Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 30 ÁRA Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari er fædd í Helsinki en ólst upp á Bakka í Svarfaðardal. „Ég byrjaði snemma að spila og var alltaf keyrð inn á Akureyri í spilatíma úr Svarf- aðardal.“ Hrafnhildur lærði sellóleik við Listahá- skóla Íslands, Konunglega Konservatoríið í Kaup- mannahöfn og Jacobs School of Music við Háskólann í Indiana. „Ég kom heim fyrir tveimur árum og hef síðan þá verið að taka þátt í þessu fjölbreytta tónlistarlífi sem er á Íslandi. Það hefur þó komið bakslag í það að undanförnu og féllu t.d. niður einleikstónleikar sem ég ætlaði að spila með mömmu á mánudaginn, það má segja að kóvidið hafi framlengt fæðing- arorlofið hjá mér sem er bara yndislegt.“ Hrafnhildur er fyrsti sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk þess að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum, en hún var í fyrradag að ljúka upptökum á tónlist sem Snorri Hallgrímsson samdi fyrir spænska spennumynd, sem sýnd verður á Netflix. Fram undan eru síðan flutningar til Kaupmannahafnar þar sem fjölskyldufaðirinn fer í meistaranám við Konunglega Konservatoríið. Eiginmaður Hrafnhildar er Guðbjartur Hákonarson fiðluleikari og sonur þeirra er Hákon. Foreldrar Hrafnhildar eru Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Eiginkona Guðmundar Óla er Margrét Blöndal. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur allan þann efnivið sem til þarf til að verkefnið þitt heppnist. Láttu hugmyndir þínar verða að veru- leika. 20. apríl - 20. maí + Naut Þig langar dvelja í dagdraumum í dag, miklu frekar en að einbeita þér að vinnunni. Forðastu að setja ástvini þína á stall og mundu að þeir eru mannlegir rétt eins og þú. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Haltu ró þinni og láttu vel- gengnina ekki stíga þér til höfuðs. Með allt á hreinu geturðu notið lífsins áhyggjulaus. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Að lifa vel er listform og þú hefur stundum náð fullkomnum tökum á því. Reyndu að vinna sem mest ein/n og láttu félagslífið aðeins bíða. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þig langar til þess að ná til annarra í dag og ættir að leggja þig fram um það. Losaðu þig við tilfinningaleg höft. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Lifðu einföldu lífi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að forðast alla árekstra milli starfs og heimilis. Dómgreind þín er ekki upp á hundrað þessa daga. Berðu virð- ingu fyrir þér eldra fólki. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú sérð að þú hefur reist veggi milli þín og annarra. Ekki láta þér bregða, þótt margt sé öðru vísi í návígi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Að þér er sótt úr öllum áttum af fólki sem vill leita ráða hjá þér. Ekkert er leiðinlegt í lífinu nema þú viljir hafa það þannig. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Leyfðu vini þínum að eiga skjól hjá þér með tilfinningar sínar. Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú hugir að heilsufari þínu og mataræði. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það getur reynst mikil kúnst að segja nei, þegar það á við. Þú kannt að lofa upp í ermina á þér alveg óvart. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert enn að reyna að koma reglu á fjármálin. Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfnast – en mjög fáir. Reyndu að vera hjálpleg/ur og veita öðr- um stuðning. ferð, mengun og hnattræna hlýnun.