Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
áhættusvæðum í dag. Gylfi segir
ómögulegt að segja hversu margir
verði sendir í sóttkví eða hve lengi
þetta stærsta hótel landsins dugi.
Að sögn Maríu Heimisdóttur, for-
stjóra Sjúkratrygginga, er reiknað
með að 300 herbergi nýtist í Foss-
hóteli í Þórunnartúni. Þeir sem ferð-
ist einir fái sér herbergi en reiknað
sé með að fjölskyldur gisti saman.
Hægt er að setja viðbótarrúm inn í
herbergin fyrir börn.
Sjúkratryggingar hafa samið við
701 Hótel á Hallormsstað en þar eru
92 herbergi. Það er frekar hugsað
fyrir farþega Norrænu. Hún kemur
næst á þriðjudag og því meiri tími til
stefnu þar. Samningar við nokkur
önnur hótel til viðbótar með alls um
300 herbergi eru í vinnslu.
eli í gang. Það þarf að tryggja allar
sóttvarnir, innskráningu gesta og öll
herbergin þurfa að vera tilbúin en
hótelið hefur verið mikið lokað í heilt
ár. Svo þarf að þjálfa starfsfólkið,“
segir Gylfi Þór Þorsteinsson, for-
stöðumaður sóttvarnahúsa Rauða
kross Íslands, en hann tók til hend-
inni í gær í Fosshóteli við Þórunn-
artún með öðru starfsfólki. Félaga-
samtökin annast rekstur sótt-
kvíarhótelanna fyrir
Sjúkratryggingar Íslands. Búið er
að ráða fimmtíu starfsmenn auk
starfsmanna frá hótelinu og starfs-
manna fyrirtækis við öryggisgæslu.
Fjöldinn óviss
Nýju reglurnar taka gildi í dag og
er von á þremur flugvélum frá há-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands hafa sam-
ið við tvö hótel í Reykjavík og á Hall-
ormsstað með alls tæplega 400 rými
til að nota sem sóttkví fyrir fólk sem
kemur frá hááhættusvæðum vegna
kórónuveirunnar. Hægt er að koma
fyrir allt að 600-800 manns eftir því
hvernig fjölskyldur raðast í her-
bergi. Er verið að semja um 300 her-
bergi til viðbótar. Kostnaður ríkisins
er óviss en áætla má að húsnæði og
rekstur í mánuð gæti kostað 150 til
200 milljónir kr. Þá á eftir að reikna
mat og á móti gjald sem innheimt
verður frá 11. apríl.
„Þetta gengur samkvæmt áætlun.
Hér er unnið á fullu við að koma hót-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóttkvíarhótel Gylfi Þór Þorsteinsson undirbýr Fosshótel í Þórunnartúni fyrir móttöku fólks sem von er á í dag.
Kostnaður skiptir
hundruðum milljóna
- Sjúkratryggingar hafa tryggt 400 herbergi fyrir sóttkví
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjöldinn sem starfsfólk Covid-
deildar Landspítalans og barnaspít-
ala Hringsins hefur eftirlit með
eykst dag frá degi, í takti við fjölg-
un greindra. Runólfur Pálsson,
yfirlæknir Covid-deildarinnar, ótt-
ast bylgju veikinda vegna breska
afbrigðisins. Brugðist er við þessu
með meiri mönnun deildarinnar um
páskana en venja er.
Í gær voru 113 Covid-smitaðir í
eftirliti hjá starfsfólki Covid-
deildarinnar og barnaspítalans og
einn sjúklingur var á almennri
legudeild. Í þessum hópi eru 79 full-
orðnir og 34 börn, allir með lítil ein-
kenni nema einn sem var með
meðalslæm einkenni.
Sjúklingarnir eru heima hjá sér
og eftirlitið fer fram símleiðis nema
hvað einn til tveir eru kallaðir inn
til skoðunar á hverjum degi. „Stað-
an er því ágæt að þessu leyti. Af því
að margir eru með breska afbrigði
veirunnar getum við átt von á
breytingum, að hærra hlutfall
greindra veikist meira. Þess vegna
erum við með viðbragð um páskana
og höfum tryggt betri mönnun,“
segir Runólfur. Unnið verður að
þessum málum um páskana, eftirliti
sinnt og fólk kallað inn til skoðunar
alla daga. Þá segir Runólfur að
spítalinn sé í viðbragðsstöðu, ef
álagið skyldi aukast.
Spurður hvort breska afbrigðið
leiði til minni veikinda hér en
reynslan sýnir í nágrannalönd-
unum segir Runólfur of snemmt að
segja til um það. Alvarleg veikindi
geti komið upp viku eftir að fólk
fær veiruna og bendir hann á að
margir hafi greinst að undanförnu.
Tryggja mönnun
yfir páskana
- Óttast meiri veikindi á næstunni
Eftir seinni bólu-
setningu hjá 340
starfsmönnun
Landspítalans 65
ára og eldri sem
fram fór fyrir
hádegið í gær
eru 2.900 starfs-
menn spítalans
fullbólusettir eða
nærri helmingur
allra starfs-
manna spítalans. Þetta upplýsir
Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri
hjá farsóttarnefnd Landspítalans.
