Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Lokað 1-5 apríl í versluninni, alltaf opið í vefversluninni
PÁSKAGLAÐNINGUR
Við tökum þátt í 1111.is
20% afslátt af öllu í
vefverslun okkar 2-5 apríl
Um þrír af hverjum fjórum Íslend-
inga (77%) telja hlutina vera að
þróast í rétta átt en tæpur fjórðung-
ur (23%) telur þá á rangri braut.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
MMR, en spurt var hvort landsmenn
teldu mál á Íslandi vera að þróast í
rétta átt. Könnunin var gerð 12. til
18. febrúar sl. og alls svöruðu 919
manns spurningum. Alls 80%
kvenna sögðust telja hlutina vera á
réttri leið en 85% karla.
Svarendur í elsta aldurshópi
reyndust jákvæðastir, en 84% 68 ára
og eldri sögðu hlutina stefna í rétta
átt, samanborið við 79% svarenda
18-29 ára, 76% 50-67 ára og 75% 30-
49 ára. Þá er fólk sem býr á höfuð-
borgarsvæðinu almennt líklegra en
það sem býr úti á landi til þess að
telja þróunina jákvæða. 80% fólks í
borginni telja svo vera, en 72% land-
byggðarfólks.
Stuðningsfólk ríkisstjórnarflokk-
anna þriggja lítur almennt svo á að
þróun mála nú sé jákvæð. Sú er að
minnsta kosti skoðun 88% sjálfstæð-
ismanna, 85% framsóknarmanna og
85% stuðningsfólks VG. Um 73%
þeirra sem styðja Viðreisn, Samfylk-
ingu, Pírata og Miðflokks eru þess-
arar skoðunar.
Morgunblaðið/Eggert
Sprettur Þjóðin er bjartsýn, enda væntanlega ekki langt í mark í þeim
langa og stranga leiðangri sem baráttan við kórónuveiruna hefur verið.
Flestir telja þróun
mála jákvæða
- Ísland fer í rétta átt skv. könnun MMR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hraðvaxta gullinrafi bætist á næst-
unni í eldisker Stolt Sea Farm á
Reykjanesi. Áformað er að flytja inn
nú í vor hátt í tíu þúsund seiði úr
eldisstöð á Spáni og annað eins
næsta haust.
Miðað er við 30
tonna framleiðslu
á ári í þessu til-
raunaverkefni, en
ef vel gengur er
líklegt að hressi-
lega verði bætt
við á næstu árum.
Fyrir er Stolt
Sea Farm með
eldi á senegal-
flúru á Reykja-
nesi og hefur framleiðslan gjarnan
numið um 400 tonnum á ári. Þá eru
200 styrjur þar í tilraunaeldi.
Víða áhugi á gullinrafa
Sigurður Helgi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Ís-
landi, segir að víða sé áhugi á þess-
ari fisktegund, sem fullvaxin er oft
um metri að lengd. Hann sé hrað-
vaxta og eldið eigi að vera arðbært
þar sem fiskurinn sé notaður í há-
gæðavöru eins og sushi og flök eða
steikur, sem stundum komi í staðinn
fyrir túnfisk. Fiskurinn sé hátt verð-
lagður á mörkuðum í Evrópu og
Bandaríkjunum, þeim sömu sem
fyrirtækið selur senegal-flúruna á.
Sigurður segir að spennandi verði
að þróa eldi á þessari tegund hér á
landi. Áhugi sé á þessu tilraunaeldi
og mikil spurn eftir fiskinum.
Tveimur starfsmönnum verði bætt
við í stöðinni á Reykjanesi þannig að
þar verði fljótlega 20 störf.