“ Eftir að þau hjónin hættu að vinna fyrir meira en áratug hafa þau ein- beitt sér að því að koma sér upp sum- arstað fyrir sig og sína nánustu. „Þetta er gömul gróðrarstöð í Gríms- nesinu sem tengdapabbi átti og við höfum plantað þar tveimur litlum garðhúsum svo þarna höfum við bara legi dánarstuðullinn. Ég talaði fyrir sóknarstýrandi auðlindaskatti og taldi aflakvótakerfið óréttlætanlegan ójöfnuð og langstærsta rán Íslands- sögunnar. Það myndi valda miklu brottkasti og sóun. Best væri ef olíu- framleiðsluríkin legðu á nægilega háan auðlindaskatt til að minnka sókn flotans á Íslandi sem og bílaum- E inar Júlíusson fæddist 1. apríl 1941 í Reykjavík og ólst upp í Vestur- bænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, fyrrihlutaprófi í verkfræði við HÍ 1963, mag.scient.-prófi í eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla í árs- byrjun 1966 og doktorsprófi í stjarn- eðlisfræði við Chicago-háskóla 1974. Einar starfaði við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins 1966-68, starfaði áfram að doktorsnámi loknu með Peter Meyer við rannsóknir á kjarnasamsetningu geimgeisla til 1974 og við áþekkar rannsóknir í Saclay-kjarnarannsóknarstöðinni í Frakklandi 1975-76 en rannsóknir og niðurstöður Einars á þessu sviði vöktu mikla athygli á sínum tíma. Einar var sérfræðingur við HÍ 1976- 79, starfaði við úrvinnslu á gögnum frá HEAO-gervitunglunum við Dansk rumforsikring institut í Kaup- mannahöfn 1980-81 og í Frakklandi 1981-83. Hann var dósent í eðlisfræði við HÍ 1983-86, stundakennari þar 1986-91, starfaði við rannsóknir á geimgeislum við Chicago-háskóla 1991-92. Hann stundaði mennta- skólakennslu við Menntaskólann á Laugarvatni og við Flensborgarskól- ann næstu fjögur árin. Hann varð lektor og dósent við Háskólann á Akureyri 1997, en rannsóknir hans sneru einkum að líkanasmíði og fræðilegum athugunum á stofnstærð- arreikningum. Hann dvaldi við Haf- rannsóknastofnunina í Þórshöfn í Færeyjum og í Bergen 2005 og hætti störfum 2008. Einar var um tíma varaformaður náttúruverndarsamtakanna Líf og land. Hann ritaði mikið í dagblöð og tímarit um stjórnun fiskveiða og ástand fiskistofna. Á ráðstefnu um stjórnun fiskveiða 1979 hélt Einar því fram að ástand þorkstofnsins væri mun verra en almennt var þá talið og á ráðstefnu tíu árum síðar setti hann fram tilgátuna um samband milli styrkleika stórþorska og klak- stærðar. „Ég hef gagnrýnt Hafrannsókna- stofnunina fyrir að leggja til allt of mikla sókn í stofnana. Sóknin mætti alls ekki ekki vera meiri en náttúru- ágætisaðstöðu til sumardvalar. Þarna höfum við plantað mörgum trjám og ræktum svolítið grænmeti og höfum meira að segja hænur hjá okkur á sumrin. Þetta er útiverustaður fremur en heilsárs sumarhús en við komum ekki oft þangað á veturna. Við viljum þá heldur vera bara inni í okkar hlýja Einar Júlíusson eðlisfræðingur – 80 ára Í faðmi fjölskyldunnar Einar, Valfríður, börn, tengdabörn og barnabörn heima í Breiðholti árið 2021. Úr geimrannsóknum í fiskifræði Hjónin Borg Inkanna, Machu Picchu, heimsótt árið 2007. Afmælisbarnið Landnám í Grímsnesi árið 2005. Til hamingju með daginn Reykjavík Hákon Guðbjarts- son er fæddur 17. janúar 2020 kl. 00.06 á Landspítalanum. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir og Guðbjartur Hákonarson. Nýr borgari Er aftur kominn í framleiðslu Klúbbstóllinn var framleiddur af Stálhúsgögnum frá árinu 1959 til ársins 2005. Nú hefur Sólóhúsgögn, með leyfi Stálhúsgagna, tekið við framleiðslunni og er þessi klassíski stóll því aftur fáanlegur. Klúbbstóllinn Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.