Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 22

Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Nú kveð ég Maríu sem alltaf hefur ver- ið til. Við kynntumst sex ára og ég man ekki lífið öðruvísi en með Maríu í heiminum. Við fylgd- umst að í gegnum lífið með hléum. Það er með suma að þótt tími líði á milli samtala þá er alltaf eins og síðasta samtal hafi átt sér stað fyrir stuttu. Þannig var vinátta okkar Mar- íu. Við fylgdumst að frá því að vera litlar stelpur í ungar konur, og nú síðast sem fullorðnar konur. María var einstaklega ljúf manneskja, meira en margur. Hún var þessi engill í hópnum sem gerði engum illt og lenti ekki í neinu misjöfnu en var alltaf til staðar fyrir aðra. Hún gat hins vegar gripið í svartan húmor og beitti honum oft. Hún hafði alla tíð mikla ástríðu fyrir fötum og tísku og taldi það ekki eftir sér að lána okkur vin- konum fötin sín. Hún taldi það heldur aldrei eftir sér að skutlast með vinkonur. Hún taldi aldrei neitt eftir sér. Það bar aldrei á biturð hjá henni þótt líf hennar hafi á stund- um verið henni þungt og með ein- stakri þolinmæði tókst hún á við veikindi síðustu ára. Elsku Melkorka, Jenný, Guð- mundur, Helga og Róbert ég vona innilega að spor ykkar muni smám saman léttast með styrk minninga um elsku Maríu ljúfu. Hrygg en þakklát kveð ég Mar- íu ljúfu með þessum orðum: Kominn er tíminn, nú þarf að kveðja. Saman áttum kærar stundir, þessar sem syrgja, þessar sem gleðja. Seinna okkar verða fundir. Sigrún Eðvaldsdóttir. Ég minnist þess þegar María okkar kom til mín í starfsviðtal ár- ið 2014. Hún var hlédræg og nokk- uð feimin, en það var eitthvað sem greip mig og hún var ráðin til okk- ar í tolladeildina hjá Eimskip. Frá og með fyrsta degi sýndi Guðmunda María Guðmundsdóttir ✝ Guðmunda María Guð- mundsdóttir fædd- ist 1. júní 1972. Hún lést 12. mars 2021. Útförin fór fram 24. mars 2021. hún mikinn áhuga fyrir starfinu. María var hörkudugleg og mjög vinnusöm. Hún var fljót að læra og náði vel utan um starfið en starfið hennar krafðist mik- ils hraða, vandvirkni og þjónustulundar. Hún fór síðar al- farið í tollskýrslu- gerðina og þar sann- aði hún sig enn og aftur, hversu fljót hún var að ná hlutunum. María var mjög samviskusöm og þurftu samstarfsmenn stundum að pikka í hana og spyrja hvort hún ætlaði nú ekki standa aðeins upp með þeim og fá sér kaffibolla því það mætti nú alveg. Hún var alltaf að og veigraði sér ekki við að taka að sér flókin verk- efni og sagði þá að þetta færi nú bara í reynslubankann. Það var okkur mikið áfall þegar María tilkynnti okkur að hún væri komin með illvígan sjúkdóm. Hennar allra nánustu samstarfs- menn veittu henni allan þann stuðning og skilning sem hægt var. María sigraðist á þessu meini eftir tæplega tveggja ára baráttu og kom aftur til starfa hjá okkur þar til annað áfall kom sjö mán- uðum síðar og hún tilkynnti okkur að meinið væri komið aftur á stjá. Við vorum alltaf bjartsýn að hún myndi sigrast á þessu meini en það sigraði að lokum. Það er ýmislegt brallað í deild- inni okkar og erum við mikið fyrir að gera eitthvað saman, eitt af því er að fara saman erlendis. Mér er minnisstæð ferðin til Brighton árið 2018 en þá var María í lyfjameð- ferð en skellti sér samt með okkur. Og hvað hún skemmti sér með okkur og átti góða ferð þrátt fyrir að vera að kljást við sín veikindi og þar náði hún að njóta og leiða hug- ann frá sínum veikindum. Það er okkur mikill missir að hafa ekki Maríu lengur hjá okkur. Hún var okkur góður samstarfs- félagi og ekki síður