Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Allt útlit er fyrir að
gosið í Geldingadölum
standi yfir í lengri tíma.
Bráðaaðgerðir við-
bragðsaðila hafa verið
vel skipulagðar og lög-
regla og björgunarfólk
staðið sig frábærlega.
Ef væntingar jarðfræð-
inga rætast gæti gosið í
Geldingadölum staðið
mánuðum, jafnvel árum
saman. Ef það verður
raunveruleikinn þarf að gera framtíð-
aráætlanir um gæslu á svæðinu. Ekki
er hægt að láta sjálfboðaliða sem
skipa björgunarsveitirnar standa
vakt á svæðinu vikum og mánuðum
saman. Fólk sem flest er bundið sín-
um atvinnurekendum og þarf að
mæta til starfa, en nýtur velvildar á
neyðarstund. Sú góða hugmynd að
allir sem ganga á svæðið láti 1.000 kr.
rakna til björgunarsveitanna ætti að
vera öllum létt í hendi. Það sama gild-
ir um lögregluna sem er bæði fáliðuð
og verkefnin þar á bæ hverfa ekki.
Þau kalla á allt lögregluliðið til að
sinna daglegum skyldum við sam-
félagið en aðrir sjái um gossvæðið.
Tækifæri fyrir
reynslumikið fólk
Á Suðurnesjum er mesta atvinnu-
leysi á landinu og margt þaulreynt
fólk sem sinnt hefur eftirlits- og skoð-
unarstörfum á Keflavíkurflugvelli.
Unnið við að leiðbeina fólki við kom-
una til landsins og er því þjálfað í að
sinna og leiðbeina fólki. Flest af því
talar fleira en eitt tungumál. Af
hverju ekki að nýta krafta þessa fólks
til eftirlits og aðstoðar ferðafólki á
gosstöðvunum í Geldingadölum?
Skipulag og stjórnun eftirlitsstarfsins
getur að sönnu verið hjá
lögreglu og viðbragðs-
aðilum en störfin sem
þarf að sinna og krefj-
ast viðveru gætu komið
frá fólki sem hefur beð-
ið eftir því að losna af
atvinnuleysisskrá.
Nýta tækifæri til
sköpunar starfa
Með því að nýta þau
úrræði sem Vinnu-
málastofnun hefur yfir
að ráða og ríkisstjórnin
hefur samþykkt og fjár-
magnað má skapa tugi, ef ekki hundr-
uð, starfa á nýjum vettvangi. Verk-
efnið er frekast í höndum
Grindvíkinga en í ljósi aðstæðna er
eðlilegt að SSS, Samtök sveitarfélaga
á Suðurnesjum, standi á bak við verk-
efnið til að koma því af stað. Hvert
nýtt starf fær greitt um 450 þús. á
mánuði að viðbættu orlofi eða tæpar
500 þús. frá Vinnumálastofnun. Þá
má hugsa sér að einhvers konar
gjaldskylda stæði undir kostnaði sem
fellur til vegna verkefnisins. Ekkert
er því til fyrirstöðu að það verði
einkaaðilar sem sjái um þetta verk-
efni með stuðningi sveitarfélaga og
ríkis þar til önnur fjármögnun verður
ákveðin.
Gjald eða kostnaður
Það þarf frumkvæði og dug til að
keyra þetta verkefni í gang og nóg er
af dugnaði á Suðurnesjum. Það þarf
örugglega að rekast á einhverja veggi
til að láta verkin tala og koma verk-
efninu sem fyrst af stað. En það má
ekki verða til þess að draga þrótt úr
mönnum að mistök eða minni háttar
skakkaföll verði í fyrstu skrefunum.
