Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 15
ur hefir verið niður réttur launþega til sjálf- krafa haekkunar kaupgjalds á miðju þessu ári, ef vísitala framfærslukostnaðar hækkar um 5% eða meira, hafi ríkisvaldið tekið á sig aukna ábyrgð á því gagnvart launþegasamtökunum, að gera allt, sem í þess valdi stendur, til þess að stöðva frekari aukningu dýrtíðar. Stjórnin væntir því þess, að ríkisstjórnin muni gera sitt ítrasta til þess, að þeim mikilvægu þáttum verðlagsins, er hún ræður yfir og þá fyrst og fremst- fjárfestingu og útlánum banka verði stjórnað svo, að sem mestum árangri verði náð til þess að hefta verðbólguþróunina og munu opinberir starfsmenn veita ríkisstjóminni sið- ferðilegan stuðning til framkvæmda slíkra ráð- stafana. Verði árangur þessara og annarra ráð- stafana, er gerðar kunna að verða í efnahags- málum hinsvegar sá, að opinberir starfsmenn verði af þeim sökum verr úti en aðrar þjóðfélags- stéttir, munu þeir að sjálfsögðu gera kröfu til þess að fá slíkt leiðrétt með hækkuðu kaupi. Loks vill stjórnin í þessu sambandi vekja sér- staka athygli á samþykkt 13. þings bandalags- . ins, er fylgir hérineð". Á fundi sínum þann 19. marz s. 1. ítrekaði bandalagsstjórnin þessa samþykkt á eftirfar- andi hátt: „Með tilvísun til samþykktar, er gerð var á fundi stjómar B. S. R. B. þann 8. janúar s. 1. og afhent hæstvirtri ríkisstjórn, hefir stjórn banda- lagsins gert eftirfarandi ályktun á fundi sínum 19. rnarz 1951. Frá því um áramót hefir vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað um 3 til 5 stig og munu meiri hækkanir í vændum, bæði sökum verðhækkana erlendis, svo og ráðstafana, er gerðar hafa verið bátaútveginum til hjálpar. Stjórn B. S. R. B. telur að kjör megin þorra launafólks séu nú slík að frekari kjararýrnun beri að afstýra eftir öllum hugsanlegum leiðum. Fyrir því beinir bandalagsstjórnin þeim tihnæl- um til hæstvirtrar ríkisstjórnar að hún láti nú þegar fara fram sérfróða athugun á því, hvaða leiðir kynnu að vera tiltækilegar til að tryggja hlutfall milli launa og raunverulegs framfærslu- kostnaðar, er ekki sé óhagstæðara en var um síðast liðin áramót. Fulltrúar launþegasamtak- anna eigi þess kost að fylgjast með niðurstöðum þeirra athugana jafnóðum og þær liggja fyrir, og verði þannig leitast við að finna grundvöll til viðunandi úrlausnar kjaramálum launafólks. Að öðru leyti ítrekar stjórn B. S. R. B. sam- þykkt sína frá 8. jan. s. L, svo og samþykktir 13. þings bandalagsins um dýrtíðarmál. Leyfum vér oss í því sambandi að benda á þær samþykktir þingsins, sem snerta sérstak- lega endurskoðun framfærsluvísitölu ög launa- greiðslur samkvæmt henni“. Þegar samningar höfðu í lok maímánaðar tek- ist milli atvinnureikenda og Alþýðusambandsins um greiðslu dýrtíðaruppbótar á kaup, bar stjórn bandalagsins þegar fram þá kröfu, að samsvar- andi uppbót yrði greidd á laun opinberra starfs- manna. Náðu þær kröfur fram að ganga með setningu bráðabirgðalaga 30. júní 1951, um upp- bætur á laun opinberra starfsmanna. Launamálið. Eins og kunungt er, hefir verið starfandi milli- þinganefnd bandalagsins, er haft hefir með hönd- um endurskoðun á frumvarpi því til launalaga, er samið var á vegum launalaganefndarinnar frá 1950. Skýrði milliþinganefndin frá helztu niður- stöðum sínum á fulltrúafundi þann 27. apríl s. 1. í september s. 1. gekk stjórn bandalagsins á fund Eysteins Jónssonar frjármálaráðherra, og bar fram þá ósk, að stjórnarráðið skipaði menn af sinni hálfu, til athugunar á tillögum milliþinganefnd- arinnar, er þær lægju fyrir, og yrðu hafnir samn- ingar við stjórn bandalagsins um það, hverjar af breytingartillögum milliþinganefndarinnar yrðu teknar til greina í væntanlegu launalaga- frumvarpi. Varð fjármálaráðherra við þessum óskum, en þar sem milliþinganefndin hefir enn eigi skilað áliti er þetta er skrifað, hafa samn- ingaumleitanir þessar enn eigi hafist. Formaður bandalagsins vann hinsvegar að því fyrir hönd bandalagsstjórnarinnar að fá fram- gengt kröfum F. í. S. um launahækkun til nokk- urra starfsmanna. Náðist um þetta samkomulag í janúar s. 1. og voru þá 8 starfsmenn hækkaðir í launum. Réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Milliþinganefnd starfaði samkvæmt ákvörðun síðasta bandalagsþings að athugun á fmmvarpi Gunnars Thoroddsens borgarstjóra, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Skilaði nefnd- in áliti um miðjan október. I september s. 1. ræddi formaður bandalagsins við Bjarna Bene- diktsson dómsmálaráðherra, um möguleika á því að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi það, er nú situr. Stjórn bandalagsins taldi þó eigi rétt að ganga frekar eftir því fyrr en álit milliþinga- nefndar lægi fyrir, þar sem það er nú komið fram, er nú allt undirbúið til þess að ganga megi til endanlegra samninga um frumvarp þetta við ríkisstjórnina. Er og sérlega aðkallandi að svo megi verða, þar sem talsvert hefir verið um árekstra við ríkisvaldið á árinu út af þessum málum, einkum í sambandi við uppsagnir og skipanir í stöður. starfsmannablaðið 15

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.