Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 18

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 18
18 BSRB gekkst fyrir ráðstefnu um starfsmat dagana 5.—6. nóvember að Grettisgötu 89. Um 60 manns úr aðildarfélögunum tóku þátt í ráðstefnunni. Böðvar Guðmundsson hagráðunautur, Karl Jörundsson fulltrúi bæjarstjórnar Akureyrar og Agnar Árnason fulltrúi Starfsmannafélags Akureyrar skipa starfsmatsnefnd Akureyrarbæjar. Voru þeir allir boðaðir til þessarar ráðstefnu til þess að gera grein fyrir skipulagi þess starfsmats, sem á Akureyri er lagt til grundvallar við niðurröðun í launaflokka og hefur verið stuðst við allt frá árinu 1975. Sömuleiðis fluttu þarna erindi Þröstur Ólafsson hag- fræðingur, Höskuldur Jónsson fulltrúi fjár- málaráðuneytisins og Haraldur Steinþórs- son fulltrúi BSRB, um starfsmat það, sem unnið var á vegum fjármálaráðuneytisins og BSRB og lagt til grundvallar við kjara- samninga 1970. f kjölfar þeirra kjarasamn- inga kom þó upp svo mikil óánægja meðal einstakra hópa vegna niðurröðunar í launaflokka, að frá kerfinu var horfið. Sturfsmat A kureyrarbæjar Böðvar Guðmundsson hagráðunautur rakti nokkuð sögu starfsmatsins og minnti á þá niðurstöðu Alþjóða-Vinnumálastofnun- arinnar frá árinu 1950 að hæfni, aðgæsla, álag og vinnuskilyrði væru þeir þættir, sem meta bæri við starfsmat. Hann taldi, að enn væri stuðst við þetta álit. Þeir félagar frá Akureyri töldu kerfis- bundið starfsmat vera dæmigert samstarfs- viðfangsefni atvinnurekenda og launþega. „Starfsmatsnefnd vinnur ekki með at- kvæðagreiðslu“, sögðu þeir og ekki var að skilja, að til alvarlegra átaka kæmi meðal þeirra í starfsmatsnefnd. A ðferðir við mat f tarleg grein var gerð fyrir því, eftir hvaða aðferðum starfsmatsnefndin metur 209 starfsheiti hjá bænum. Nefndin gerir starfslýsingar ásamt starfsmanni hjá bæn- um. Nefndin gerir starfslýsingar ásamt starfsmanni viðkomandi starfs. Starfið er síðan sett í stigakerfi átta matsþátta sem eru: þekking, reynsla, aðgæsla vegna verð- mæta, aðgæsla vegna öryggis annarra, álag (líkamjeg áreynsla), álag (erill, einhæfni), vinnuskilyrði og slysahætta. Hver stofnun er tekin á þennan hátt fyrir sig, störfin metin innbyrðis og síðan eru öll störf sett í eitt heildarkerfi. Ef rökstudd ósk kemur fram um, að starf sé endurmetið, er það gert á samningstímabilinu. Sömuleiðis er leitast við að meta öll ný störf áður en þau eru auglýst. Töldu þeir félagar allir, að þrátt fyrir ýmsa vankanta þá hefði matskerfið þó ótvíræða kosti og voru þeir allir á einu máli um það að halda bæri áfram að byggja upp starfs- matskerfið hjá Akureyrarbæ og leggja til grundvallar við komandi kjarasamninga. Starfsmat BSRB og ríkisins Fulltrúar BSRB og fjármálaráðuneytis höfðu allt aðra sögu að segja af reynslu sinni við gerð og notkun starfsmats við samning- ana 1970. Höskuldi fórust orð á þann veg. að við smíði starfsmatsins hefði gætt þeirrar hörku sem einkennir samninga. Fram kom að ástæðan fyrir því að lagt var út í hið viðamikla mat á öllum störfum ríkisins hefði verið sú. hve mjög ríkisstarfs- menn hefðu verið farnir að dragast launa- lega aftur úr fólki á almennum launamark- aði. Launahlutföll voru sótt til hins al- menna vinnumarkaðar og heimfærð yfir á ríkið. Þetta hafði í för með sér ýmsa erfið- leika. Bæði var það að langt frá því öll störf opinberra starfsmanna eiga sér samsvörun á almennum vinnumarkaði og eins hitt, að t.d. erfið störf eru oft lítils metin á almenn- um vinnumarkaði en þættir einsog áreynsla og vinnuskilyrði eru sérstaklega metnir til launa í starfsmatskerfum. Auk þessa er komin hefð á launahlutföll og erfitt að raska Ráöstefna BSRB: Starfsmat hefiir kosti en aUshetjar- ketfi reyndist eifitt Símamenn og borgarstarfsmenn sýndu starfsmatinu mikinn áhuga. Sérhver launaniðurröðun er starfsmat. Bak við starfsmat liggur sú hugmynd, að meira skuli greitt fyrir eitt starf en annað. Markmið starfsmats er að tryggja sömu laun fyrir sömu störf. Við starfsmat eru bornar saman þær kröfur, sem eðlileg ræksla starfs gerir til starfsmanns. Starfsmat er kerfi til að meta störf en ekki menn.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.