Morgunblaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 19
Lögfræðingur Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands með rúmlega 5.300 félagsmenn. Með stofnun félagsins í nóvember 1999 sameinuðust allir grunnskólakennarar landsins í fyrsta sinn í einu félagi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari þeirra félagsmanna Kennarasambands Íslands sem sinna kennslu eða ráðgjöf í grunnskólum. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Félag grunnskólakennara (FG) auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings. Verkefni FG eru fjölbreytt og krefjandi. Lögfræðingur heyrir undir formann Félags grunnskólakennara, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: • Lögfræðileg ráðgjöf í málefnum félagsmanna. • Þjónusta við FG, einkum á sviði vinnuréttar. • Aðstoð við gerð og túlkun kjarasamninga FG. • Umsagnir lagafrumvarpa og þátttaka í nefndum f.h. FG. • Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila. • Kennsla á námskeiðum á vegum FG. • Málflutningur og önnur lögfræðileg störf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögum. Hdl. réttindi skilyrði. • Reynsla sem nýtist í starfi er æskileg. • Þekking á vinnurétti og túlkun kjarasamninga. • Þekking á störfum félagasamtaka. • Góð samskipahæfni og geta til að vinna í krefjandi umhverfi. • Sjálfstæði í starfi, ögun í vinnubrögðum og hæfni til að miðla málum og ná sáttum. • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Umsjón með starfinu hafa Audur Bjarna- dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipu- lagslaga, laga um skipulag haf- og strand- svæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is. Umsókn um starf þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við fjölbreytt verkefni í skipulagsmálum með áherslu á deiliskipulag og staðarmótun. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og getu til að leysa verkefni bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Sérfræðingur í skipulagsgerð og staðarmótun Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Vinnvinn, www.vinnvinn.is. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til að vinna að fjölbreyttum verkefnum við vinnslu, greiningu og miðlun skipulags og umhverfismats í vefsjám og landupplýsingakerfum. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og getu til að leysa verkefni bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Sérfræðingur í landupplýsingum Helstu verkefni • Ráðgjöf og leiðbeiningar um skipulagsgerð sveitarfélaga, sérstaklega varðandi gerð og afgreiðslu deiliskipulags. • Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsmál, sérstaklega tengt gerð deiliskipulags og staðarmótun. Helstu verkefni • Þróun og rekstur landfræðilegra gagnasafna og vefsjáa Skipulagsstofnunar. • Þróun á stafrænu skipulagi. • Gerð uppdrátta og vinnsla landfræðilegra upplýsinga vegna ýmissa verkefna stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.