Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
„EN SVO SPURÐI LÖGGAN OKKUR
HVORT VIÐ VISSUM UM EINHVERN SEM
EKKI VILDI SKAÐA ÞIG.“
„ÉG FÓR TVEIMUR STUNDUM FYRR Á
FÆTUR TIL ÞESS AÐ SÆKJA UM ÞETTA
STARF!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... oft á hraðferð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG FINN EKKI NÝJA
SÍMANN MINN
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SKILA
JÓNI SÍMANUM
EN VIÐ ERUM
ENN AÐ HORFA
Á MYNDINA
VIÐ HÖFUM
ALDREI SÉÐ HANA
Á BREIÐTJALDI!
ÚFF! ÉG ER
DAUÐÞREYTT!
ÉG SKIL
ÞAÐ EKKI …
BLÁR Á AÐ VERA SVO
AFSLAPPANDI LITUR!
húsi í Breiðholtinu, fara í leikhús og á
tónleika eða horfa á óperur í heima-
bíói okkar. Fá yndislegu barnabörn-
in okkar niður til okkar til að stytta
okkur stundirnar, en þau búa fyrir
ofan okkur í sama húsi. Þau koma
svo oft með okkur eða til okkar í
sveitina á sumrin svo þetta er hið
ljúfa líf. Undanfarna vetur höfum
skotist til Kanaríeyja til að stytta að-
eins veturinn. Myrkrið og sólarleysið
fer ekkert allt of vel í mig, en konan
kveikir þá bara marglit jólaljós úti
um allt og er alltaf í jólaskapi.“
Fjölskylda
Kona Einars er Valfríður Gísla-
dóttir, f. 23.6. 1944, kennari. For-
eldrar Valfríðar eru Gísli Gíslason, f.
9.4. 1909, d. 29.9. 1985, gjaldkeri við
Landssmiðjuna, og Áslaug Benja-
mínsdóttir, f. 10.9. 1918, d. 9.8. 1995,
símavörður hjá Reykjavíkurborg.
Börn Einars og Valfríðar eru 1)
Gísli Einarsson, f. 20.4. 1968, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík.
Sambýliskona hans er Rakel Ósk
Þorgeirsdóttir, f. 11.3. 1986, há-
skólanemi; 2) Júlíus Karl Einarsson,
f. 17.11. 1977, óperusöngvari, búsett-
ur í Reykjavík. Eiginkona hans er
Elín Smáradóttir, f. 26.9. 1977, sýn-
ingarstjóri. Börn þeirra eru Val-
fríður Helga Júlíusdóttir, f. 10.1.
2012, og Áslaug Brynhildur Júl-
íusdóttir, f. 27.4. 2015; 3) Áslaug Ein-
arsdóttir, f. 2.1. 1985, fram-
kvæmdastýra, búsett í Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Nicholas
Robinson, f. 25.1. 1983, grænmet-
isbóndi. Dóttir þeirra er Freyja Vallí
Áslaugardóttir Robinson, f. 16.12.
2020.
Systkini Einars eru Sigríður, f.
23.4. 1944, fv. skrifstofumaður, bú-
sett í Reykjavík; Jón, f. 21.4. 1947,
tæknifræðingur og fv. bóndi á Mýr-
um í Skriðdal, búsettur á Egils-
stöðum; Áslaug, f. 10.9. 1950, kenn-
ari, búsett á Seltjarnarnesi; Björn, f.
16.12. 1951, búfræðingur og yfirverk-
stjóri garðyrkju hjá Reykjavík-
urborg.
Foreldrar Einars voru Júlíus
Jónsson, f. 6.9. 1911, d. 14.7. 1985,
verkstjóri hjá ÁTVR í Reykjavík, og
Ingibjörg Einarsdóttir, f. 10.9. 1914,
14.6. 2008, húsmóðir í Reykjavík.
Einar
Júlíusson
Ástríður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði og Reykjavík
Sveinbjörn Stefánsson
sjómaður og smiður
í Hafnarfirði og Reykjavík
Ágústa Sveinbjarnardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Einar Hróbjartsson
póstfulltrúi í Reykjavík
Ingibjörg Einarsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Ingibjörg Magnúsdóttir
húsfreyja í Húsum og Reykjavík
Hróbjartur Ólafsson
bóndi í Húsum í Holtum, Rang., síðar í Reykjavík
Ástrún Friðriksdóttir
húsfreyja á Þverfelli
Björn Sveinbjörnsson
bóndi á Þverfelli í Lundarreykjadal
Sigríður Björnsdóttir
húsfreyja í Miðbæ
Jón Björnsson
bóndi í Miðbæ í Norðfirði
Helga Hildibrandsdóttir
húsfreyja í Miðbæ
Björn Jónsson
bóndi í Miðbæ
Úr frændgarði Einars Júlíussonar
Júlíus Jónsson
verkstjóri í Reykjavík
Þar sem páskahelgin er að gangaí garð greip ég ljóðmæli séra
Matthíasar Jochumssonar og fletti
upp þar sem heitir ýmisleg kvæði
og vísur. Þar varð þessi staka fyrst
fyrir mér:
List er það líka og vinna,
að ljóða dálítið minna,
og melting meira sinna
í maganum okkar hinna.
Og síðan kemur:
Þótt þú hugsir, leitir lags,
lesir talir, skrifir,
nýtirðu aldrei neins til gagns
nema Guði lifir.
Matthías orti til bróðursona sinna
í Lærða skólanum 1882:
Heyrðu Mangi, Matti, Jón,
miklu sterku andans ljón, –
heyrið mína hjartans bón;
hættið þið nú að vera flón!
Matti, lærðu mathematík,
Mangi, lestu póetík,
gleymdu ei, Nonni, grammatík,
en gutlið ei við pólitík.
Lærið guðspjöll Gyðinga,
göfuglyndi Araba,
snilld og fegurð Forngrikkja,
frægð og hreysti Rómverja.
Hugarfjör af Hómeró,
hreinan stíl af Ciceró,
föðurlandsást af Fabíó
og fræðin eftir Lútheró.
Tímans not af Títusi,
trúræknina af Ingólfi,
verkasnilld af Völundi
og vit af Karlamagnúsi.
Hreystiþrótt af Herkúli,
heilagleik af Mósesi,
orðfærið af Aroni,
andans fjör af Pindari.
Hér verða kaflaskil í kvæðinu og
heldur áfram með grískri tilvitnun
sem útleggst „þekktu sjálfan þig“:
„Gnóþi sauton“ Grikkinn kvað;
gott er að læra og meira en það;
en hvað er list og lærdómsþvaður
ef lærirðu ekki að vera maður.
Úr bréfi til Herdísar Benedikt-
sen:
Besta dyggð er bindindi,
besta vopnið kærleiki,
besta hyggni hreinskilni,
hæsta speki guðrækni.
Úr bréfi til Páls Ólafssonar:
Litla Brún um torg og tún
tekst mér skást að bera,
í gær á sund þann hófahund
hleypti ég Rangá þvera.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svo kvað séra Matthías
PÁ
fy
110
PÁ AT