sönn vinkona. Fyrir hönd samstarfsfélaga Maríu hjá Eimskip sendum við elskulegu Melkorku, Elmari Eron, foreldrum og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Maríu lifir, hvíli hún í friði. Arndís Aradóttir Elsku hjartans amma mín er fallin frá. Það er sárt að sakna en ég er svo lánsöm að eiga margar yndislegar og skemmti- legar minningar um ömmu mína. Allt frá því ég var lítil og hún var að passa mig til þess er við eydd- um klukkustundum saman í verslunum að sinna sameiginlegu áhugamáli (kaupa föt!) og nutum þess að fara í hádegismat saman og utanlandsferðir. Hún hefur alltaf stjanað við mig og dekrað og reynst mér svo vel. Eitt sum- arið er hún var að passa mig elt- um við til dæmis Brúðubílinn og horfðum á sýningu hans hvern einasta dag allt sumarið. Í dag, verandi búin að fara með dætur mínar á sömu sýningu, geri ég mér enn frekari grein fyrir fórn- fýsi hennar og þolinmæði. Hún var besta amma sem hægt er að hugsa sér og stelpunum mínum dásamleg langamma. Fyrir nokkrum árum fórum við á konukvöld þar sem Sigga Kling stjórnaði bingói. Amma vann auðvitað til verðlauna eins Þorbjörg Valgeirsdóttir ✝ Þorbjörg Val- geirsdóttir fæddist 14. júní 1927. Hún lést 20. mars 2021. Útför Þor- bjargar fór fram 29. mars 2021. og svo oft áður. Þeg- ar hún fór upp á sviðið að sækja vinninginn sinn dáð- ist Sigga Kling að útliti hennar og aldri og amma benti á fullt borð af kon- um sem voru með henni þetta kvöld. Hitti Sigga naglann á höfuðið þegar hún sagði að það væri ekki skrítið að allir vildu hafa hana með því það stirndi af henni eins og stjörnuljósi. Amma mín var líka bros- og hláturmildasta kona sem ég hef á ævinni kynnst. Hún var jákvæð og alltaf til í allt. Það var bjart yfir henni og núna er hún skærasta stjarnan á himn- inum. Amma mín og afi voru frábær- ar fyrirmyndir og ég óska þess að mér lánist að eldast og njóta efri áranna líkt og þau gerðu. Þau voru yndislega samstiga og aktíf, ferðuðust og léku sér auk þess að sinna sér og sínum. Afi sagði að þau myndu lifa áfram í gegnum afkomendur sína, sem ég trúi, og því mikilvægt að lifa lífinu lifandi, gleðjast, njóta og hlæja fyrir þau líka. Minningin um yndislega ömmu og afa, gleðina og gamanið sem þeim fylgdi, lifir áfram. Guð blessi elsku ömmu mína og afa. Auður Björg Jónsdóttir. Það eru svo margar og góðar minningar sem ég á um elsku ömmu mína. Hún var alltaf svo jákvæð, drífandi og um- hyggjusöm. Það er svo dýrmætt að eiga margar góðar minningar um hana og afa. Þau voru svo falleg saman og miklar fyrirmyndir. Sögurnar sem hún sagði okkur systrum þegar við vorum litlar munum við enn og erum farnar að segja börnum okkar þær sög- ur. Ímyndunaraflið var einstakt enda var hún mikill prakkari þeg- ar hún var yngri. Amma skóf aldrei neitt utan af hlutunum og kryddaði sögurnar sínar oft vel. Ég var svo heppin að fá að eyða miklum tíma með henni ömmu í eldhúsinu og ég fylgdist með aðdáunaraugum hvernig hún hristi fram hverja kökuna á Anna María Elísa- bet Þórarinsdóttir ✝ Anna María El- ísabet, Elsa, eins og hún var allt- af kölluð, fæddist 10. júní 1927. Hún lést 10. mars 2021. Útför Elísabetar fór fram 22. mars 2021. fætur annarri. Skemmtilegast fannst mér að baka kleinur og vínar- brauð með henni og ég held þeirri hefð áfram fyrir fjöl- skylduna. Við deildum sama áhuga á handavinnu og hún var dugleg að kenna mér bæði prjónatökin og einn- ig að telja og sauma í. Það gleður mig að horfa á handavinnulista- verkin eftir hana á veggjunum heima hjá mér. Það kemur engum á óvart að hún amma hafi oft verið kölluð drottning. Hún var með hjarta úr gulli og hugsaði vel um okkur öll. Henni þótti ekkert tiltökumál að fara inn í tískuverslanir í Florida og versla á okkur barnabörnin allt það nýjasta. Hún lagði ýmislegt á sig til að kaupa hettupeysur í Hollister í „bölvuðum hávaða og myrkri“ eins og hún orðaði það. Ég veit að þið afi vakið yfir okkur og haldið verndarhendi yf- ir okkur. Þín ömmustelpa, Karen. