Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Sigrún Lilja er hvað þekktust
fyrir að hafa ung að aldri stofnað
íslenska hönnunarmerkið Gyðju
Collection og hannað fjöldann
allan af vörum sem slógu í gegn
hérlendis og víða um heim á sínum
tíma. Hún á og rekur líkams-
meðferðarstofuna The House of
Beauty, sem á stuttum tíma hefur
orðið vinsæll viðkomustaður
Íslendinga sem vilja bæta líkam-
legt form og heilsu.
„Það er svo skemmtilegt hvernig
lífið oft breytir um stefnu og þróast
út í eitthvað dásamlegt eins og
líkamsmeðferðarstofan The House
of Beauty er fyrir mér í dag,“ segir
Sigrún Lilja, sem nýverið fagnaði
þriggja ára afmæli stofunnar og
stækkun hennar.
Nýttu lokanir í Covid til að
stækka meðferðarstofuna
„Fljótlega eftir að við opnuðum
kom í ljós að húsnæðið var of lítið
miðað við eftirspurn, þrátt fyrir
rúman opnunartíma. Við erum
með opið virka daga, frá morgni og
oftast til klukkan 22.00 eða 23.00
á kvöldin og einnig um helgar.
Samt var fjögurra vikna bið í með-
ferðir hjá okkur. Því var ákveðið
að stækka stofuna og við nýttum
tímann í COVID-lokunum til
þess,“ segir Sigrún.
The House of Beauty er í Fáka-
feni 9 og líkamsmeðferðarstofan er
öll hin glæsilegasta. Kristalsljósa-
krónur, speglaflísar og glamúr-
lúkk með klassísku ívafi, skapa
þægilegt og afslappað andrúms-
loft. „Sköpunargáfan fékk að njóta
sín töluvert í þessu verkefni. Ég lét
sérframleiða fyrir mig húsgögn
erlendis og einnig lét ég sérfram-
leiða speglaflísar sem prýða stóra
veggi á göngum stofunnar,“ segir
Sigrún.
Árangur viðskiptavina hefur
þótt mikill og vakið eftirtekt
„Við þrýstum ekki á fólk að birta
myndirnar af sér og fara margir
í gegn með glæstan árangur sem
aðeins þeir vita af. Það fylgir bara
trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt
miðað við það sem við sérhæfum
okkur í, sem eru líkamsmeðferðir.
En svo eru alltaf sumir sem eru til í
að leyfa okkur að birta myndirnar
og leyfa fólki að sjá hvað við erum
að gera alla daga og okkur þykir
mjög vænt um það,“ segir Sigrún.
Ein af nýjustu árangurssögunum
er frá Kristínu Ósk Wium. „Hún var
svo mikil dásemd að leyfa okkur
að birta myndirnar hennar undir
nafni. Sögur eins og Kristínar eru
ástæða þess að við erum alltaf til-
búin að leggja hart að okkur við að
aðstoða viðskiptavini af fremsta
megni til að ná hámarksárangri.
Slagorðið okkar er: „Þinn árangur
er okkar markmið.“ Það má með
sönnu segja að við viljum að þeir
sem komi til okkar nái árangri,“
segir Sigrún.
Undrameðferðin sem hjálpar
mörgum gigtarsjúklingum
„Ein af okkar allra vinsælustu með-
ferðum er Lipomassage Silklight,
ein öflugasta sogæðameðferð sem
hægt er að komast í. Fyrir utan að
hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun
líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun
og staðbundna fitu, þá er þetta
meðferðin sem margir kjósa að
fara í til að halda niðri verkjum,
til dæmis vegna gigtar- eða stoð-
kerfisvandamála. Við fáum marga
gigtarsjúklinga til okkar vikulega
sem ná að halda niðri verkjum
með því að koma í þessa meðferð.
Lipomass age meðferðin bætir blóð-
flæði og dregur úr bólgum og bjúg.
Það skemmtilegasta við starfið
er að sjá fólk ná góðri heilsu á ný.
Eftir að hafa sjálf misst heilsuna
og hafa þurft að berjast fyrir því
að ná henni aftur þá fyrst gerði ég
mér grein fyrir því hversu dýrmæt
heilsan er. Ég brenn fyrir því að
aðstoða fólk við að byggja upp
heilsuna og þessi meðferð er þar
gríðarlega öflugt tæki, enda skipta
jákvæðar reynslusögur í dag örugg-
lega hundruðum,“ segir Sigrún.
Sumar-makeover
Vinsælustu pakkarnir hjá The
House of Beauty eru svokallaðir
Makeover- pakkar þar sem við-
komandi mætir í valdar meðferðir
nokkrum sinnum í viku í nokkrar
vikur með ákveðið markmið í huga.
