Rannsóknasjóðs og
Innviðasjóðs verði því aukin og
úrræðið Stuðnings-Kría fullfjár-
magnað.
Með grænu atvinnubyltingunni
er hægt að slá tvær f lugur í einu
höggi: Örva eftirspurn og atvinnu
í einka – og opinbera geiranum.
En um leið skapa grænna og sjálf-
bærara samfélag á Íslandi, stíga
fastar til jarðar í loftslagsmálum
en nú og setja metnaðarfyllri lofts-
lagsmarkmið til næstu ára. Einka-
markaðurinn mun aldrei einn og
sér leysa stóra vandamálið, sem
hlýnun jarðar er. Það er líka sam-
félagslega nauðsynlegt að byggja
græna atvinnuuppbyggingu með
sanngjörnum umskiptum í lofts-
lagsaðgerðum. Til þess þarf þétt
samstarf og skýra pólitíska for-
ystu til að tryggja að viðspyrnan
eftir heimsfaraldurinn samræmist
alþjóðleg um sk uldbinding um
okkar í loftslagsmálum. n
á Alþingi kom fram skýrt ákall um
metnaðarfyllri loftslagsmarkmið.
Ein af lausnum til þess er aukin og
bætt nýting innlendra, endurnýjan-
legra orkugjafa í stað jarðefnaelds-
neytis. Uppbygging, þróun og styrk-
ing raforkuflutningskerfisins styður
líka vel við áætlanir um orkuskipti,
meðal annars vegna rafvæðingar
hafna. Lögfesting markmiða Íslands
í loftslagsmálum er áríðandi eins og
Finnland og Noregur hafa gert.
3) Efling almenningssamgangna
Ef ling almenningssamgangna er
einn stærsti liðurinn í því að ná
markmiðum um kolefnishlutleysi.
Styrkja þarf almenningssamgöngur
um allt land því það eykur valkosti
almennings og auðveldar ferðalög á
milli landshluta með strætisvagni. Í
efnahagsástandinu í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins er kjörið að flýta
framkvæmdum á Borgarlínu sem
búa til störf og skila miklum lofts-
lagsávinningi. Að auki þarf rausnar-
legt viðbótarframlag til uppbygg-
ingar stofnleiða fyrir hjólreiðar.
4) Hröðun orkuskipta
Það er brýnt að ráðast í markvissar
aðgerðir til að hraða orkuskiptum
á láði og legi. Styðja þarf enn frekar
við uppbyggingu rafhleðslustöðva
um allt land með það fyrir augum
að nýskráningu bensín- og dísilbíla
verði hætt árið 2025. Það er metn-
aðarfyllra en árið 2030 eins og núver-
andi ríkisstjórn VG, Framsóknar-
f lokksins og Sjálfstæðisf lokksins
gerir. Stefna skal að því að tvöfalda
framlög til Orkusjóðs.
5) Sterk sveitarfélög og
fjárfesting í nærsamfélaginu
Viðspyrnan eftir kórónaveirufar-
18 Skoðun 17. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