Það er alvanalegt þegar nátt-
úrhamfarir eru í gangi að það þarf að
hlaupa aðeins hraðar en fæturnir
draga. Bílastæði, stígagerð og þjón-
ustuhús eru innviðir sem mikilvægt
er að koma upp sem fyrst til að hægt
sé að bjóða upp á mannsæmandi að-
stöðu sem eðlilegt gjald er greitt fyr-
ir. Gjaldtaka er eðlilega umdeild leið
en hver er ósammála því að þeir
greiði sem njóti og standi undir þeim
kostnaði sem annars félli á sveit-
arfélögin eða ríkið? Þá er ekkert eðli-
legt við það að sjálfboðaliðar í björg-
unarsveitum á Suðurnesjum og víðar
að af landinu standi vaktir og haldi
uppi eftirliti og nýti tæki sín án nokk-
urrar greiðslu þegar til lengdar læt-
ur. Það mikilvæga fólk á að vera klárt
í önnur verkefni sem eðlilega halda
áfram að koma upp og sýna sífellt
fram á mikilvægi björgunarsveita og
viðbragðsaðila.
Sláum tvær flugur í einu höggi
Með því að skapa tugi starfa við
gæslu og eftirlitsstörf í Geld-
ingadölum er ráðist að atvinnuleysinu
þar sem það er erfiðast og þyngst.
Við eigum að skapa þá umgjörð um
einstaka auðlind sem gosið er þannig
að eftir því verði tekið og við vöndum
okkur að gera vel. Þjónusta ferðafólk
sem margir atvinnulausir hafa gert
allan sinn starfsaldur í flugstöðinni og
auka öryggi gesta á svæðinu með því
að skapa ný og áhugaverð störf í nátt-
úru Íslands og slá þannig tvær flugur
í einu höggi.
Eftir Ásmund
Friðriksson » Af hverju ekki að
nýta krafta þessa
fólks til eftirlits og
aðstoðar ferðafólki
á gosstöðvunum
í Geldingadölum?
Ásmundur
Friðriksson
Höfundur er alþingismaður.
Geldingadalir tækifæri nýrra
starfa á Suðurnesjum
Covid-19-faraldurinn
er erfiðasta viðfangsefni
alþjóðasamfélagsins frá
því á fimmta áratugn-
um. Með þessum orðum
hefst grein sem 24 for-
ystumenn ríkja- og al-
þjóðasamtaka birtu í
nokkrum blöðum um
heim allan þriðjudaginn
30. september.
Sérstökum tíðindum
sætir að sameiginlega
standa Boris Johnson, forsætisráð-
herra Breta, Angela Merkel Þýska-
landskanslari og Emmanuel Macron
Frakklandsforseti að textanum. Erna
Solberg, forsætisráðherra Noregs, er
fulltrúi Norðurlandanna í hópnum.
Þar eru einnig: Charles Michel, for-
seti leiðtogaráðs ESB, Pedro Sánc-
hez, forsætisráðherra Spánar, Joko
Widodo, forseti Indónesíu og dr. Te-
dros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO).
Minnt er á að eftir eyðileggingu
tveggja heimsstyrjalda hafi stjórn-
málaleiðtogar landa heims sameinast
um að koma á fót fjölþjóðlegu kerfi til
að færa þjóðir saman, sporna við
freistingum einangrunar- og þjóðern-
ishyggju og takast á við verkefni sem
aðeins megi leysa með samstöðu og
samvinnu, það er vinna að friði, far-
sæld, heilbrigði og öryggi. Lýst er
þeirri von að eftir sameiginlegan sigur
á Covid-19-faraldrinum takist að
mynda kerfi alþjóðlegrar heilsuvernd-
ar í þágu komandi kynslóða.
Engin spurning sé um að aftur
verði vegið að heilbrigði manna um
víða veröld, hitt sé óljóst hvernig það
gerist. Þess vegna sé nauðsynlegt að
þjóðir heims séu betur í stakk búnar
til að sjá fyrir, hindra, finna, meta og
bregðast á þaulskipu-
lagðan hátt við faröldr-
um. Covid-19-faraldur-
inn sé öflug og sársauka-
full áminning um að
enginn sé öruggur fyrr
en allir séu öruggir.
