Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Blaðsíða 13
Þingtíðindi 14. Þingið var sett í samkomusal Útvegsbankans, fimmtudaginn 8. nóv. 1951, kl. 16.20 af formanni bandalagsins Olafi Björnssyni prófessor. Bauð hann velkomna til þings fulltrúa og gesti. Fulltrúi Alþýðusambands íslands, Jón Sigurðs- son, fulltrúi Sambands ísl. bankamanna, Adolf Björnsson og fulltrúi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Þórir Hall, fluttu kveðjur og árn- aðaróskir frá samtökum og félögum sínum og óskuðu þinginu allra heilla í starfi þess. Formað- ur bandalagsins þakkaði. Svar Þorsteins Egilsonar: Þýðingarmest var sjálf stofnun bandalagsins, því hún sýndi vakandi skilning á því, að opin- berir starfsmenn eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og að þeim beri að standa saman til sóknar og vamar um málefni sín. Mér virðist, að þessi skilningur sé mjög farinn að dofna, en það hlýtur að leiða til þess, að sam- tökin verði máttlaus með öllu. Það skiftir því meginmáli, að bandalagið vakni aftur til vit- undar um skyldur sínar gagnvart opinberum starfsmönnum. í>ings B.S. R. B. I kjörbréfanefnd voru skipaðir: Arngrímur Kristjánsson, Magnús Eggertsson og Karl Á. Torfason, lagði nefndin til að kjörbréf fyrir 84 fulltrúa yrðu tekin gild og var það einróma sam- þykkt. Formaður skýrði frá því að umsókn um inn- göngu í B. S. R. B., lægi fyrir frá „Lögfræðinga- félagi Stjómarráðsins“, um umsókn þessa urðu talsverðar umræður og vafasamt talið hvort félagið gæti fengið inngöngu í bandalagið með hliðsjón af ákvæðum bandalagslaganna. Sam- þykkt var með 29 atikv. gegn 28 atkv. að vísa málinu til laganefndar þingsins. Síðar á þinginu var félagið tekið inn. Starfsmenn þingsins voru síðan kjörnir ein- róma samkv. tillögu stjórnarinnar. 1. forseti Helgi Hallgrímsson (Stmfél. Reykjavíkurbæjar), 2. for- seti Björn L. Jónsson (Stmfél. ríkisstofn.), 3. for- seti Maríus Helgason (F. í. S.). Ritarar voru kjörnir: Guðjón Gunnarsson fulltr., Magnús Eggertsson, varðstjóri, Karl Halldórsson, toll- vörður og Jónas Eysteinsson, kennari. Þá var flutt skýrsla bandalagsstjórnar um störf hennar á kjörtímabilinu 1950 til 1951. Var hún flutt af þeim Olafi Björnsson, formanni, Arn- grími Kristjánssyni, varaformanni og starfsmanni bandalagsins, Steingrími Pálssyni. Skýrsia Bandalagsstjórnar útdráttur Vísitöliunálið. Svo sem kunnugt er, var sú ákvörðun tekin af Alþingi fyrir s. 1. áramót, að fella niður það ákvæði laganna um gengisskráningu o. fl., að vísitöluuppbót á kaup skyldi breytast til sam- ræmis við hækkað verðlag 1. júlí 1951. í tilefni af lögum þessum gerði stjórn bandalagsins eftir- farandi samþykkt á fundi sínum þann 8. janú- ar þ. á.: „Opinberum starfsmönnum hefir ávallt verið ljós nauðsyn þess, að héft yrði áframhaldandi verðbólga, og jafnan tjáð sig fúsa til þess að taka á sig nokkrar fómir í því skyni, ef nauð- syn bæri til og byrðunum yrði réttlátlega skipt. Stjórn B. S. R. B. lítur þannig á, að með slíkri ráðstöfun, er nú hefir verið gerð, þar sem felld- STARFSMANNABLAÐIÐ 13

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.