Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 23

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 23
Félagslegar ráðstafanir í launamálum. „Þar sem upplýst er að allmargar konur á skrifstofum Landssímans, sem taka laun samkv. XIII. og XIV. launaflokkum, muni vinna störf, sem telja má sambærileg' við störf þeirra, er fá greidd bókaralaun hjá öðrum ríkisstofnunum, felur þingið stjórn B. S. R. B., að fá nú þegar réttlátt mat á störfum þessum, og launagreiðslur leiðréttar samkvæmt því“. „14. þing B. S. R. B. vill beina þeirri ósk til bandalagsstjórnar, að hún geri nú þegar fyrir- spurnir til stjórna bandalagsfélaganna um það, hvort þær sjái ástæðu til að 'koma með frekari breytingartillögur við launalagafrumvarpið, og séu þær þá ásamt rökstuddri greinargerð, fengn- ar væntanlegri milliþinganefnd til athugunar, og sendar til fjármálaráðherra, með þeim breyting- artillögum, er fyrir liggja“. „14. þing B. S. R. B. samþykkir að kjósa 5 manna milliþinganefnd í launamálum úr hópi ríkisstarfsmanna, til aðstoðar stjórn bandalags- ins við endurskoðun og setningu launalaga. Auk þess skuli vera í nefndinni 2 menn tilnefndir af þingfulltrúum bæj arstarfsmanna". Milliþinganefnd í launamálum er þannig skip- uð: Frá ríkisstarfsmönnum: Aðalsteinn Halldórs- son, Valborg Bentsdóttir, Andrés G. Þormar, Matthías Guðmundsson og Pálmi Jósefsson. Til vara: Björn Jónsson og Jakob Jónsson. Frá bæjarstarfsmönnum: Lárus Sigurbjörnsson og Hjálmar Blöndal. Til vara: Helgi Hallgrímsson. Dýrtíðarmál. I. 14. þing B. S. R. B telur, að fyrir jafnvægis- leysi í efnahagsmálum sé stefnt í fullkomna tví- sýnu um afkomu alls þorra opinberra starfs- manna og annarra launamanna, og beinir því al- varlegri viðvörun til larmþega að fylgjast vel með hverskonar ráðstöfunum, sem áhrif kunna að hafa á fjárhagsafkomu þjóðarinnar í heild, en styðja alla heilbrigða viðleitni til þess að koma föstum fótum undir tryggt og öruggt fjárhags- kerfi landsins. í baráttunni gegn dýrtíðinni og áhrifum henn- ar á afkomu launamanna telur þingið, að nokk- ur úrræði séu nærtæk og geti komið að gagni, og skorar þingið á Alþingi og rikisstjórn að taka m. a. eftirfarandi atriði til athugunar: 1. Að 'tryggja jafnt og öruggt framboð á nauð- synjavörum og gæta þess, m. a. með þung- um viðurlögum við óhóflegri álagningu, að verzlunarálagning sé sanngjörn með hlið- sjón af eðlilegum dreifingarkostnaði. 2. Að tryggja neytendafélögum og smásölum, sem sæta hagkvæmum vörukaupum er- lendis, rétt og aðstöðu til innflutnings á nauðsyn j avörum. 3. Að tryggja almenningi aðgang að uþplýs- ingum hjá verðgæzlu um lægsta vöruverð eins og það er á hverjum tíma. 4. Að lækka til muna tolla á brýnum nauð- synjavörum, sem enn eru í Ikíum tollflokk- um, svo sem vörum til fatnaðar, en hækka í þess stað tolla á óþarfa- og munaðarvör- um. 5. Að breyta lögum um söluskatt þannig, að ríkið hafi fulla tryggingu fyrir innheimtu skattsins alls, en hann verði ekki innheimt- ur nema einu sinni af sömu vöru og að öll þjónusta verði algjörlega undanþegin skatt- inum. 6. Að verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara verði endurskoðaður og leitast verði við að ná samkomulagi á milli bænda og launþega um sanngjarnt hlutfall milli kaupgjalds og afurðaverðs, sem síðan sé haldið föstu. 7. Að draga til muna úr dreifingarkostnaði landbúnaðarvara og milliliðakostnaði verzl- unar með varning tilbúins í landinu sjálfu. 8. Þar sem þungar byrðar eru nú lagðar á al- menning vegna opinberrar aðstoðar við bátaútveginn, m. a. með hinum svonefnda bátagjaldeyri, telur þingið nauðsynlegt að gerð sé ýtarleg rannsókn á rekstrartilhögun útvegsins með það fyrir augum að koma honum á heilbrigðari grundvöll. „Af tilefni þess, að misfellur hafa átt sér stað um álagningu innflutts vamings til sölu á frjáls- um markaði (sbr. skýrslu verðgæzlunnar) telur 14. þing B. S. R. B. rétt að framvegis verði skýrsl- ur um verzlunarálagningu birtar eigi sjaldnar en ársfjórðungslega“. II. 14. þing B.S. R. B. ítrekar mjög ákveðið sam- þekktir fyrri bandalagsþinga um það, að ekki séu 'gerðar mikilvægar ráðstafanir í efnahags- málum, er launþega varða, án þess að haft sé samráð við samtök þeirra. Bankalöggjöf. 14. þing B. S. R. B. lýsir ánægju sinni yfir því, að hafin er endurskoðun bankalöggjafarinnar, og væntir þess, að sá árangur megi af því verða, að nýtt fyrirkomulag bankamálanna geti orðið öflugt tæki til heftingar verðbólgunnar og til aukinnar sparifjármyndunar, en komið verði í veg fyrir óheilbrigða lánastarfsemi. STARFSMANNABLAÐIÐ 23

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.