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Skarðsbók, Ljóðabók Jóns Þorlákssonar, Bægisá, Svarf- dælingar 1-2.,Um Grænland að fornu og nýju, Árbækur Espolíns 1. - 12. útg. Ævisaga Árna Þórarinssonar 1 - 6, Aldafar og örnefni í Önundarfirði, Gestur Vestfirðingur 1 - 5, Stjórnar- tíðindi 1885 - 2000, 130. bindi, Manntalið 1703. Kollsvíkurætt, Ponzi 18. og 19. öldin, Fjalla- menn, Hæstaréttardómar 1920 - 1960, 40. bindi, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Kvennablaðið 1.- 4. árg, Bríet 1895, Ódáðahraun 1-3, Fritzner orðabók 1- 4, Flateyjar- bók 1-4, Ferðabók Eggerts og Bjarna 1981, Íslenskir Sjávar- hættir 1-5, Tímarit Verkfræðinga Íslands 1-20 árg., Tímarit hins íslenska Bókmenntafélags 1-25, Ársskýrsla sambands íslenskra Rafveitna 1942 - 1963. Hín 1.-44. árg., Skýrsla um Landshagi á Íslandi 1-5, Töllatunguætt 1-4, Síðasti musterisriddarinn Parce- val, Austantórur 1-3, Ferðabók Þ. TH., 1- 4, önnur útg., Ættir Aust- firðinga 1- 9, Heimsmeistara- einvígið í skák 1972, Landfræði- saga Íslands 1- 4, Lýsing Íslands 1- 4, plús minningarbók Þ. HT., Almanak hins Íslenska Bók- menntafélags 1875 - 2006, 33 bindi, Inn til fjalla 1- 3, Fremra Hálsætt 1- 2, Kirkjuritið 1.- 23. árg., Bergsætt 1- 3, V-Skaftfell- ingar 1- 4. Sunnudagsblað Tímars, ib. Náttúrfræðingurinn 1. - 60. árg., ób., Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi 1874. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs, til slita á sameign, verður háð á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi, 2.hæð sem hér segir á eftirfarandi eign : TF-BLU, Pitts M12, fnr. 1003 , þingl. eig. BjörnThoroddsen, gerðarbeiðandi Össur Willardsson, fimmtudaginn 8. apríl nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 31 mars 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Stóragerði 38, Reykjavík, fnr. 203-3717 , þingl. eig. Andri Már Hagalín, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 8. apríl nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 31 mars 2021 Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- !$#"nu Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega TÓMASAR GUNNARS SÆMUNDSSONAR frá Hrútatungu. Sérstakar þakkir og kveðjur sendum við starfsfólki lyflækningadeildar HSU fyrir einstaka umönnun. Sigrún Erna Sigurjónsdóttir Sigurjón Tómasson Þorgerður Tómasdóttir Guðmundur E. Jóhannesson Arndís Tómasdóttir Frímann B. Baldursson og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR ÖRN HARÐARSON, KR-ingur og snillingur, Kleifarseli 2, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu föstudaginn 20. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð. Ingibjörg Björnsdóttir Björk Birgisdóttir Þorsteinn Guðmundsson Björn Birgisson Hjalma Poulsen Björg Birgisdóttir Bryndís Birgisdóttir Berglind Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og sendu hlýjar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku, INGIBJARGAR MATTHÍASDÓTTUR, fyrrv. flugfreyju frá Vík. Kolbrún Matthíasdóttir Einar Matthíasson Halldóra Svanbjörnsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.