Hvatt er til þess að
gerður verði nýr al-
þjóðasáttmáli sem snúi
að viðbúnaði og við-
brögðum vegna heims-
faraldra. Rætur hans
séu í stofnsáttmála
WHO með það meðal
annars að markmiði að
fyrir hendi sé viðvörunarkerfi, áætl-
anir um dreifingu rannsóknargagna,
bóluefna, lyfja og skjólbúninga fyrir
hjúkrunarfólk.
Athygli vekur að hvorki bandarísk-
ir né kínverskir ráðamenn eiga nöfn
sín undir greininni. Veiran vaknaði þó
í Kína og hún hefur orðið flestum að
aldurtila í Bandaríkjunum. Stjórnvöld
stórþjóðanna verða þó að leggja sitt
af mörkum sé raunhæft að vænta al-
þjóðasamnings til varnar heimsfar-
öldrunum en ekki er óeðlilegt að
hvatningin um samningsgerðina komi
frá stjórnendum annarra landa.
Þarna er tækifæri fyrir Norður-
landaþjóðirnar að láta verulega að sér
kveða. Almennt njóta heilbrigðiskerfi
þeirra virðingar á heimsmælikvarða
og í Covid-19-faraldrinum hafa heil-
brigðisyfirvöld landanna ekki öll beitt
sömu aðferð. Þess vegna er unnt að
kynna árangur ólíkra leiða. Af Íslands
hálfu mætti til dæmis miðla gögnum
um árangur landamæralokana. Hér
hefur sóttvarnayfirvöldum gengið
brösuglega að fóta sig á öruggu
landamæraúrræði.
Landamærareglur og litakóði
Nú í dag ganga í gildi reglur um að
við komu til landsins skuli farþegar
sem framvísa bólusetningarvottorði
eða vottorði um fyrri sýkingu fara í
eina sýnatöku. Ferðamenn frá skil-
greindum áhættusvæðum skulu
dvelja í sóttkví eða einangrun í sótt-
varnahúsi milli fyrri og síðari sýna-
töku. Krafa um sýnatöku hjá ein-
staklingum með
bólusetningarvottorð eða vottorð um
fyrri sýkingu er sett vegna vísbend-
inga um að þessir einstaklingar geti
borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta
sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr
sýnatöku á dvalarstað.
Í nýju landamærareglunum eru
áhættusvæði skilgreind með litakóða.
Lönd eru dökkrauð eða grá sam-
kvæmt upplýsingum frá Sótt-
varnastofnun Evrópu.
Þegar litið er til þessara reglna
vaknar spurning um hvort ein-
hverjum þyki „glæpsamlegt“ að setja
þær. Á dögunum var rekið upp slíkt
ramakvein vegna áforma um aðild að
samræmdum evrópskum landa-
mærareglum 1. maí eða síðar á
grundvelli „litakóða“.
Spurt var hvort við ættum síður að
hleypa fullbólusettum Breta til lands-
ins en Þjóðverja, þótt Bretar stæðu
utan Schengen-samstarfsins. Þetta
er ágæt spurning, til þess ber þó að
líta að mánudaginn 29. mars var
Bretum bannað að ferðast til útlanda.
Án „viðunandi ástæðu“ til utanlands-
ferða eiga þeir á hættu að verða sekt-
aðir um allt að 5.000 pund (880.000
ISK). Bannið gildir til 30. júní en
verður ef til vill endurskoðað svo að
heimila megi utanlandsferðir eftir 17.
maí.
Þjóðverjar búa ekki við ferðabann
og streyma til dæmis til Mallorka um
páskahelgina. Hér gildir ekki heldur
bann við utanlandsferðum án erindis.
Íslendingar mega til dæmis ferðast til
Tenerife um páskana. Þeir urðu þó að
aflýsa skíðaferðum til Siglufjarðar
eða Akureyrar. Þúsundum saman
ganga svo Íslendingar og erlendir
ferðamenn að jarðeldunum í Geld-
ingadölum.
Minni heimahömlur
Sama dag og bannreglan vegna ut-
anlandsferða gekk í gildi í Bretlandi
var smáskref stigið þar til að létta á
framkvæmd sóttvarna innanlands.
