Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 1

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 1
1 95 1 VI. ár, 1. tbl. BANOALAG - Útgefandi: Bandalag starfsmanna ríkis og hæja. Ritnefnd: GúSjón B. Baldvinsson, Sigurður In mundarson, Steingrímur Pálsson. - RIKIS OG 0 Þœttir úr 10 ára sögu B.S.R.B. Áfangar á tíu ára ferli. Þegar opinberir starfsmenn hófu undirbúning að heildarsamtökum giltu aðrar reglur um greiðslu verðlagsuppbótar þeim til handa, en voru um aðra launþega. Þetta misrétti fékkst leiðrétt. Launalögin, sem þá voru í gildi frá 1919, voru hvorttveggja úrelt mjög vegna launastiga, og auk þess náðu þau aðeins yfir lítinn hluta ríkis- starfsmanna. Ný launalög tóku gildi árið 1945. Eftirlaunamál ríkisstarfsmanna voru einnig mjög á eftir tímanum. Sjóðirnir náðu aðeins til embættismanna, sem svo voru nefndir, og ið- gjöld voru greidd af litlum hluta launa. Ný lög um lífeyrissjóði voru sett 1944, sem bættu úr þessum ágöllum. Samtökin höfðu hvergi tryggingu fyrir því að ríkisvaldið veitti þeim áheyrn hvað þá meira, í launalögunum frá 1945 er ákvæði, sem veitir Bandalaginu rétt til að fjalla um þau mál, er lögin ná yfir, áður en reglugerðir eru settar. Engin föst regla var til um greiðslu yfirvinnu- kaups, var það því mjög á reiki hvernig greiðsla fór fram. Reglugerð fékst sett í apríl 1946, þar sem greiðslur þessar voru ákveðnar og sam- ræmdar. Launabætur hafa fengist sem hér segir, auk þeirra sem náðust með áðurnefndum launalög- um: Á meðan endurskoðun þeirra fór fram var greidd ómagauppbót, sem mildaði óréttlæti í launagreiðslum fyrir fjölskyldumenn. Nú hefir um tvö ár verið greidd launauppbót á gildandi launástiga, til þess að jafna að nokkru metin miðað við grunnkaupshækkanir, sem verkalýðs- félögin hafa náð. I fyrra og aftur í sumar náðust mjög mikils- verðir árangrar um greiðslu verðlagsuppbótar á laun opinberra starfsmanna, sem öllum hlýtur að vera í fersku minni. Engar samræmdar reglur eða viðhlýtandi ákvæði eru til um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Frumvarp í þessu efni er nú samið og í athugun hjá dómsmálaráðherra ásamt til- lögum bandalagsins. Félög bæjastarfsmanna hafa fengið viðurkenn- ingu sem samningsaðilar, og utan Reykjavíkur hafa félögin á Akureyri og Siglufirði fengið eftirlaunaréttindi. —o— Bandalagið var myndað af 14 félögum, sem töldu í árslok 1942 1545 félaga innan sinna vé- banda, nú í dag eru 26 félög í bandalaginu sem. telja samtals 3169 félaga. Innri styrkur er þó ekki fólginn einvörtðungu í fjölgandi félögum, heldur miklu fremur í vax- andi skilningi á mætti samtakanna, þýðingu þeirra og gildi, ekki aðeins sem baráttutæki fyrir bættum launum, heldur einnig til menningar- STARFSMANNABLAÐIÐ 1

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.