Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Undankeppni HM karla
J-RIÐILL:
Armenía – Rúmenía ................................. 3:2
Liechtenstein – Ísland ............................. 1:4
Þýskaland – Norður-Makedónía ............ 1:2
Staðan:
Armenía 3 3 0 0 6:2 9
N-Makedónía 3 2 0 1 9:4 6
Þýskaland 3 2 0 1 5:2 6
Rúmenía 3 1 0 2 5:6 3
Ísland 3 1 0 2 4:6 3
Liechtenstein 3 0 0 3 1:10 0
B-RIÐILL:
Grikkland – Georgía................................. 1:1
Spánn – Kósóvó ........................................ 3:1
_ Spánn 7, Svíþjóð 6, Grikkland 2, Georgía
1, Kósóvó 0.
C-RIÐILL:
Litháen – Ítalía ......................................... 0:2
Norður-Írland – Búlgaría........................ 0:0
_ Ítalía 9, Sviss 6, Norður-Írland 1, Búlgarí
1, Litháen 0.
D-RIÐILL:
Bosnía – Frakkland.................................. 0:1
Úkraína – Kasakstan ............................... 1:1
_ Frakkland 7, Úkraína 3, Finnland 2,
Bosnía 1, Kasakstan 1.
F-RIÐILL:
Austurríki – Danmörk ............................. 0:4
Moldóva – Ísrael....................................... 1:4
Skotland – Færeyjar................................ 4:0
_ Danmörk 9, Skotland 5, Ísrael 4, Aust-
urríki 4, Færeyjar 1, Moldóva 1.
I-RIÐILL:
Andorra – Ungverjaland ......................... 1:4
_ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi.
England – Pólland.................................... 2:1
San Marínó – Albanía............................... 0:2
_ England 9, Ungverjaland 7, Albanía 6,
Pólland 4, Andorra 0, San Marínó 0.
Vináttulandsleikir karla
Svíþjóð – Eistland .................................... 1:0
Sviss – Finnland ....................................... 3:2
EM U21 árs karla
C-RIÐILL:
Danmörk – Rússland ............................... 3:0
Ísland – Frakkland................................... 0:2
Lokastaðan:
Danmörk 3 3 0 0 6:0 9
Frakkland 3 2 0 1 4:1 6
Rússland 3 1 0 2 4:6 3
Ísland 3 0 0 3 1:8 0
Meistaradeild kvenna
8-liða úrslit, seinni leikir:
Wolfsburg – Chelsea................................ 0:3
_ Chelsea áfram, 5:1 samanlagt.
Manchester City – Barcelona ................. 2:1
_ Barcelona áfram, 4:2 samanlagt.
Þýskaland
Eintracht Frankfurt – Duisburg ........... 3:0
- Alexandra Jóhannsdóttir var ekki í
hópnum hjá Frankfurt.
4.$--3795.$
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Nantes – Kielce.................................... 24:25
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt
mark fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Pick Szeged – Kiel ................................ 28:33
Þýskaland
Leverkusen – Metzingen .................... 24:24
- Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
_ Efstu lið: Dortmund 48, Bietigheim 39,
Blomberg-Lippe 36, Metzingen 35, Thür-
inger 33, Neckarsulmer 33, Bensheim-
Auerebach 27, Leverkusen 22.
B-deild:
Konstanz – Bietigheim ....................... 27:23
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 3 skot
(20%) í marki Bietigheim. Hannes Jón
Jónsson þjálfar liðið.
Gummersbach – Wilhelmshavener ... 32:28
- Elliði Snær Viðarsson lék ekki með
Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið sem er með 37 stig í öðru sæti
en Hamburg er með 39 stig á toppnum.
%$.62)0-#
Evrópudeildin
Valencia – Olympiacos ....................... 79:88
- Martin Hermannsson lék ekki með
Olympiacos vegna meiðsla.
Spánn
B-deild:
Girona – Ourense ................................ 89:77
- Kári Jónsson skoraði 7 stig fyrir Girona,
tók tvö fráköst og átti eina stoðsendingu á
18 mínútum. Lið hans er efst í neðri hlut-
anum þar sem leikið er um sæti 10 til 18.
NBA-deildin
Washington – Charlotte................... 104:114
Denver – Philadelphia........................ 104:95
LA Clippers – Orlando....................... 96:103
Phoenix – Atlanta ............................. 117:110
4"5'*2)0-#
Vesna Elísa Smiljkovic, ein leikja-
hæsta knattspyrnukona landsins,
hefur lagt skóna á hilluna eftir 25
ára feril í meistaraflokki í Serbíu
og á Íslandi. Hún hefur leikið á Ís-
landi frá 2005 með Keflavík, Þór/
KA, ÍBV, Val og Fylki og er áttunda
leikjahæst í sögu efstu deildar með
229 leiki og sú 21. markahæsta með
84 mörk. Hún lék alla 15 leiki Fylk-
is í deildinni á síðasta tímabili.
