Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Yfirmenn heraflans
segja allir af sér
Jair Bolsonaro
Brasilíuforseti
stendur nú
frammi fyrir
sinni mestu
áskorun eftir að
yfirmenn land-
hers, flota og
flughers landsins
sögðu af sér og
kórónuveiran er skæðari en nokkru
sinni.
Hin ófyrirséða afsögn yfirmanna
varnarsveita Brasilíu segja stjórn-
málaskýrendur að taka beri sem
mótmæli við tilraunum Bolsonaro
til að taka sér óviðeigandi völd yfir
heraflanum.
Þá hafa vinsældir Bolsonaro
hrunið vegna viðbragða hans við
kórónuveirufaraldrinum. Tæplega
314.000 manns hafa látist af völdum
veirunnar. Í fyrradag létust 3.780
manns sama daginn sem er met.
Alls hafa 12,6 milljónir smitast í
Brasilíu og eru smitin aðeins fleiri í
Bandaríkjunum.
Er 2.286 manns dóu fyrir tíu dög-
um sagði forstöðumaður yfirvalda
að heilbrigðiskerfið væri að hruni
komið. Hefur dauðsföllum fjölgað
dag hvern eftir það. Meira en 80%
sjúkrarúma á gjörgæsludeildum
væru í notkun. Faraldursfræðingur
í ríkinu Rio Grande do Sul sagðist
við BBC óttast að Brasilía gæti ógn-
að heilbrigðiskerfum á heimsvísu.
Bolsonaro hefur þráfaldlega
lagst gegn lokun landsins og öðrum
aðgerðum á þeirri forsendu að slíkt
gæti reynst dýrkeyptara og skað-
legra en kórónuveiran sjálf. Hefur
hann hvatt landsmenn sína til að
„hætta að væla“ yfir ástandinu.
BRASILÍA
Jair Bolsonaro
Kirsuberjatré sem setja svo mikinn svip á garða og önnur útivistasvæði
í Japan eru í fullum skrúða og hafa aldrei verið það svo árla árs, að
sögn veðurstofunnar í Tókýó sem tengir þróunina við hlýnun andrúms-
loftsins.
Í fornu höfuðborginni Kyoto náði blómi trjánna hámarki 26. mars eða
10 dögum fyrr en í meðalári og fyrr en öll árin frá 1953 er farið var
að skrá vöxt og viðgang trjánna.
„Rannsóknir okkar sýna að upphaf blómgunarinnar fer yfirleitt saman
við meðalhita febrúar og marsmánaðar,“ segir Shunji Ambe starfsmaður
veðurstofunnar. „Athuganir okkar á plöntulífi leiða í ljós að vorblómg-
unin hefur tilhneigingu til að byrja fyrr en haustblómgunin aftur á móti
síðar,“ segir Amber við AFP-fréttastofuna. Á myndinni njóta japanskar
konur blómstrandi kirsuberjatrjánna í Inokashir-garðinum í Tókýo.
agas@mbl.is
Kirsuberjatrén í blóma sem aldrei fyrr
AFP
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum tveggja metra
fjarlægð og gætum
ítrustu ráðstafana.
Gleðilega páska
Ítalir ráku í gær úr landi tvo rúss-
neska embættismenn eftir að skip-
herra ítalskrar freigátu var staðinn
að því að selja Rússunum leynilegar
ítalskar skýrslur.
Skipherrann var handtekinn og
kærður fyrir njósnir eftir að lög-
reglumenn sem fylgdust með hon-
um sáu hann á „leynifundi“ með
rússneskum hermálafulltrúa seint í
fyrrakvöld í Róm, að sögn ítölsku
lögreglunnar. Hittust þeir á bíla-
stæði en þar stöðvaði sérsveit lög-
reglunnar viðskipti þeirra.
Var skipherrann handtekinn og
birt kæra fyrir að afhenda hern-
aðarleg leyndarmál gegn greiðslu.
Rússneska sendiráðsmanninum var
hins vegar sleppt á grundvelli dipló-
matískrar friðhelgi.
Luigi Di Maio utanríkisráðherra
Ítalíu kallaði rússneska sendiherr-
ann Sergey Razov fyrir sig í gær-
morgun og afhenti formleg mót-
mæli við njósnunum. Var honum
skýrt frá því að tveir rússneskir
embættismenn sem viðriðnir voru
málið alvarlega hefðu verið reknir
tafarlaust úr landi.
Eleonora Tafuro, sérfræðingur
um rússnesk málefni hjá hugveit-
unni ISPI í Mílanó, segir sjaldan
koma upp mál sem þetta á Ítalíu.
„Þetta er mjög alvarlegt og færir
okkur eiginlega aftur til baka til
kaldastríðstímans,“ sagði hún við
AFP.
Fréttastofan ANSA birti nafn
skipherrans, Walters Biot, og sagði
hann hafa starfað í stefnumót-
unardeild á skrifstofu yfirmanns
alls ítalska heraflans. Deild sú
fjallaði „um öll trúnaðarmál og
leyniskýrslur“, þar á meðal NATO-
skýrslur“, sagði blaðið Corriere
della Sera. Blaðið sagði Biot hafa
fengið 5.000 evrur í seðlum frá
rússneskum samverkamönnum sín-
um.