„Við erum til dæmis með Húð- og
styrkingar-makeover, Húð- og
grenningar-makeover, Heilsu-
eflingu og Tummy tuck sem dæmi.
Eftir lokanir í Covid þráir fólk að
koma heilsunni og líkamsforminu
í lag fyrir eða jafnvel í sumarfríinu.
Því settum við saman sérvalda
Sumar-Makeover-pakka á ein-
stökum kjörum sem eru eingöngu
fáanlegir í takmarkaðan tíma. Til
að aðstoða fólk við að finna hvaða
meðferð eða pakki hentar best
bjóðum við upp á fría mælingu og
ráðgjöf án allra skuldbindinga,“
segir Sigrún og heldur áfram:
„Árangur er alltaf persónubundinn
og er samstarfsverkefni meðferðar-
aðila og viðskiptavinar. Við gefum
tækin, tólin og góð ráð en svo er það
á ábyrgð viðkomandi að fara eftir
leiðbeiningum til að aðstoða við
útkomu meðferðanna.“
Ekki krafa um hreyfingu
eða sérstakt mataræði
„Við gerum enga sérstaka kröfu
um hreyfingu eða mataræði,
enda eru þeir sem koma til okkar
eins misjafnir og þeir eru margir.
Sumir geta einfaldlega ekki hreyft
sig og þurfa því aðstoð okkar til
að byggja líkamann upp. En við
gefum góð ráð hvað varðar til
dæmis vatnsdrykkju, gufu, góða
næringu og ýmis önnur trix til
að bæta heilsuna og hjálpa við að
hámarka árangur hvers og eins.
Svo hvetjum við viðskiptavini til
dáða í ferlinu og það hefur alltaf
jákvæð áhrif líka,“ segir Sigrún.
En eru meðferðir The House of
Beauty fyrir alla?
„Nei er stutta svarið. Þumal-
puttareglan er sú að þinn árangur
er okkar markmið. Ef tilskilinn
árangur næst ekki fljótlega eftir
að prógramm hefst er mikilvægt
að láta meðferðaraðila vita svo
hægt sé að gera breytingar á pró-
gramminu. Við erum eins misjöfn
og við erum mörg og líkami okkar
bregst mismunandi við. Fókusinn
hjá okkur er ekki sá að viðskipta-
vinir missi ákveðinn fjölda kílóa
heldur aðstoðum við þá við að
vinna á staðbundnum breytingum
á fitusöfnun, slappri húð, bjúg,
bólgum, slitum og ýmsu öðru. Við
fókusum frekar á að árangur sjáist
með berum augum og á myndum
heldur en að missa ákveðinn fjölda
kílóa. Árangur byggist á samstarfi
meðferða, meðferðaraðila og við-
skiptavinar,“ segir Sigrún Lilja að
lokum. n
Nánari upplýsingar um Sumar-
Makeover-pakkana, bókun í fría
mælingu og ráðgjöf er að finna
á vefsíðunni www.thehouseof-
beauty.is
Reynslusaga Kristínar Óskar Wium
„Í janúar var ég að gefast upp á sjálfri mér og fannst ég þung bæði
andlega og líkamlega. Ég var búin að íhuga alls konar leiðir, til dæm-
is magaaðgerðir og fitusog. Svo sá ég viðtal við Sigrúnu og ákvað að
kynna mér meðferðinar hjá The House of Beauty. Ég fór í mælingu
og ráðgjöf og keypti mér tíma í Velashape og í Silk – og þá var ekki
aftur snúið. Ég fór tvisvar í viku í meðferðina. Eftir 5 vikur voru 37
cm farnir og ég orðin tíu kílóum léttari. Andlega hliðin er allt önnur.
Ég hlakka til að mæta í tímana, bæði vegna þess að árangurinn
hefur verið svo frábær en ekki síður vegna yndislegu stúlknanna
sem þarna vinna. Takk fyrir mig – þið losnið aldrei við mig.”
Ein vinsælasta meðferðin hjá The House of Beauty er Lipomassage Silklight,
öflug sogæðameðferð sem mótar líkamann og hjálpar til við að halda niðri
verkjum, til dæmis vegna gigtar eða stoðkerfisvandamála. MYND/AÐSEND
„Eftir lokanir í COVID þráir fólk að koma heilsunni og líkamsforminu í lag. Því settum við saman sérvalda Makeover-pakka á einstökum kjörum,“ segir Sigrún.
MYND/SIGTRYGGUR ARI
Myndirnar eru teknar í janúar og mars á þessu ári. MYND/AÐSEND
2 kynningarblað A L LT 17. júní 2021 FIMMTUDAGUR