Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 19
Samþykktir 14. þings B.S.R.B. I. Launamálið. Endurskoðun launalaga. 14. þing B. S. R. B., skorar eindregið á ríkis- stjórnina, að leggja fyrir Alþingi það er nú situr, frumvarp til launalaga, samræmt móts við til- lögur bandalagsins og að beita sér fyrir því að það verði lögfest, eða að öðrum kosti, að fá nauð- synlega heimild Alþingis, til þess að semja við bandalagið um laimakjör ríkisstarfsmanna á næsta fjárhagsári. Þingið leggur áherzlu á það sjónarmið milli- þinganefndarinnar að launastiginn sé lægri en svo að réttlátt geti tahst, með hliðsjón af launa- igreiðslum fajá einkafyrirtækjum, og raunveru- legum framfærslufcostnaði. 14. þing B. S. R. B. fellst á að milliþinganefnd bandalagsins hafi hvorki haft tíma né aðstöðu til að flokka ríkisstarfsmenn eftir störfum, þar sem nauðsynlegt var að flýta fyrir lokaafgreiðslu frumvarps til launalaga, en samning þess og athugun hefur nú tekið mjög langan tíma. Þingið felur því bandalagsstjórn að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir, samanber. til- lögu, samþykkta á fundi milliþinganefndar B. S. R. B. í launamálum, þann 15. maí s. 1., til þess að ríkisstarfsmönnum verði skipað í launa- flokka eftir störfum. Þingið telur mjög brýna nauðsyn, að samtök- unum verði beitt til hins ítrasta, í því skyni, að fá lausn á launamálum ríkisstarfsmanna, sem bandalagið getur við unað, og felur því hverju bandalagsfélagi að tilnefna tvo menn úr sínum félagshópi, til þess að vera bandalagsstjórn til aðstoðar í þessu máli. frá ýmsum bandalagsfélögum, um að knýja fram viðunandi lauisn í málinu. Slíkar áskoranir eru nauðsynlegar og örvandi, og væri æskilegt að fleiri félög sýndu samskonar áhuga, þegar stór mál eru á döfinni. Skrifstofu bandalagsins hafa borizt innlend málgögn, svo sem Læknablaðið, Simablaðið, Bankablaðið og Menntamál, ennfremur frétta- bréf frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurbæjar og fréttabréf frá Samvinnunefnd norrænna bæjar- starfsmanna. Yfirvinnukaup og launabætur. Þar sem viðurkennt er, að launauppbót, sam- kvæmt ákvæðum fjárlaga, sé föst grunnlauna- hækkun, telur 14. þing B. S. R. B., að samræma beri yfirvinnukaup því sjónarmiði, og felur því stjórn bandalagsins, að beita sér fyrir því við ríkisstjórnina, að 5. grein gildandi reglugerðar um vinnutíma starfsmanna ríkis og ríkisfyrir- tækja frá 11. marz 1946, verði breytt þannig, að samsvarandi hækkun komi á alla greiðslu fyrir yfirvinnu. I sambandi við endurskoðun á gjaldskrá fyrir héraðslækna, tekur þingið fram, að ætlast er til, að tekið sé tilht til grunnkaupshækkana, og að á gjaldskrána komi vísitala, eins og hún er greidd á hverjum tíma. 14. þing B. S. R. B. ítrekar þá samþykkt 13. þings bandalagsins, að bandalagsstjórn vinni að því, að lögregluþjónar, hjúkrunarkonur, veður- fræðingar, tollverðir, flugumferðarstjórar og aðrir þeir, sem vaktavinnu stunda, fái greidda 33% uppbót á næturvinnu, eins og nú á sér stað um símamenn og ýmsa aðra, samanber reglu- gerð útgefna af ríkisstjórninni 30. júlí 1945. Laun bæjarstarfsmanna. 14. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að stuðla að því, að bæjarfélögin greiði starfs- mönnum sínum eigi lægri uppbætur á laun en greiddar eru starfsmönnum ríkisins, unz ný launalög hafa verið sett, en launagreiðslur bæj- anna verði þá samræmdar þeim. Ennfremur skorar þingið á stjórn bandalags- ins, að veita þeim starfsmannafélögum bæjanna, sem þess óska, aðstoð til þess að koma eftirlauna- málum sínum í svipað faorf og þegar hefir feng- izt á Akureyri og Siglufirði. Athugun lífeyrissjóðslaga. 14. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að athuga ósamt fulltrúum launþeganna í stjórn- um lífeyrissjóðanna, hvort ekki sé rétt að breyta lögum sjóðanna þannig, að lífeyririnn sé reikn- aður hverju sinni eftir því, hver laun embættis- ins, er lífeyrisþeginn gegndi síðast, áður en hann lét af störfum, eru á hverjum tíma. STARFSMANNABLAÐIÐ 19

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.