Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Page 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Page 16
16 Yiðtalið Sigurlína Hannesdótlir er matráðskona í vínbirgðadeild Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sem er til húsa að Stuðlahálsi 2 í Ár- bœjarhverfi. Hún hefur verið trúnaðarmaður síns vinnustaðar og tekið virkan þátt í trúnaðarmannsráði SFR. Sigurlína hefur unnið í rúm tvö ár hjá Á TVR. — Já, það tel ég vera. Framleiðslan getur farið upp í 5000 flöskur á einum klukku- tíma, en út úr stofnuninni fara þetta viku- lega um 80—90 tonn bara á Reykjavíkur- svæðið. — Er mikið vinnuálag? — Það er mikið, og fer vaxandi og með aukinni sölu eykst álagið á okkur. Og nú er það svo að sala áfengis hefur stóraukist á — í hverju er starf þitt fólgið? — Ég sé um morgunkaffið og hádegis- kaffið og hef síðan heitan mat í hádegi 5 daga vikunnar. Þá sé ég náttúrulega um að þvo allt upp og halda eldhúsinu og eldhús- áhöldum hreinum. Einnig sé ég um öll matarinnkaup auk þess sem ég sé um að innheimta matarpeninga. — Hvað kostar ein máltíð hjá ykkur? — Við höfum jafnaðarverð 15 kr. mál- tíðin, hvort sem um er að ræða fisk- eða kjötmáltíð. Hins vegar er allt kaffi frítt. — Hvaða starfsemi fer hér fram að öðru leyti þ.e. innan stofnunarinnar? — Hér kemur allt það áfengi sem flutt er inn til landsins og héðan er því dreift vítt og breitt um landið. Þá framleiðum við um 20 víntegundir. — Er mikið framleitt. frá fræðsltmefnd Með aukinni sölu eykst vinnuálagið. „Míkil óánægja er með launin” Ræðumennskunámskeið Auk fáðstefnanna tveggja um lífeyrismál og um starfsmat, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu hafa verið haldin tvö námskeið um fundasköp og ræðu- mennsku á þessu hausti, 29. sept. — 9. okt. fyrir félög innan BSRB og 10.—20. nóv. fyrir St.Rv. Leiðbeinendur á þess- um námskeiðum voru auk starfsmanna BSRB þeir Baldur Kristjánsson, Þórir Maronsson og Baldvin Halldórsson. Trúnaðarmenn Suðurnesjum Þá stóð yfir námskeið fyrir trúnaðarmenn Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða þegar bruninn varð við Grettisgötu — Rauðarárstíg og varð að fresta seinni hlutanum til fimmtudags 3. des. Fór námskeiðið fram að Grettisgötu 89 tvo daga frá kl. 13.00—18.00 ogvoru alls 19 þátttakendur. Leiðbeinendur voru þrír starfsmenn BSRB og Gunnar Gunnarsson, fram- kv.stj. SFR og Einar ísfeld deildarstjóri í Tryggingastofnun. Myndlist kynnt á Akureyri Björn Th. Björnsson hélt erindi í Iðn- skólanum á Akureyri fyrir félaga í BSRB fimmtudagskvöldið 3. des. Nefndi Björn erindi Að skoða myndir og sýndi skyggnur með. Kynningafundir kröfugerðar Mikið starf var unnið við að skipuleggja um 30 fundi víða um land vegna kröfu- gerðar BSRB og skoðanakönnunar um hana. Varð aðeins að aflýsa einum fundi, þ.e. á Ólafsfirði, þrátt fyrir mikla ófærð á þessum tíma. Þá hefur fræðslufulltrúi BSRB og aðrir starfsmenn kynnt fræðslustarfið og starfsemi BSRB á námskeiðum ýmissa aðildarfélaga. Útvarpsþættir I vetur verða vikulega útvarpsþættir sem nefnast Félagsmál og vinna. Fjalla þeir um launafólk, réttindi þess og skyldur og eru m.a. ætlaðir til að leita svara við spurningum launafólks. Er fé- haustid 1981 lögum BSRB bent á að þeir geta komið spurningum sínum til umsjónarmanna sem eru fræðslufulltrúi BSRB og nám- stjóri MFA. Handbók BSRB Fyrstu þættir í Handbók BSRB eru komnir út: Lög um kjarasamninga BSRB B-1.02 og Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins D-1.10 Fræðslustarfid

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.