Vesna, sem er 38 ára gömul og með
tvöfalt ríkisfang, var landsliðsfyr-
irliði Serbíu um árabil og lék 77
landsleiki.
Hætt eftir 25 ár
í meistaraflokki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðarendi Vesna Elísa Smiljkovic
lék með Val frá 2015 til 2019.
Átta leikmenn íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, sem
leika með íslenskum liðum, þurfa
að óbreyttu að dvelja í fimm daga í
sóttvarnahúsi eftir að hafa tekið
þátt í tveimur vináttulandsleikjum
á Ítalíu 10. og 13. apríl. Klara Bjart-
marz framkvæmdastjóri KSÍ stað-
festi þetta við mbl.is í dag. Ítalía er
sem stendur á lista yfir skilgreind
áhættusvæði. Í gær var staðfest að
leiknir yrðu tveir leikir við Ítali í
Flórens en áður hafði ekki verið
ljóst hverjir yrðu mótherjarnir í
fyrri leiknum í ferðinni.
Morgunblaðið/Eggert
Heimkoma Elín Metta Jensen er ein
þeirra sem þarf að fara í sóttkví.
Í sóttvarnahús
eftir Ítalíuferð
ÍSLAND – FRAKKLAND 0:2
0:1 Matteo Guendouzi 17.
0:2 Odsonne Édouard 38.
M
Andri Fannar Baldursson
Mikael Anderson
Brynjólfur Andersen Willumsson
Kolbeinn Þórðarson
Gul spjöld: Kolbeinn F. 12., Claude-
Maurice 65.
Dómari: Lawrence Visser, Belgíu.
Áhorfendur: Engir.
_ Lið Íslands: (5-3-2) Mark: Elías Rafn
Ólafsson. Vörn: Valgeir Lunddal Frið-
riksson, Finnur Tómas Pálmason, Ari
Leifsson (Alex Þór Hauksson 85), Ró-
bert Orri Þorkelsson, Kolbeinn Finns-
son (Stefán Teitur Þórðarson 85). Miðja:
Mikael Anderson, Andri Fannar Bald-
ursson, Kolbeinn Þórðarson (Þórir Jó-
hann Helgason 74). Sókn: Brynjólfur
Willumsson (Hörður Ingi Gunnarsson
85), Valdimar Þór Ingimundarson
(Bjarki Steinn Bjarkason 74).
_ Ari Leifsson var fyrirliði Íslands í sín-
um síðasta leik í þessum aldursflokki.
Hann lék jafnframt sinn 20. landsleik og
er níundi Íslendingurinn frá upphafi
sem nær þeim leikjafjölda fyrir 21 árs
landsliðið.
_ Ísak Óli Ólafsson lék ekki vegna
meiðsla og þá voru Sveinn Aron Guð-
johnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Will-
um Þór Willumsson og Ísak Bergmann
Jóhannesson farnir til Liechtenstein til
móts við A-landsliðið.
EM U21 ÁRS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska U21 árs landslið karla í
knattspyrnu hefur lokið leik í loka-
keppni EM 2021 í Slóveníu og Ung-
verjalandi.
Ísland átti fá svör við stórliði
Frakklands í lokaumferð C-riðils
lokakeppninnar þegar liðin mættust í
Györ í Ungverjalandi í gær en leikn-
um lauk með 2:0-sigri Frakka.
Frakkar gerðu út um leikinn í fyrri
hálfleik en franski fyrirliðinn Matteo
Guendouzi kom liðinu yfir strax á 17.
mínútu með fríu skoti úr teignum eft-
ir varnarmistök íslenska liðsins.
Odsonne Édouard tvöfaldaði for-
ystu franska liðsins á 38. mínútu eftir
einfalda stungusendingu en Édouard
vippaði boltanum afar snyrtilega yfir
Elías Rafn Ólafsson í marki íslenska
liðsins.
Þrátt fyrir 2:0-tap voru Frakkar
með tögl og hagldir á leiknum allan
tímann og stjórnuðu ferðinni frá A til
Ö.
Efniviðurinn til staðar
Andri Fannar Baldursson var besti
leikmaður íslenska liðsins en hann
stýrði sóknarleik Íslands af mikilli yf-
irvegun og átti varla misheppnaða
sendingu í leiknum.
Þá hefðu varnarmenn íslenska liðs-
ins klárlega mátt sýna meiri hugrekki
í að koma boltanum oftar á miðju-
manninn enda komu hættulegustu
sóknir Íslands í leiknum eftir lag-
legar sendingar frá Andra Fannari
sem hefði ef til vill mátt fá mun fleiri
mínútur á mótinu.