Vatn frá HS-orku
Um 35 gráðu heitt vatn frá HS-
orku er forsenda eldisins hjá Stolt
Sea Farm og er það síðan blandað
sjó þar til réttu hitastigi er náð. Sig-
urður segir að á Reykjanesi hafi
fyrirtækið leyfi til tvö þúsund tonna
ársframleiðslu, en aðeins um þriðj-
ungur stöðvarinnar hafi verið
byggður. Nú sé vilji til að bæta við
og fullbyggja stöðina á næstu árum.
Verið sé að þróa viðskiptamódel
stöðvarinnar til framtíðar svo há-
marka megi arðsemina og fram-
leiðslugetuna í tvö þúsund tonna
stöð. Hvort það verði gert með sene-
gal-flúru eða gullinrafa eða báðum
tegundunum eigi eftir að koma í
ljós.
3-4 kíló á 14 mánuðum
Gullinrafi, eða Seriola dumerili,
finnst villtur víða í höfum heimsins,
einkum á suðlægari slóðum þar sem
hitastig sjávar er 22-24 gráður.
Nefna má Japanshaf, Indlandshaf,
við strendur Afríku og Ástralíu, en
einnig Miðjarðarhafið. Nokkuð hef-
ur verið um eldi á gullinrafa í Japan
og þá er ungviðið gjarnan veitt og
alið áfram. Í Evrópu hefur hollensk
stöð verið með eldi á gullinrafa síð-
ustu misseri.
Gullinrafaseiðin eru keypt frá
stöð á Spáni og eru um eitt gramm
að þyngd þegar þau koma til Stolt
Sea Farm á Reykjanesi. Þar eru
þau alin í tönkum fyrstu vikurnar
en þá flutt í útiker. Eftir um 14
mánuði er miðað við að fiskurinn
verði orðinn 3-4 kíló og kominn í
sláturstærð.
Sigurður segir að flókið umsókn-
arferli hafi staðið yfir undanfarið og
þó svo endanleg svör séu ekki komin
hafi viðbrögð hingað til verið já-
kvæð. Meðal annars fjallar nefnd
um innflutning á framandi tegund-
um á vegum Umhverfisstofnunar
um umsóknina og sömuleiðis fisk-
sjúkdómanefnd á vegum Matvæla-
stofnunar.
Lifir ekki við Ísland
Sigurður segir að gullinrafi lifi
ekki í sjó undir 14 gráðum og muni
því drepast komist hann í sjó við Ís-
land. Hann segir að eigi að síður
muni fyrirtækið gera nauðsynlegar
ráðstafanir til að tryggja að ekki
verði slysasleppingar.
Stolt Sea Farm er alþjóðlegt
fyrirtæki, stofnað í Noregi, og er
með eldisstöðvar í Noregi, Frakk-
landi, Spáni, Portúgal og Íslandi.
Gullinrafi í eldi á Reykjanesi
- Tilraunaverkefni hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi - Hágæðavara notuð í sushi eða steikur
- Hraðvaxta fiskur og hátt verðlagður - Stolt Sea Farm hugar að því að fullbyggja eldisstöðina
Ljósmynd/Wikipedia Commons
Gullinrafi Fiskurinn finnst víða í hlýjum sjó og verður alinn við 22-24 gráður í eldiskerjum á Reykjanesi.
Uppbygging Áform eru um að stækka eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykja-
nesi og nýta að fullu leyfi til að framleiða tvö þúsund tonn af fiski á ári.
Sigurður Helgi
Ólafsson
Jarðskjálftarnir á Reykjanesi fyrr
í vetur höfðu áhrif á fiskana sem
eru í eldi hjá Stolt Sea Farm. Sig-
urður Helgi, framkvæmdastjóri,
segir að þegar skjálftarnir voru
hvað mestir hafi fiskarnir orðið
„stressaðir“ og hætt að taka
fóður. Þeir hafi þó verið fljótir að
jafna sig þegar dró úr skjálftum
og frá því eldgosið hófst hafi allt
verið með kyrrum kjörum.
Fiskarnir
stressuðust
JARÐSKJÁLFTAR