Nú mega allt að sex koma saman ut-
an dyra í einkagörðum, borg-
argörðum og á ströndum. Þá mega
menn ganga saman í fámennum hóp-
um og grilla utan dyra með öðrum ef
svo ber undir. Útisundlaugar verða
opnaðar, tennisvellir og golfvellir.
Fólk er þó varað við að faðmast, hvatt
til að virða tveggja metra regluna ut-
an dyra og forðast að hittast innan
dyra.
Öllum þessum varúðarreglum ber
að fylgja í Bretlandi þótt bólusetning
þar gangi betur en annars staðar í
Evrópu. Meira en 30 milljónir manna
hafa verið bólusettir í Bretlandi eða
um 57% allra fullorðna.
Hér höfðu aðeins 20.734 ein-
staklingar verið fullbólusettir 29.
mars eða tæp 7%, hlutfallslega aðeins
fleiri en í Danmörku þar sem um
helgina var losað um hömlur fyrir þá
sem eru fullbólusettir. Dönsk heil-
brigðisyfirvöld afnámu tveggja metra
fjarlægðarregluna í samskiptum full-
bólusettra og heimiluðu þeim að
knúsa aðra væru þeir á heimili sínu.
Lauk þar með einangrun hjá mörg-
um sem höfðu búið við hana í eitt ár.
Danskir sérfræðingar segja að það
séu sáralitlar líkur á að smit berist á
milli tveggja fullbólusettra ein-
staklinga. Hugsanlega geti menn þó
borið smit í aðra þótt þeir séu bólu-
settir. Í almannarými eins og til
dæmis verslunum verði fullbólusettir
því að virða tveggja metra regluna,
þrátt fyrir eigin vörn kunni þeir að
geta borið smit í aðra, enginn viti
þetta þó nákvæmlega en allur sé var-
inn góður. Þegar fullbólusettum fjölgi
verði reglurnar um umgengni í al-
mannarými lagaðar að nýjum að-
stæðum.
Nú í marsmánuði fengu full-
bólusettir Bandaríkjamenn heimild
til samskipta við aðra bólusetta án
þess að bera grímu eða virða fjar-
lægðarmörk.
Í byrjun dymbilvikunnar boðaði
Joe Biden Bandaríkjaforseti að frá og
með 19. apríl ættu 90% Bandaríkja-
manna rétt til bólusetningar og bólu-
setningastöð yrði í innan við 8 km
fjarlægð frá heimili hvers og eins.
Þetta er metnaðarfullt markmið en
fyrir 1. maí fá allir Bandaríkjamenn
þennan rétt.
Á sama tíma og bólusetningar í
Bretlandi hafa minnkað sókn veir-
unnar þar í landi hefur hún sótt í sig
veðrið í Bandaríkjunum. Þar er þó
dreift 33 milljónum bóluefnaskammta
í þessari viku.
Bóluefnið sem hefur verið notað
hér til þessa og í Bretlandi og Banda-
ríkjunum krefst þess að stungið sé
tvisvar með nokkurra vikna bili til að
virkni efnisins skili sér að fullu. Ný-
birtar bandarískar niðurstöður sýna
á hinn bóginn að fyrri stungan
minnkar hættuna á smiti um 80%
þegar tvær vikur eru liðnar frá henni.
Þótt hægt fari mjakast hér til
réttrar áttar.
Eftir Björn
Bjarnason » Þarna er tækifæri
fyrir Norðurlanda-
þjóðirnar að láta veru-
lega að sér kveða. Al-
mennt njóta heilbrigðis-
kerfi þeirra virðingar á
heimsmælikvarða.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra
Litakóðar – frelsi fullbólusettra
Gosmáni Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall tekur á sig nýja
mynd með hverjum deginum. Ljósmyndari Morgunblaðsins var þarna á
ferð snemma í gærmorgun, þegar tunglið sást vel á himni, gegnum móðuna
bláu er gígarnir varpa á hana rauðum bjarma í morgunskímunni.
Eggert