Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Trine Dyrholm mun fara með titil- hlutverkið í sjónvarpsseríunni Danskan konan í leikstjórn Bene- dikts Erlingssonar, sem hann skrif- aði í samvinnu við Ólaf Egil Egils- son. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum. Líkt og titillinn gefur til kynna fjallar serían um danska konu sem flytur til Íslands og tekur yfir fjöl- býlishús þar sem hún svífst einskis til að kenna nágrönnum sínum skandinavíska hugsun. Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta er ekki uppgjör við hjónaband mitt við mína yndislegu dönsku fyrrverandi eiginkonu,“ segir Benedikt, sem um árabil var giftur leikhúslistakonunni Charlotte Bøving. Gætum lært af Dönum að setja okkur nýja stjórnarskrá „Ég skrifaði hlutverkið fyrir hana, en á endanum sagði hún sig frá verkefninu. Í hennar stað kemur Trine Dyrholm, sem er mjög spennt fyrir þessu verkefni. Hún hafði séð Kona fer í stríð og kveikti strax á Dönsku konunni þegar hún las handritið,“ segir Benedikt og lýsir seríunni sem leyniþjónustudrama. „Þarna lýstur saman dönsku, sænsku og íslensku leyniþjónust- unni. Þetta er mikil stúdía á öllu því fallega og góða sem við höfum lært af Dönum og einnig því sem við ætt- um að læra en höfum kannski átt erfitt með, eins og samvinnu, sam- ábyrgð og því að búa sér til stjórn- arskrá og setja sér reglur og fara eftir þeim – sem okkur finnst óþol- andi. Danska konan kann sinn Kier- kegaard, Grundtvig og Brandes og fylgir þessum dönsku hugsjónum, en vandi hennar er að hún svífst einskis þar sem hún trúir því að til- gangurinn helgi meðalið.“ Spurður hvers vegna sjónvarps- sería hafi orðið fyrir valinu sem frá- sagnarmáti en ekki kvikmynd svar- ar Benedikt: „Það er mikil gróska í sjónvarpsþáttagerð um þessar mundir og ein ástæðan er ekki síst efnahagsleg. Hörmungarklám og popp Virðiskeðjan í evrópskri kvik- myndagerð hefur verið að brotna síðustu árin með stafrænni tækni þar sem art house-myndum er stolið og dreift. Kvikmyndahúsin börðust því í bökkum áður en kófið brast á, en húsin hafa nú staðið tóm í á ann- að ár þannig að lindin er alveg þorn- uð upp. Bíóið er komið að fótum fram,“ segir Benedikt og tekur fram að hann muni í væntanlegri sjón- varpsseríu bjóða upp á spennu, ást- ir, kynlíf, dauða, ofbeldi og hörmungarklám. „Og ekki má gleyma músíkinni. Ég lofa flottum popplögum frá áttunda áratugnum – auðvitað dönskum lögum,“ segir Benedikt að lokum. Þess má geta að Benedikt hefur tvívegis hlotið Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrst árið 2014 fyrir Hross í oss og aftur árið 2018 fyrir Kona fer í stríð. Handritið að seinni myndinni skrifaði hann í sam- vinnu við Ólaf Egil Egilsson. Ljósmynd/Det danske filminstitut Stjarna Trine Dyrholm er ein þekktasta leikkona Dana. Frá því hún hóf ferilinn fyrir 30 árum hefur hún leikið um 70 hlutverk ýmist í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Danska konan leikin af Trine Dyrholm - Benedikt Erlingsson leikstjóri og höfundur reiknar með að tökur á sjónvarpsseríunni hefjist næsta vor Morgunblaðið/Eggert Margverðlaunaður Benedikt Erlingsson hefur m.a. tvisvar hlotið Kvikmyndaverðlaun Norðurlanda- ráðs, fyrst 2014 fyrir Hross í oss og síðan 2018 fyrir Kona fer í stríð. Úthlutað hefur verið úr Tónlistar- sjóði Rótarý á Íslandi styrk til tón- listarnema sem verið hafa í meist- aranámi og þykja skara fram úr. Styrkinn í ár hljóta Bryndís Guð- jónsdóttir sópransöngkona og Erna Vala Arnardóttir píanóleikari og hlýtur hvor þeirra 800 þúsund kr. Alls bárust 26 umsóknir í ár, 11 frá körlum og 15 frá konum. „Tónlistarsjóðurinn var stofn- aður árið 2005 og hefur síðan verið úthlutað úr honum árlega, ýmist til eins eða tveggja styrkþega í senn. Styrknum er ætlað að veita ungu tónlistarfólki viðurkenningu í formi veglegs fjárstyrks til frekari náms,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum. Stjórn sjóðsins skipa Heiðrún Hákonardóttir, Jón Hlöð- ver Áskelsson, Kjartan Sigurjóns- son, Sveinn Hjörtur Hjartarson og Stefán Baldursson formaður. „Bryndís Guðjónsdóttir er 27 ára. Hún stundaði söngnám við Lista- háskóla Íslands en hélt síðan til Tónlistarháskólans Mozarteum í Salzburg þar sem hún lauk bakk- alárprófi 2019. Hún hélt þar áfram meistaranámi og mun ljúka því á þessu ári. Bryndís hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og hún hefur komið fram bæði í óperusýningum og á tónleikum í Austurríki, Þýskalandi og Ítalíu á síðustu misserum. Bryndís var ein af sigurvegurum keppninnar Ungir einleikarar 2017 á vegum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og söng með hljómsveitinni 2018 og í 9. sinfóníu Beethovens með Ungsveit Sinfóní- unnar 2019. Hún er komin í úrslit hinnar frægu Belvedere-söngvara- keppni sem verður haldin síðar á þessu ári og hefur verið boðið að syngja Næturdrottninguna á næsta ári bæði á tónleikum Sinfóníunnar og í uppfærslu í München. Erna Vala Arnardóttir er 25 ára. Hún lauk bakkalárprófi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands 2017 og lauk síðan meistaragráðu frá Sibelíusarakademíunni í Helsinki. Í báðum þessum háskólum hefur hún einnig lagt stund á tónsmíðar. Hún hefur komið fram sem píanóleikari á ýmsum tónlistarhátíðum í Evr- ópu, m.a. á Spáni, Frakklandi, Ítal- íu og í London og verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur unnið til fjölda verð- launa og viðurkenninga bæði heima og erlendis. Hún sigraði í EPTA- píanókeppninni á Íslandi og hlaut 1.verðlaun í keppninni Ungir ein- leikarar. Árið 2018 hlaut hún heið- ursorðuna Hvítu rósina, sem forseti Finnlands veitir. Erna Vala stundar nú doktorsnám í píanóleik við USC Thornton-tónlistarháskólann í Los Angeles,“ segir í tilkynningu. Til stóð að styrkþegarnir kæmu fram á árlegum Rótarýtónleikum í Hofi á Akureyri á skírdag en vegna sóttvarnatakmarkana verður að fresta þeim um óákveðinn tíma. Tónlistarnemar sem þykja skara fram úr - Bryndís Guðjónsdóttir og Erna Vala Arnardóttir hljóta Rótarýstyrkinn í ár Hæfileikaríkar Bryndís Guðjónsdóttir og Erna Vala Arnardóttir. GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR. Risa Páskaknús á ykkur öll og hlökkum til að hitta alla í bíó aftur. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ VÆNTANLEG Í BÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.