Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 86. tölublað . 109. árgangur . VELTA KEMI JÓKST MJÖG Í FARALDRINUM HIN GULLNA BORG LÚXOR FUNDIN ÍSLENSKA LIÐIÐ KLÁRLEGA Á RÉTTRI LEIÐ FORNLEIFAFUNDUR Í EGYPTALANDI 25 ÍTALÍA-ÍSLAND 23VIÐSKIPTAMOGGINN Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir óhappið í Súez-skurðinum hafa aukið spennuna í fraktflugi. Verð fyrir fraktina hafi verið á uppleið vegna framboðsbrests af völdum kórónuveirufaraldursins. Gunnar Már segir verð á flugfrakt milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa hækkað um allt að 70%. Þessi þróun hafi haft í för með sér að arðbært varð fyrir Icelandair Cargo að fljúga með frakt í flutningavélum til Bandaríkjanna. Tekjur Icelandair Cargo hafi aukist um 10% milli ár- anna 2019 og 2020. Spurður hvort ástandið muni vara fram á haustið segir hann erfitt að svara því. „Það veit enginn. Sumir vilja meina að þetta vari í nokkur ár en aðrir vilja meina að þetta verði búið í haust,“ segir Gunnar Már. Rætt er við hann í Viðskipta- Mogganum í dag. Mikil eftirspurn leiðir til verðhækkana á flugfrakt Ljósmynd/Icelandair Skapar tækifæri Icelandair Cargo hefur aukið umsvifin í faraldrinum. foreldrar kornabarna skulu láta börn sín sofa í vagni innandyra. Helgi Guðjónsson hjá heil- brigðiseftirlitinu segir við Morgunblaðið að ef brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu fer yfir 350 míkrógrömm á rúmmetra geti viðkvæmir fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Fari magn brennisteinsdíoxíðs yfir 2.600 míkró- grömm á rúmmetra fari jafnvel heilbrigðir einstaklingar að finna fyrir einkennum. Fylgjast má með mælingum á vef Umhverf- Oddur Þórðarson Guðni Einarsson Líklegt er að brennisteinsdíoxíð streymi frá eldgosinu í Geldingadölum yfir höfuðborg- arsvæðið í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur varar þá við sem eru viðkvæmir fyrir. Lungna- og hjartasjúklingum er ráðlagt að hafa lyf sín tiltæk, astmasjúklingar eru beðn- ir um að fylgjast með loftgæðamælingum og fræðigrein í vísindaritinu Nature Comm- unications. Ilyinskaya segir í samtali við blaðið að gas- mengun sé ekki eins mikil vegna goss í Geld- ingadölum og var í Holuhrauni. Hins vegar er gosið í Geldingadölum nær byggð. Hún bend- ir einnig á „ósýnilega“ mengun sem spár gerðu ekki ráð fyrir. isstofnunar, þar sem einnig er að finna ráð til þeirra sem eru viðkvæmir fyrir. Gas frá Holuhrauni var heilsuspillandi Eldgosið í Holuhrauni 2014-2105 hafði í för með sér aukningu á tíðni öndunarfærasjúk- dóma, vegna brennisteinsdíoxíðmengunar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem dr. Evgenia Ilyinskaya, dósent í eldfjallafræði við Leeds-háskóla, leiddi og kynnti í nýrri Spúa gasi yfir borgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon - Heilbrigðiseftirlitið varar við - Rannsókn sýnir aukningu öndunarfærasjúkdóma eftir gos í Holuhrauni MEldfjallagasið hafði áhrif á ... »2, 6, 13 Móða Upp úr nýju gígaröðinni streymir eitrað gas án nokkurs afláts. _ Sala á ferðavögnum er margföld miðað við sama tíma í fyrra. Á vef Samgöngustofu má sjá að það sem af er þessu ári hafa 90 hjólhýsi ver- ið nýskráð. Á sama tíma í fyrra, frá janúar til mars, hafði til sam- anburðar 21 hjólhýsi verið skráð. Arnar Barðdal framkvæmda- stjóri Víkurverks segir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag að salan á þessu ári sé farin fram úr því síð- asta, sem var metár. „Það er rosa- lega mikið að gera og meira en í fyrra. Það lítur út fyrir að allir nýir ferðavagnar verði uppseldir í maí- júní,“ segir Arnar. „Við höfum mestar áhyggjur af því að verða með tóma búð í sumar.“ Hann segir að vandinn sé sá að ferðavagnar séu að verða uppseldir alls staðar í Evrópu. „Það eru allir að ferðast innanlands vegna veiru- faraldursins. Þetta hefur aldrei verið svona á þeim þrjátíu ár- um sem ég hef verið í þessum bransa, að það verði uppselt hjá framleiðendum og ekki hægt að anna eftirspurn.“ Arnar segir að fyrirtækið sé nú að panta vagna fyrir næsta ár, 2022. Húsbíla er ekki lengur hægt að kaupa hjá fyrirtækinu, enda engir nýir bílar í boði. „Ef þú pantar í dag færðu bílinn afhentan eftir 14-16 mánuði.“ Notaðir vagnar seljast líka vel. „Það er góð sala í þeim einnig. Ég tek líka eftir að fólk hefur aldrei verið eins snemma á ferðinni að leggja inn pantanir.“ Sala ferðavagna margfaldast á milli ára Arnar Barðdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.