Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 3
Ólafur Björnsson, pófessor, for- maSur frá 1948 og síðan. menn og sæti áttu í undirbúningsnefndinni að undanteknum Þorgils Ingvarssyni bankafulltrúa, sem gekk úr, þar sem bankamenn gerðust ekki aðilar, en í hans stað var kosinn Ásmundur Guð- mundsson prófessor sem fulltrúi fyrir presta og kennara við æðri skóla. í varastjórn voru kosn- ir: Sveinn Sæmundsson lögregluþjónn, Ólafur Helgason tollvörður og Kristinn Ármannsson adjunkt. Fyrstu verkefnin. Undirbúningsnefndin lagði fram tvær tillögur, er báðar voru samþykktar með samhljóða at- kvæðum. Fyrri tillagan um að fela frkvstjórn að bera fram við ríkisstjórn kröfu um verðlags- uppbót á laun opinberrastarfsmanna „til jafns við aðrar launastéttir landsins". Frsm. Lárus Sigurbjörnsson. Síðari tillagan um að sami aðili í’æði við rétta aðila um að sú verðlagsuppbót, sem greidd var 1940 verði undanþegin skatts- og útsvarsálagninu. Frsm. Guðjón B. Baldvinsson. F. í. S. veitti fundarmönnum kaffi, og sýndi þeim sjálfvirku miðstöðina. Á fundi fulltrúaráðsins 21. febr. s. á. skýrði frkvstjórnin frá gerðum sínum, en þá hafði kröf- um stofnfundar verið komið á framfæri við ríkis- stjórnina. Á þriðja og síðasta fundi fulltrúaráðsins 26. okt. 1941 var kosin þriggja manna laganefnd „til að samræma brtill. frá einstökum félögum við frv. til laga fyrir Bandalag félaga opinberra starfs- manna“, er skyldi ljúka störfum fyrir 15. des. það ár, „og boði framkvæmdastjórnin til stofn- þings upp úr áramótum“. Bandalctgið stofnað. Fyrsti fundur stofnþings B. S. R. B. var settur framtíð þessara samtaka. Slíkar tilraunir höfðu áður mistekist, og svartsýnir menn héldu að svo myndi enn fara. Þróun félagsmála er nú orðin á þann veg, að lítil líkindi eru til annars en að áframhaldandi líf, starf og þróun B. S. R. B. verði með eðlileg- um hætti svo fremi sem lýðræðisskipulag helzt, og annarleg öfl ná ekki tökum innan raðanna. Hverjar voru þá fyrstu samþykktir þessa full- trúaþings? Áskoranir til alþingis, bæjarstjórna og annara aðila um þessi mál. í 'kenarastofu Austurbæjarbarnaskólans kl. 16.45 laugardaginn 14. febr. 1942. Stofnfélög þess voru 14 með 43 fulltrúum, en auk þess mættu áheyrnarfulltrúar frá félögum bankamanna. Kveðjur bárust frá Alþýðusam- bandi Islands og Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur. Von þeirra mörgu, sem trúðu á mátt samtak- anna var að rætast. Ymsu var spáð um líf og 1. að endurskoðuð verði launakjör opinberra starfsmanna. 2. að grundvöllur verðlagsvísitölu verði end- urskoðaður. 3. að greidd verði ómagauppbót. 4. að lög um lífeyrissjóði verði endurskoðuð. 5. að starfsmönnum allra bæjarfélaga verði tryggð eftirlaun hliðstæð og Reykjavíkur- bær veitir. Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri, í stjórn bandalagsins frá stofnun. STARFSMANNABLAÐIÐ 3

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.