Það er óhætt að segja að íslenska
liðið hafi mætt ofjörlum sínum í þess-
ari lokakeppni en liðið var einfaldlega
skrefi á eftir í öllum þremur leikjum
sínum á mótinu, gegn Rússlandi,
Danmörku og Frakklandi.
Þrjú töp í þremur leikjum og að-
eins eitt mark skorað gegn átta
fengnum á sig segir í raun allt sem
segja þarf um lokakeppnina 2021.
Jákvæðu punktarnir eru hins veg-
ar þeir að Elías Rafn Ólafsson, Finn-
ur Tómas Pálmason, Valgeir Lunddal
Friðriksson, Róbert Orri Þorkelsson,
Andri Fannar Baldursson, Brynj-
ólfur Andersen Willumsson og Kol-
beinn Þórðarson eru allir gjaldgengir
með U21 árs landsliðinu í næstu und-
ankeppni EM 2023 sem hófst í lok
mars.
Þeir sjö voru allir í byrjunarliðinu
gegn Frökkum og þá komu þeir
Bjarki Steinn Bjarkason og Þórir Jó-
hann Helgason báðir inn á í leiknum
en þeir eru einnig gjaldgengir í næstu
undankeppni.
Þjálfarinn Davíð Snorri Jónasson
var ekki í öfundsverðu hlutverki að
þurfa að stýra sínum fyrstu leikjum
sem þjálfari liðsins í lokakeppni EM
gegn sterkustu þjóðum Evrópu.
Hann fær góðan tíma til að und-
irbúa sitt lið fyrir komandi und-
ankeppni sem hefst hjá íslenska lið-
inu gegn Hvíta-Rússlandi á útivelli 1.
september en Ísland leikur í 4. riðli
undankeppninnar ásamt Kýpur,
Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Liech-
tenstein og Portúgal.
Þjálfarinn er reynslunni ríkari eftir
erfitt mót og þá ætti hann að vera far-
inn að þekkja leikmenn liðsins ágæt-
lega enda er það oft þannig að menn
sýna sinn raunverulega karakter
þegar í harðbakkann slær, líkt og
raunin varð í lokakeppni EM.
Reynslunni
ríkari eftir
erfitt mót
Morgunblaðið/Eggert
Sterkur Hinn nítján ára gamli Andri Fannar Baldursson var bestur íslensku
strákanna og er hér í hörðum slag við Frakkana í leiknum í Györ.
- U21 árs landsliðið mætti ofjörlum
sínum í lokakeppni EM í Ungverjalandi
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er komin í íslenska
kvennalandsliðið í handknattleik á nýjan leik en
hún er í 21 manns æfingahópi sem Arnar Pét-
ursson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær.
Sá hópur býr sig undir umspilsleikina gegn
Slóveníu um sæti í lokakeppni heimsmeist-
aramótsins en leikið verður 16. og 21. apríl, fyrst í
Slóveníu og síðan á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Anna er í hópi reyndustu handknattleikskvenna
landsins en hún lék sinn 101. og síðasta landsleik
gegn Sviss fyrir fimm árum. Frá þeim tíma hefur
hún tvívegis lagt handboltaskóna á hilluna, í
seinna skiptið í apríl 2020, og hafði þá ekkert spil-
að með Val á tímabilinu 2019-20. Hún tók þá hins
vegar fram á nýjan leik nú í febrúar og hafði leikið
tvo leiki með Val, undir stjórn Ágústs Jóhanns-
sonar, aðstoðarþjálfara landsliðsins, áður en gert
var hlé á Íslandsmótinu nú um miðjan mars.
Steinunn Björnsdóttir er úr leik eftir að hafa
slitið krossband í hné í Norður-Makedóníu á dög-
unum en landsliðshópurinn sem Arnar tilkynnti í
gær er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel ............ 28/0
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram........................ 5/0
Saga Sif Gísladóttir, Val ...................................... 2/0
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad ...................... 22/19
Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Val............. 101/221
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór ......................... 5/9
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV .................... 61/125
Díana Dögg Magnúsdóttir, Sachsen .............. 22/19
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni............... 39/32
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV ............................ 3/4
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni ............ 40/79
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV......... 37/68
Karen Knútsdóttir, Fram............................ 102/369
Lovísa Thompson, Val ..................................... 22/41
Mariam Eradze, Val............................................. 1/0
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram ...................... 29/36
Rut Jónsdóttir, KA/Þór ................................. 97/205
Sigríður Hauksdóttir, HK............................... 19/43
Sunna Jónsdóttir, ÍBV..................................... 58/43
Thea Imani Sturludóttir, Val .......................... 43/55
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK ........................... 3/5
Anna í landsliðið eftir fimm ára hlé