Skipherrann tók ljósmyndir af
leyniskjölum á tölvuskjá sínum og
vistaði á USB-lykli sem lögreglan
lagði hald á, að sögn fréttastof-
unnar AGI. agas@mbl.is
Njósnarar gómaðir í Róm
- Skipherra lak
skýrslum til Rússa
AFP
Njósnamál Lögreglan gómaði
njósnarana í garði í Róm.
Þrjú stærstu flugfélög Kína birtu í
gær uppgjör sitt fyrir árið 2020 og
nemur tap þeirra milljörðum doll-
ara. Lagðist millilandaflug þeirra
næstum af vegna kórónuveiru-
faraldursins og ný afbrigði veir-
unnar ógna afkomunni í ár.
Stærsta flugfélag Kína hvað far-
þegaflutninga varðar, China Sout-
hern Airlines, tapaði 10,8 millj-
örðum yuan, eða sem nemur um
205 milljörðum króna þrátt fyrir að
innanlandsflug hafi rétt úr kútnum.
Ríkisflugfélagið Air China færði
14,4 milljarða yuan tap til bókar og
China Eastern Airlines 11,8 millj-
arða yuan.
Þótt tap flugfélaganna þriggja
hafi verið mildað að einhverju leyti
með auknu innanlandsflugi ríkir
óvissa um framtíðina þrátt fyrir að
Kínverjar hafi komið böndum á
kórónuveiruna.
Mikil óvissa um
framtíð flugfélaga
KÍNA
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Lokunaraðgerðir sem beitt hefur
verið undanfarnar vikur á Parísar-
svæðinu og nágrenni munu verða út-
færðar og látnar gilda um landið allt
frá 5. apríl til fjögurra vikna. Skólum
verður lokað næstu þrjár vikurnar,
þar á meðal fellur tveggja vikna
páskafrí skólanna niður.
Frá þessu skýrði Emmanuel Mac-
ron forseti í sjónvarpsávarpi úr höllu
sinni í gærkvöldi. Honum hafði verið
legið á hálsi undanfarnar vikur ónóg-
ar aðgerðir gegn kórónuveirunni
sem blossað hefur upp að nýju af
meiri styrk en áður í Frakklandi.
Macron sagðist binda vonir við að
ráðstafanirnar nýju myndu skila
góðum árangri svo takast mætti að
opna landið í skrefum frá byrjun
maí. Framlengdi forsetinn takmark-
anir við ferðalögum frá og með næst-
komandi laugardegi til fjögurra
vikna, en öll ferðalög lengri en 10
kílómetrar verða bönnuð frá 5. apríl.
Þá verður verslunum öðrum en mat-
vælabúðum lokað.
Dagsett áætlun um opnun
Sagði Macron að mögulega yrði
kleift að opna verandir kaffihúsa og
menningarstofnanir undir ströngum
ráðstöfunum um miðjan maí. Þá yrði
einnig birt dagsett áætlun um aflétt-
ingu lokana í öðrum mannvirkjum.
Sagði Macron að þær aðgerðir sem
hefði verið gripið til á síðustu vikum
væru allt of takmarkaðar á tímum
„hraðrar uppsveiflu veirufaraldurs-
ins“. Betur mætti ef duga skyldi því
annars væri Frökkum sú hætta búin
að glata tökum á hinu breska af-
brigði veirunnar sem nú herjaði á
landið. „Það er bóluefninu að þakka
að leiðin út úr kreppunni er að mót-
ast,“ sagði Macron. Boðaði hann
bólusetningu 60 ára og eldri frá 16.
apríl og frá 15. maí fyrir 50 – 59 ára.
Játaði mistök sín
Macron játaði að sér og stjórn
sinni hefðu orðið á mistök í stríðinu
gegn kórónuveirunni. Í síðustu viku
sagðist hann ekki sjá neina ástæðu
til að biðjast afsökunar en í gær kvað
við annan tón. „Á hverju stigi farald-
ursins gætum við sagt að hægt hefði
verið að gera betur, að við hefðum
getað betur. Það er allt rétt. En ég
veit þó það, að við höfum staðið í
lappirnar, dregið lærdóm og bætt
okkur í hverju skrefi.“
Hinar nýju ráðstafanir stjórnar
Macrons í rimmunni gegn kórón-
uveirunni líkjast að meginstofni að-
gerðum og lokunum í fyrstu bylgju
veirunnar í mars og apríl í fyrra. Þá
var fólki leyft að fara aðeins klukku-
tíma á sólarhring af heimili sínu til
matvælakaupa og annarra erinda.
Frakkar herða aðgerðir
- Macron ávarpaði þjóðina í gærkvöldi - Skólum lokað og ferðalög heft út apríl-
mánuð - Segir hættu á að Frakkar missi tökin gagnvart breska afbrigðinu