Í gær var einnig lokið við fyrri
bólusetningu hjá 2.100 starfs-
mönnum. Seinni bólusetning þeirra
er fyrirhuguð dagana 16. til 20.
apríl. Eftir það verða nær allir
starfsmenn fullbólusettir en alls
starfa 6.100 manns á spítalanum.
Stefna Landspítalans er að bólu-
setja alla starfsmennina, hvort sem
þeir vinna við umönnun Covid-
smitaðra og í framlínu á öðrum víg-
stöðvum eða annars staðar.
Samkvæmt uppýsingum Hildar
eru nú eftir um 200 starfsmenn
víðsvegar á spítalanum og um 90
verktakar. Auk þess hefur spítalinn
hug á að bólusetja sumarafleys-
ingafólk en á hverju sumri koma
um 800 starfsmenn til afleysinga.
„Staðan er góð og gleði ríkir með
framgang og skipulagningu bólu-
setningarinnar,“ skrifar Hildur
blaðamanni. helgi@mbl.is
Bólusetning allra
starfsmanna Land-
spítala langt komin
Covid Vel gengur
að bólusetja.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Vísbendingar eru um að hópur
þeirra sem greinist með kórónuveir-
una utan sóttkvíar fari stækkandi, en
í fyrradag greindust átta með kór-
ónuveiruna innanlands. Fimm þeirra
voru utan sóttkvíar.
Þetta sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir á upplýsingafundi
almannavarna í gær. Rakning og
raðgreining vegna smitanna stendur
yfir en engar upplýsingar eru um
tengsl þessara einstaklinga. Smitin
komu öll upp á suðvesturhorninu og
á Suðurlandi.
Frá því að hertar aðgerðir tóku
gildi hafa 38 greinst innanlands, þar
af 10 utan sóttkvíar og eru þau öll af
völdum undirtegunda svonefnds
bresks afbrigðis kórónuveirunnar og
flestir þeir sem greinst hafa í sóttkví
tengjast smitum sem upp hafa komið
í grunnskólum á höfuðborgarsvæð-
inu. Tengsl þessara smita við
landamærasmit eru óljós, segir Þór-
ólfur.
Óvarlega farið
Hvað varðar smit utan sóttkvíar
er talið að þau tengist ferðamönnum
sem greinst hafi í seinni skimun og
farið óvarlega meðan á sóttkví stóð.
Vonast Þórólfur til þess að hægt
verði að ná utan um ástandið á næstu
tveimur vikum, en núverandi að-
gerðir gilda til 15. apríl. Búast megi
við því að fleiri smit komi upp meðal
þeirra hundruða sem nú eru í
sóttkví.
Þá segir hann stöðuna á Landspít-
alanum í tengslum við kórónuveir-
una góða. Þar liggur einn inni með
kórónuveirusmit en ekki á gjör-
gæslu. Hins vegar liggi fyrir að al-
varleg veikindi komi yfirleitt ekki
upp fyrr en 1-2 vikum eftir að sýking
greinist og því megi búast við fleiri
innlögnum næstu vikur.
Veikleikar lagaðir
Á þeim sjö dögum síðan hertar að-
gerðir tóku gildi hafa sex greinst
með virkt smit á landamærum, þar
af fimm í seinni skimun. Þórólfur er
ánægður með nýja reglugerð heil-
brigðisráðherra sem kveður á um
sýnatöku meðal barna og fólks með
vottorð, auk þess sem fólki frá
áhættusvæðum verður gert að dvelja
í sóttkví á sóttvarnahóteli þannig að
betur sé hægt að hafa með þeim eft-
irlit. Þetta hafi verið veikleikar í
landamærakerfinu sem nú sé búið að
bregðast við með viðeigandi hætti.
Ekki sömu skilaboð og í fyrra
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn almannavarnasviðs
ríkislögreglustjóra, sagði á upplýs-
ingafundi almannavarna í gær að
blæbrigðamunur væri á þeim tilmæl-
um sem beint er til almennings fyrir
páskana í ár og því sem var fyrir síð-
ustu páska, þegar fólk var hvatt til
að „ferðast innanhúss“.
Sagði Rögnvaldur að í stað þess að
vara við ferðalögum ætti fólk að hafa
í huga það sem ráðlagt var fyrir jólin
og að búa sér til páskakúlu, þ.e. að
takmarka þann hóp sem fólk eigi í
samskiptum við.
Margir hafa undrast það misræmi
í sóttvörnum að skíðasvæði séu lok-
uð, á meðan þúsundir manna flykkj-
ast að gosstöðvunum. Í samtali við
RÚV í gær sagðist Rögnvaldur
skilja gremju skíðafólks, en þríeykið
hefur mælst gegn því að fólk fjöl-
menni að gosinu á meðan hætta sé á
nýrri bylgju faraldursins.
Smit utan sóttkvíar æ fleiri
- Öll átta kórónuveirusmit í fyrradag á Suður- og Suðvesturlandi - Sóttvarna-
læknir segir landamærin loks orðin vatnsþétt, fólk í sóttkví fari frekar óvarlega
8 ný innanlandssmitgreindust sl. sólarhring
405 einstaklingareru í sóttkví
1.603 einstaklingareru í skimunarsóttkví
118 eru meðvirkt smit
og í einangrun
Fjöldi
smita
Heimild:
covid.is
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars
Fullbólusettir:
20.734 einstak-lingar
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI