Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 6

Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Staðnám á að hefjast að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynn- ingu ráðuneyta heilbrigðis- og mennta- og menningarmála í gær. Kveðið er á um takmörkun á skólastarfinu í nýrri reglugerð sem gildir frá 1. til 15. apríl þar sem tekið er mið af appelsínugulum lit í lita- kóða viðvörunarkerfis fyrir skóla- starf sem kynnt var að loknu um- fangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur. Í grunnskólum verður heimilaður heildarfjöldi starfsmanna 20 manns í hverju rými og mega þeir fara á milli rýma. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 manns og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Þá verða grunnskólanemendur undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu en starfsfólk þarf að virða tveggja metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota ella grímu. 30 manna hámarksfjöldi í hverju rými framhaldsskóla Í leikskólum verða engin fjölda- eða nálægðarmörk fyrir börn á leik- skólaaldri. Hámarksfjöldi fullorð- inna er 20 manns í rými leikskól- anna, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða tveggja metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Hámarksfjöldi nemenda í tónlist- arskólum í rými er 50 börn á grunn- skólaaldri. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og er blöndun heim- il. Í framhaldsskólum er leyfður há- marksfjöldi nemenda og starfs- manna í rými 30 manns. Halda skal tveggja metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Er blöndun nemenda milli hópa heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Í háskólum má hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum vera 50 manns. Halda skal tveggja metra ná- lægðartakmörkunum milli allra en nota að öðrum kosti grímu og blönd- un nemenda er ekki heimiluð sam- kæmt reglugerðinni. Íþróttir barna á leik- og grunn- skólaaldri utan skóla verða áram óheimilar. omfr@mbl.is Staðnám leyft í skólum eftir páska - Skólastarf heimilt með takmörkunum Morgunblaðið/Eggert Skólabörn Í grunnskólunum verður hámarksfjöldi nemenda 50. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á mjólk hækkar í dag, sam- kvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Bændur fá 3,77% hækkun á mjólkurlítrann og heildsöluverð frá MS hækkar um 3,47% nema hvað verð á smjöri hækkar um 8,47% og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt. Verðhækkunin er til komin vegna hækkunar á aðföngum og sér- staklega launum. Mjólkurlítrinn kostar 162 krón- ur í heildsölu með 11% virð- isaukaskatti en hefur kostað 156,50 kr. Útsöluverð út úr búð er frjálst og getur verið mismunandi. Kíló af smöri kostar 1.153,30 kr. í heildsölu en hefur kostað 1.063,40 kr. Verðlagsnefndin færir þau rök fyrir 5% umframhækkun á smjöri að heildsöluverð þess hafi verið und- ir framleiðslukostnaði um árabil og spurn eftir fituríkum mjólkuraf- urðum sé meiri en eftir próteinrík- um vörum. Sérstök hækkun á smjöri og óbreytt verð á dufti sé til þess gerð að ná betra jafnvægi fitu og próteins á markaði. Mikið ójafnvægi er í sölu á mjólkurvörum. Sala á próteinríkari vörum hefur ekki fylgt aukningu á fituríkari vörum. Það skapar erfið- leika fyrir vinnsluna enda þarf að flytja út duft fyrir lágt verð. Elín Margrét Stefánsdóttir, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að þær vörur hækki sem meiri spurn er eftir. Hún tekur þó fram að heildsöluverð á smjöri standi ekki undir framleiðslukostn- aði, þrátt fyrir þessa hækkun. Á móti verðhækkun á smjöri koma minni verðhækkanir á öðrum vörum. Lítri af mjólk til bænda hækkar úr 94,84 kr. í 101,53 krónur. Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landssambands kúabænda, segir að bændur finni fyrir hækkunum á að- föngum sem orðið hafa frá því mjólk var síðast verðlögð, 1. júní á síðasta ári. Þá hafi orðið miklar hækkanir á launum í samfélaginu og eðlilegt að bændur fái þær einnig. Mjólkuriðnaðurinn er í vörn með ákveðnar vörur vegna aukinna heimilda til tollalauss innflutnings á ostum og fleiri afurðum. Innflutn- ingur ætti ekki að hafa mikil áhrif á smjörsölu þar sem lítið er flutt inn af því. Elín telur að hækkun mjólk- urverðs hafi ekki afgerandi áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra mjólk- urvara. Hækkunin sé ekki mikil og líklega minni en áhrif gengisbreyt- inga á innflutningsverð. Smjör hækkar í verði í dag um 8,47% - Verðlagsnefnd hækkar mjólkurvörur almennt um 3,47% vegna hækkunar á aðföngum og launum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Pökkun Osturinn hækkar í verði eins og mjólkin, um tæplega 3,5%. Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn ganga vel, samkvæmt upplýsingum bankans. Áætlað er að starfsmenn ÞG verks ljúki upp- steypu hússins í júní næstkomandi. Í húshlutanum sem er næstur Geirsgötu er verið að steypa veggi á fimmtu og efstu hæð og er byrjað að slá undir þakplötu. Nær hótelinu er verið að steypa upp veggi á fjórðu og efstu hæð. ÍAV sem annast fullnaðarfrágang innanhúss og utan eru að vinna á mörgum stöðum í húsinu og gengur verkið vel. Áætlað er að bankinn flytji í nýtt húsnæði á seinni hluta næsta árs. Bankinn mun nýta um 60% húss- ins en selja eða leigja frá sér afganginn. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Langt komnir með steypuvinnu Nýtt hús Landsbankans við Austurhöfn tilbúið seinni hluta næsta árs Allt að 500 farþegar Vita dveljast nú á Kanaríeyjum um páskana, það er á Tenerife og Gran Canaria. Áfanga- staðir þessir hafa jafnan notið mik- illa vinsælda ferðalanga og verið fjöl- sóttir, enda þótt kórónuveiran ráði því að færru eru á svæðinu yfir há- tíðina en oftast áður. „Spánn er núna kominn af lista sem hááhættusvæði vegna kórónu- veirunnar og hafa farþegar því ekki áhyggjur af því að þurfa að fara í sóttvarnahús við heimkomu. Far- þegarnir okkar fóru flestir utan nú í byrjun vikunnar og algengt er að fólk sé á svæðinu í 10-12 daga, eða eitthvað fram í vikuna eftir páska,“ sagði Þráinn Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Vita, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fínt veður var á Kanaríeyjum síð- degis í gær, 22 stiga hiti og hálfskýj- að, að sögn Íslendinga á svæðinu. Fjöldi fólks hefur sömuleiðis á síð- ustu dögunum farið með leiguflugi Vita til Alicante á Spáni, en margir Íslendingar eiga hús þar og una sér vel. Ferðir á þessar slóðir frá Íslandi hafa að mestu legið niðri undanfarið en nú er að lifna yfir. sbs@mbl.is Margir eru flognir í sólina - Íslendingar á Kanaríeyjum um páska - Sól og 22 stiga hiti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.