Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 1

Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 1
Í KVÖLD KL. 19:00Á MBL.IS/BINGO TAKTU ÞÁTT VERTU MEÐ ÍBINGÓGLEÐINNI F I M M T U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 77. tölublað . 109. árgangur . ALLIR ERU JAFN BERSKJALDAÐIR Á JAKOBSVEGI INNLENT FERÐASUMAR LANDSMENN Á FERÐ OG FLUGI 14HANNA ÓLADÓTTIR 28 Bíó, leikhús, öldurhús, líkamsrækt, veisluhöld, íþróttir, sund- laugar, fjölmenn fjölskylduboð — allt bannað um páskana. Þá er lán í óláni að eldgos hófst fyrir 13 dögum með tilheyrandi sjónarspili og í þægilegu akstursfæri við höfuðborgina. Almannavarnir hafa áhyggjur af mannmergð á svæðinu um páskana enda nokkuð um samfélagssmit af Covid-19. Náttúran eftirsótt þegar fátt annað býðst til dægradvalar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon _ Nýjar reglur um farsóttarhús taka gildi í dag og er von á þremur flugvélum frá hááhættusvæðum yf- ir daginn. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða kross Íslands, segir ómögu- legt að segja hversu margir verði sendir í sóttkví eða hve lengi. Foss- hótel Reykjavík, stærsta hótel landsins, muni duga til að taka á móti fólki, en reiknað er með að 300 herbergi þar nýtist. Kostnaður ríkisins af farsótt- arhúsunum er óviss en áætla má að húsnæði og rekstur í mánuð geti kostað á bilinu 150 til 200 milljónir kr. Þá á eftir að reikna mat og á móti gjald sem innheimt verður frá 11. apríl. »4 Kostnaður geti hlaupið á milljónum Morgunblaðið/Árni Sæberg Farsóttarhús Fosshótel Reykjavík verður farsóttarhús frá og með deginum í dag. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Birgir Þór Bieltvedt, sem í samfloti við hóp fjárfesta hefur eignast Dom- ino’s á Íslandi þriðja sinni, segir mik- il vaxtartækifæri fyrir fyrirtækið. Það eigi ekki að- eins við um mark- aðinn hér heima heldur einnig á Norðurlöndum. Hann er í eig- endahópi starf- seminnar í Nor- egi og Svíþjóð auk þess sem hann er sérleyfishafi að rekstrinum í Finnlandi. Í viðtali í Dagmálum, sem að- gengileg eru áskrifendum Morgun- blaðsins á mbl.is, segir Birgir að hann sjái tækifæri í því að sameina reksturinn í Skandinavíu og skrá fyrirtækið á markað. „Ég held að skráning geti veitt tækifæri á að vaxa hraðar, það er ljóst,“ segir Birgir og gefur því undir fótinn að slíkt félag gæti vaxið út fyr- ir þann ramma sem rekstrinum er settur nú. „[...] það er enginn sem segir að Skandinavía sé bara Skandinavía. Domino’s í Ástralíu er komið til Dan- merkur og það er komið til Japan.“ Gæti orðið hluti af stærri heild Birgir nefnir að það sé ekki sjálf- gefið að íslenska fyrirtækið verði hluti af stærra og sameinuðu félagi á Norðurlöndum en að það komi þó vel til greina. „Það getur vel hugsast en það er eitthvað em hluthafar þurfa að ræða saman um og liggur ekkert á að taka ákvörðun um, en af hverju ekki?“ Hann segir að mörg dæmi séu um að sérleyfishafar Domino’s séu skráðir á markað og að það hafi gef- ist vel. Þá bendir hann á að þótt Domino’s hafi mjög sterka stöðu á ís- lenska markaðnum þá sé fyrirtækið í harðri samkeppni við mjög stórar pizzakeðjur á hinum mörkuðunum. Þá segir hann að samkeppnin sé afar hörð hér á landi. Kaupin á Domino’s bíða nú samþykkis eða synjunar Samkeppniseftirlitsins en Birgir segir að ef kaupin verði heimiluð séu spennandi tímar fram undan. Það sé vont fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra að hafa söluferli lengi hang- andi yfir sér. Nú sé stefnan á að sækja fram á nýjan leik, rétt eins og gert hafi verið árið 2011, eftir að hann keypti fyrirtækið öðru sinni. Skoðar skráningu Domino’s á markað - Birgir Þ. Bieltvedt sér vaxtartækifæri á Norðurlöndum Birgir Þór Bieltvedt MTækifæri í að fjölga »10 Ísland fékk sín fyrstu stig í und- ankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í gærkvöld með því að sigra Liechtenstein örugglega í Vaduz, 4:1. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Páls- son og Rúnar Már Sigurjónsson skoruðu mörkin. Ísland er með þrjú stig eftir þrjár umferðir en þær sjö umferðir sem eftir eru fara fram í haust og Ísland leikur næstu fimm leiki sína á heimavelli. Gríðarlega óvænt úrslit urðu í riðlinum í gærkvöld. Þjóð- verjar töpuðu og Armenar eru einir á toppnum. »27 AFP Mark Birkir Bjarnason skoraði. Fyrstu stig í höfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.